Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 15
Æ G I R
223
en % af ýsuaflanum komu á land á þessu
sama tímabili, en þar gætti þó hlutfallslega
meira siðari hluta ársins, enda er ýsuaflinn
oft ailgóður á haustin, og þar sem nolckrir
togaranna fóru á ísfiskveiðar í nóvember-
inánuði, lögðu þeir sig að sjálfsögðu eftir
Því að ná í ýsu. Að þessu sinni komu
nær því % ufsaflans á land í ágúst og sept-
ember, sem kemur heim við það, sem áður
'Tar sagt um ufsaafla síldveiðiskipanna um
suniarið. Karfi hefur að jafnaði verið veidd-
ur á sumrin og haustin og var svo einnig að
þessu sinni, en nokkur skip hófu karfaveið-
ar þegar í júnímánuði áður en verlcfall
togaranna hófst. Dró svo að sjálfsgöðu mjög
úr karfaaflanum eftir að verkfallið hófst
og aðeins fá skip stunduðu þær veiðar um
sumarið. Að verkfallinu loknu hófu margir
togarar aftur karfaveiðar, og í mánuðunum
nóvember og desember veiddust samtals um
31 000 smál. af karfa. Voru það nær 42%
af karfaaflanum yfir árið.
Aðalveiðitími flatfiskanna er á sumrin
°g fram á liaustið, og var svo einnig að þessu
sinni. Eru þær veiðar mest stundaðar af
dragnótabátum og togbátum, en dragnóta-
veiðar eru ekki leyfðar í landhelgi fyrr en
1- júní ár hvert, enda hefjast þær veiðar að
jafnaði lítið fyrir þann tíma.
Hagnýting aflans. Um hagnýtingu síldar-
aflans verður getið sérstaklega í kaflanum
um síldveiðar og því sleppt hér. Allveruleg
breyting varð á hagnýtingu aflans á þorsk-
veiðunum á þessu ári miðað við það, sem
verið hafði undanfarin ár, — samanber töflu
IV. Undanfarið hefur langsamlega mestur
hluti aflans verið fluttur út ísvarinn til
Bretlands eða Þýzkalands, en svo varð ekki
að þessu sinni. Brezki markaðurinn var
mjög óhagstæður og lítið sem eklcert varð
úr útflutningi af ísvörðum fiski til Þýzka-
lands vegna togaraverkfallsins um sumar-
ið. Hluti ísvarða fislcsins varð þvi aðeins
12.2% á móti 53.5% árið áður, og var lang-
samlega mestur hluti þess fisks afli fiski-
shipa útfluttur af þeim sjálfum. Sama er að
segja um fisk til frystingar, hann var all-
verulega nhnni en árið áður, enda fram-
leiðsla af frystum fiski mun minni en þá.
Fór aðeins 21.7% af aflanum til frystingar,
en höfðu verið 29.3 % árið áður og svipað
árið 1948. Hins vegar fór mjög vaxandi sá
hluti, sem fór til saltfiskverkunar, og varð
nú 37.9% á móti 15.9% árið áður. Stund-
uðu togararnir töluverðar saltfiskveiðar á
vertíðinni og vegna þess hversu frystihúsin
tóku á móti minni fiski nú en áður, varð
að salta töluverðan hluta bátaaflans. Ný-
lunda var það nú, að verulegur hluti fisk-
aflans fór til fiskmjölsverksmiðjanna eða
27.2% af heildaraflanum. Tíðkaðist það
að vísu á árunum fyrir styrjöldina að
togarar stunduðu karfaveiðar fyrir fisk-
mjölsverlcsmiðjurnar, en eklci þó í eins stór-
um stíl og nú varð raunin, þrátt fyrir tog-
araverlcfallið. Mun meiri hluti af aflanum á
þorskveiðunum fór til fiskmjölsverksmiðj-
anna en nokkru sinni fyrr. Um aðra hag-
nýtingu aflans var vart að ræða, þar sem
aðeins mjög smávægilegur hluti fór til
herzlu eða í niðursuðu.
Lifraraflinn. í töflu V er yfirlit yfir
lifraraflann og framleiðslu lýsis úr lifur á
árunum 1948 til 1950. Var heildarlifrarafl-
inn á árinu 13 348 701 lítrar eða um
12 948 smálestir lifur. Var þessi lifrarafli
um 17% nhnni en árið áður og um 29%
minni en verið hafði 1948. Þessi milda
rýrnun á lifraraflanum stafar af því, að
togararnir voru ekki reknir nema nokkurn
hluta af árinu vegna verkfallsins og einnig
af hinu, að þeir stunduðu nú töluvert karfa-
veiðar, en úr karfanum er engin lifur tekin,
heldur er karfinn bræddur heill, ef hann
fer beint í verksnhðju, og fari hann í frysti-
hús til flökunar, þá er lifrin ekki tekin úr
áður en flökunin fer fram, heldur fylgir úr-
ganginum í fiskmjölsverksmiðjurnar.
Hluti togaranna í lifrarmagninu hefur
enn farið minnkandi frá þvi sem var árið
áður. Þá var hann 61% af heildarlifrar-
aflanum, en nú aðeins rétt um 50% Stafar
þetta að sjálfsögðu af því, sem áður var
getið um verkfallið og karfaveiði togaranna.