Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 14
222 Æ G I R Þýzkalandsmarkað svo sem kunnugt er og SÓttust því eftir ufsa fyrir þann markað, þar sem hann er þar eftirsóttur. Af ufsa- aflanum voru hins vegar að þessu sinni nær 9 000 smálestir, sem aflað var af síldveiði- flotanum um sumarið, en mikil ufsagengd var á venjulegum síldarmiðum við Norður- land i ágúst og fram í september. Var ufs- inn veiddur þar með herpinót eða hringnót eins og um síld væri að ræða og allur settur í verksmiðjur til vinnslu þar. Steinbíts- aflinn var nú óvenju lítill borið saman við það, sem verið hafði 2—3 undan- farin ár, og mátti heita, að steinbítsveiði brigðist mjög á þeim tíma og þeim miðum, sem hann annars veiðist að jafnaði á. Nam steinbítsaflinn ekki 40% af því sem verið hafði árið áður, eða alls um 5 510 smálestir á móti 13 418. Var hluti steinbítsins í heild- araflanum aðeins 1.5%. Þá er lolcs að geta flatfiskanna, en hluti þeirra í heildarafl- anum varð nú aðeins 1.2% á móti 2.4% árið áður, og er hér sama ástæðan og þá getið var um ýsuna, að ísfiskveiðar voru nú miklu minni en áður og því afli togar- anna af þessum fisktegundum mun minni. Hins vegar var aflinn af heilagfiski meiri en ella hefði orðið vegna þess, að nokkrir bátar stunduðu sérstaklega heilagfiski- veiðar nokkurn tíma um vorið. Síldaraflinn dreifðist nú yfir óvenju langt tímabil, sem stafaði af því, hversu síldveiðin fyrir Norð- urlandi brást og hins vegar af því, hversu veiðin í reknet við Suðurland var góð síðari hluta sumars og um haustið. Ágústmánuð- ur var sá mánuður, sem mest sild kom á Iand eða 31.2% af heildarinagninu yfir árið. Hins vegar lcomu rúmlega % hlutar alls aflans á land á tímabilinu júlí til septem- ber eða á meðan sumarsíldveiðarnar stóðu yfir, en þar af var þó aflinn fyrir Norður- landi og Norðausturlandi ekki nema helm- ingur alls aflans, sem á land kom yfir árið. í október varð aflinn hins vegar ekki mik- ill, eða um 5.7% af heildaraflamagninu og um 3 400 smálestir, enda var tíð þá stirð, einkum síðari hluta mánaðarins, og margir bátar urðu að liætta reknetjaveiðum þess vegna. Hins vegar lifnaði allmikið yfir veið- unum aftur i nóvember, og veiddust þa 7 408 smálestir, eða 12.3% af heUdaraflan- um, og er það óvenjulegt að svo milcið veið- ist á þeim tíma. Eftir það fór veiðin allinik- ið minnkandi, og var meginhluti þess, sem veiddist eftir þann tíma eða i desember- mánuði, smásild. Þó stunduðu noldcrir bát- ar reknetjaveiðar fram í desember, og öfl- uðu sumir sæmilega. Skipting aflans á þorskveiðunum eftir mánuðum var einnig allfrábrugðin því, seni verið hefur undanfarið, en ástæðan var að sjálfsögðu togaraverkfallið. Gerði það að verkum, að tiltölulega meiri hluti aflans kom á fyrra hluta ársins en venjulegt er, eða á vetrarvertíðina 57.8% á móti 53% ár- ið áður. Að venju er apríl aflahæsti mán- uðurinn, og var svo einnig að þessu sinni, en þá lcomu á land 18% af öllum aflanum á þorskveiðunum eða nær 55 000 smálestir, og er það nokkru meira en verið hefur und- anfarin ár. Á meðan á togaraverkfallinu stóð, var aflinn á þorskveiðunum mjög lít- ill, enda eru þá ekki mikið stundaðar þorsk- veiðar af bátum, þar sem meginhluti báta- flotans er á sildveiðum um það leyti. Þegar verkfallinu var lokið í nóvember og togara- flotinn fór til veiða, gætti þess allmjög í aflamagninu, og var desember hlutfallslega hæsti aflamánuður eftir að vetrarvertíðinni lauk, en þá kom á land 7.9% af heildarafl- anum á þorskveiðunum yfir árið. Veiðitímabil hinna einstöku fisktegunda eru að sjálfsögðu nokkuð misjöfn, þótt flestar þeirra séu veiddar mestmegnis á vetrarvertíðinni. Gildir það t. d. um þorsk, ýsu, löngu og jafnaðarlega um ufsa, þótt ekki væri það að þessu sinni. Um % af þorskaflanum komu á land á vetrarvertið- inni eða á tímabilinu janúar til maí, og var það hlutfallslega meira en áður og stafaði af þvi, að togararnir voru ekki gerðir út um sumarið og fram á haustið vegna verk- fallsins og afla þeirra gætti því lítið þann tíma. Um ýsuna er svipað að segja, að meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.