Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 71

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 71
Æ G I R 279 hafði verið flutt út árið áður, eða 18 472 smálestir. Árið 1949 gilti samningur, sem gerður hafði verið við brezka matvælaráðu- neytið um sölu á frystum fiski, en eldci var sá samningur endurnýjaður árið 1950, og var allmiklum erfiðleikum bundið að selja frystan fisk til Bretlands á því ári. Tékkó- slóvakia keypti að þessu sinni 2 748 smá- lestir, og var það eilítið minna en árið áður, en þar hefur tekizt að fá alltryggan mark- að fyrir svipað magn og hér um ræðir. Ýms- um erfiðleikum var þó háð að selja fisk- inn þangað. Til Hollands fóru 2 438 smá- lestir eða mjög svipað magn og árið áður, en þar var um að ræða fisk, sem seldur hafði verið á árinu 1949, en var ekki flutt- ur út fyrr en kom fram á árið 1950. Nýr markaður fyrir freðfisk fékkst á þessu ári í Ungverjalandi, og fóru þangað rúmlega 1 000 smálestir. Þá fóru til Austurríkis tæp- lega 1 500 smálestir af fiski og var þar einn- ig um að ræða markað, sem unninn hefur verið nú á allra síðustu árum. Til Póllands fóru rúmlega 1 000 smálestir, eða meira en helmingi meira en árið áður, og er það einnig markaður, sem teljast má nýr fyrir freðfisk. Loks má telja Palestínu sem nýj- an markað, en þangað fóru um 417 smá- lestir, en árið áður hafði farið þangað að- eins mjög smávægilegt magn af fiski. Er það rnjög mikils virði að geta komið út nokkru magni, þótt ekki sé mikið, á sem flesta markaði, þar sem slíkt skapar að sjálfsögðu nokkurt öryggi um sölu fisks- ins. Önnur lönd, sem keyptu freðfisk, að vísu lítið hvert, voru Ástralía, Finnland, Sviss og Þýzkaland, en til hins síðastnefnda lands fóru að vísu aðeins 30 smálestir, og var það mikið minna magn en árið áður, þegar þangað voru fluttar 6 856 smále'stir af fiski, sarnkv. samningi, sem gerður hafði verið við hernámsyfirvöldin árið 1948. Ekki höfðu menn þó gert sér vonir um, að svo niikið magn væri unnt að senda til Þýzka- lands árlega framvegis, en ekki mun þó vonlaust um, að takast megi að vinna þar einnig noklturn markað fyrir þessa vöru. Útflutningur niðursoðinna fiskafurða var ekki mikill nú frekar en undanfarið hefur verið, eða aðeins 383 smálestir, en höfðu þó verið 423 smálestir árið áður. Er hér um svipað magn að ræða og verið hefur mörg undanfarin ár og ekld um neina framför i þeim iðnaði að ræða að því er snertir út- flutninginn. Eins og áður fór meginhluti útflutningsins til Bandaríkjanna, eða 226 smálestir, og nokkuð til Bretlands, eða 138 smálestir, en til annarra landa var aðeins um smávægilegan útflutning af niðursoðn- um fiskafurðum að ræða. Framleiðsla fiskmjöls og útflutningur þess hefur farið mjög vaxandi á undan- förnum árum, enda hafa verið byggðar nýj- ar fiskmjölsverksmiðjur víða á landinu og má nú heita, að langmestur hluti þess, sem til fellur af úrgangi frá frystihúsum og söltunarstöðvum, sé nú unnið í fiskmjöls- verksmiðjum. Útflutningur mjöls á þessu ári varð 8 620 smálestir á móti 6 392 smá- lestum árið áður. Var það meiri útflutn- ingur á einu ári en verið hefur áður. Lang- stærsti kaupandinn var Holland með 3 742 smálestir, en það land hefur jafnan verið í fremstu röð kaupenda fiskmjöls frá Is- landi. Næst kom svo Palestína með 1 371 smálest, en þangað hefur jafnaðarlega ver- ið selt töluvert mikið magn af fiskmjöli undanfarin ár. Önnur lönd voru svo með töluvert minna magn svo sem Austurriki, Pólland, Cyprus, Tékkóslóvakia og Ung- verjaland. írland hefur einnig keypt tölu- vert magn af fiskmjöli á árinu 1950 eða alls 781 smálest. Er þar um að ræða til- tölulega nýjan markað fyrir þessa fram- leiðslu. Vegna þess hversu síldaraflinn brást á sumarsíldveiðunum 1950 varð útflutningur síldarmjöls mjög lítill, eða aðeins 2 147 smálestir, en þó nær 4 sinnum meiri en hann hafði verið árið áður. Fór megin- hluti þess mjöls, sem framleitt var á árinu, til neyzlu innanlands. Holland var einnig hér stærsti kaupandinn, og fóru þangað um 1 719 smálestir, en aðeins smávægilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.