Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 52

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 52
260 Æ G I R an. Tóku frystihúsin alls á móti 5 641 smá- lest af karfa, en hér var aðeins um að ræða byrjun, sem gera má ráð fyrir að aukist all- verulega. Magn það af steinbít, sem frysti- húsin tóku á móti, 3 250 smálestir, varð 1 000 smálestum minna en árið áður, en hlutfallslega heldur meira, eða 5.7%. Ástæð- an til þess að magnið var minna var sú, að steinbítsafli hrást mjög, en hins vegar var steinbíturinn eftirsóttur í frystihúsin vegna þeirra góðu möguleika, sem eru á að selja liann til Bandaríkjanna. Flatfiskmagnið var nú heldur minna en áður, eða um 4.6% af heildarmagninu, á móti 5.5% árið áður. Stafaði það af þvi, að nokkur óvissa var ríkjandi um sölu á flatfiskinum lengi fram eftir og því ekki lögð eins mikil áherzla á að frysta hann og áður. Langsamlega mest- ur hluti flatfiskanna var að sjálfsögðu skar- koli, en einnig var fryst nokkuð af þykkva- lúru og langlúru lítilsháttar, en auk þess töluvert magn af lúðu, miðað við það, sem áður hefur verið, en nokkrir bátar stund- uðu þær veiðar sérstaklega um vorið eins og áður hefur verið getið, og var lúðan heilfryst fyrir Bandaríkjamarkað. Aðrar fisktegundir, sem frystihúsin tóku á móti lil frystingar, voru elcki teljandi, svo sem keila, ufsi, langa og skata, enda liefur verið talinn lítill markaður fyrir þessar tegundir frystar og auðveldara að selja þær saltaðar. Auk þess tóku frystihúsin á móti nokkru magni af hrognum, eða alls 62 smálestum, sem er að vísu aðeins litill hluti af þeim lirognum, sem lcomu á land, þar sem megin hluti þeirra var saltaður. Hefur yfirleitt lítið verið fryst af lirognum undanfarin ár. Þess var áður getið, að meginhluti frysti- húsanna hefði vanalega verið starfræktur aðeins nokkurn hluta ársins eða aðallega yfir vetrarvertiðina, á tímabilinu frá janúar til maí, en á þessu varð, svo sem kunnugt cr, nokkur breyting á árinu við það, að hafin var frysting á karfa úr togurunum. Ekki gætti þessarar breytingar þó mikið á þessu ári vegna þess, hversu karfaveiðarnar hófust seint vegna verkfallsins, en óvenju mikið var þó fryst í mánuðunum nóvember og desember, en einmitt á þeim tíma hefur vanalega verið mjög lítið um framleiðslu hjá frystihúsunum. Móttaka frystihúsanna í þessum tveim mánuðum var um 15% af heildarmagninu yfir árið, en hefur venju- lega verið undir 3%. Vetrarvertíðin var þó langdrýgst, en á tímabilinu frá febrúar til mailoka, þegar aðalvertíðin stendur yfir> tóku frystihúsin á móti % af því magni, sem þau fengu yfir árið, en langmest var fryst í marzmánuði, tæplega 23 % af magn- inu, eða um 13 000 smálestir. Tiltölulega meira magn fór til frystihús- anna í Sunnlendingafjórðungi að þessu sinni en undanfarið hefur verið. Að jaínaði hefur það verið um og yfir % af heildar- magninu, en varð að þessu sinni 72% rúm- lega. Næst kom svo Vestfirðingafjórðungur með 19.3%, sem er hlutfallslega nokkuð minna en á fyrra ári, enda var það magn, sem frystihúsin í Vestfirðingafjórðungi tóku á móti, um 30% minna en áður. í Norðlendingafjórðungi tóku frystihúsin á móti um 4.7% af heildarmagninu, en magn það, sem frystihúsin þar tólcu á móti, náði ekki helming þess magns, sem þau höfðu tekið árið áður. Loks var Austfirðinga- fjórðungur með tæplega 4%, en frystihúsin þar fengu um % þess magns, sem þau höfðu tekið á móti árið áður. Tiltölulega mest af þeim fiski, sem frystihúsin taka á móti i Sunnlendingafjórðungi, er þorskur, sem kemur af þeirri eðlilegu ástæðu, að frysti- húsin þar hafa að jafnaði aðallega verið starfrækt á vertíðinni, þegar þorskveiðin er mest, en minna þess utan. Aðrar fisk- tegundir, svo sem steinbítur, hafa meiri þýðingu í hinum fjórðungunum, og sér- staklega á þetta við um Vestfirði, en þar er steinbíturinn nær % hluti af öllu því, sem frystihúsin þar hafa tekið á móti, þrátt fyrir það, að steinbítsveiðin brást mjög á þessu ári. Hins vegar hefur langsamlega mestur hluti karfans komið á land í Sunnlendinga- fjórðungi, enda þótt hann væri veiddur iit af Vestfjörðum sunnarlega, enda hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.