Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 64

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 64
272 Æ G I R og ekki ncitt teljandi síðan fyrir þann tíma, er borgarastyrjöldin hófst þar 1936, en Spánn var áður eitt bezta viðskiptaland ís- lands. Til Noregs fóru 2.8% af útflutningn- um, en Noregur hefur um langa hríð keypt aðeins lítið af íslenkri útflutningsfram- leiðslu, enda er þar um að ræða að mestu hina sömu framleiðslu og Norðmenn fram- leiða mikið af sjálfir, þ. e. a. s. sjávaraf- urðir. Austurríki tók 2.7 % af útflutningn- um, en þangað hefur á undanförnum árum verið unnt að selja töluvert magn af fryst- um fiski. Portúgal tók 2.5% af útflutningn- um og var þar um að ræða saltfisk, en þangað var aftur hafinn útflutningur salt- fisks 1949, eftir að hann hefur legið niðri um alllanga hríð. Önnur riki voru svo með minna en 2% af útflutningnum og var þar um að ræða allmörg ríki, en þau helztu eru Danmörk, Frakkland og Braselía, en þang- að var liafinn útflutningur á saltfiski á árinu, enn fremur Palestina, sem hefur keypt töluvert af freðfiski og einnig nokk- uð af fiskmjöli, Ungverjaland, sem einnig hefur keypt nokkuð af freðfiski nú i fyrsta skipti, og enn önnur með tiltölulega mjög lítið magn. í töflu XXXIV er yfirlit yfir útflutning sjávarafurða á árunum 1949 og 1950 skipt eftir innflutningslöndum. Allt frá því fyrir styrjöldina hefur lítið verið um þurrkun á saltfiski og útflutning á verkuðum saltfiski þar af leiðandi, þar sem meginhluti þess saltfisks, sem fram- leiddur hefur verið, hefur verið fluttur lit óverkaður. Á árinu 1950 varð á þessu nokk- ur breyting, þar sem allmikið var um það, að saltfiskur væri þurrkaður og fullverk- aður til útflutnings, eins og áður var getið. Af verkuðum saltfiski var flutt út alls 4 024 smálestir, en árið áður hafði útflutn- ingurinn numið tæplega 300 smálestum. Langstærsti kaupandinn var Portúgal, en þangað fóru nærri þvi 2 000 smálestir, eða tæpur helmingur af heildarútflutningnum. Vonazt hafði verið eftir, að meira magn færi til Spánar en raun varð á, en þangað fóru 770 smálestir. Ýmsir erfiðleikar voru á þvi að koma af stað viðskiptum við Spán, enda þótt samningur hafi verið gerður við það land í lok ársins 1949, en þó stóðu vonir til, að úr rættist á árinu 1950. Þá fór nokkurt magn til Braselíu, eða 850 smálestir, og Htils háttar til Cuba, en bæði þessi lönd voru áður fyrr góðir kaupendur að íslenzk- um verkuðum saltfiski. Útflutningur óverkaðs saltfisks var einn- ig töluvert mikið meiri á þessu ári en áður, að sjálfsögðu vegna þess hversu saltfisk- framleiðslan jókst mjög á árinu. Alls var flutt út um 27 129 smálestir á móti 15 668 smálestum árið áður. Ítalía og Grikkland voru aðalkaupendur að óverkaða saltfisk- inum og þó sérstaklega Ítalía, en þangað fóru 12 311 smálestir, eða rúmlega þrisvar sinnum meira en árið áður. Til Grikklands fóru 8 650 smálestir, en þangað höfðu farið árið áður tæplega 5 000 smálestir. Aðrir kaupendur, sem keyptu verulegt magn, var Bretland með 2867 smálestir, en þangað fer jafnaðarlega á hverju ári nokkurt magn af saltfiski, en hafði þó verið venju fremur lítið árið áður, en þá var það aðeins 1 600 smálestir. Spánn keypti að þessu sinni 1 304 smálestir af óverkuðum fiski, en þangað er annars ekki venjulegt að flytja óverkaðan fisk, heldur hafa Spánverjar helzt viljað fá fiskinn verkaðan. Að þessu sinni var þó lagt á það nokkurt kapp að lcoma inn óverkuðum fiski, þar sem ekki voru tök á því að verka allan þann fisk, sem ætlað var að selja til Spánar. Til Banda- ríkjanna var flutt 613 smálestir af óverk- uðum saltfiski og er þar um að ræða nýjan markað, sem hefur aukizt töluvert nú í seinni tið. Annar nýr markaður fyrir óverk- aðan saltfisk var Egvptaland, en þangað fóru um 500 smálestir og má gera sér vonir um, að þar verði unnt að selja árlega nokk- urt magn af óverkuðum saltfiski. Er það að sjálfsögðu mikils virði að ná fótfestu á nýjum mörkuðum jafnvel þó ekki sé um milcið magn að ræða fyrst í stað. Önnur lönd, sem keyptu óverkaðan saltfisk og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.