Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 81

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 81
Æ G I R 289 það á ýmsum stöðum, en þó aðallega aust- anlands. Óðinn veitti einum fiskibát beina aðstoð, en tók 11 skip, sem sektuð voru fyrir landhelgisbrot. Sæbjörg var við gæzlu við Faxaflóa og grennd frá byrjun janúar til vertíðarloka og aftur um haustið til áramóta, en um miðsumarið var skipið á síldveiðisvæðinu norðanlands. Á árinu veitti Sæbjörg ýms- um fiskiskipum aðstoð í 49 skipti. Þá átti Sæbjörg þátt í, að 8 skip voru sektuð fyrir landhelgisbrot. María Jíilía kom til landsins 19. apríl og var við ýmsar rannsóknir í Faxaflóa í sam- handi við fyrirhugaða sementsverksmiðju í maí og júní og enn fremur við fiskirann- sóknir sunnan-, vestan- og norðanlands. Um síldveiðitímann var skipið enn við fiskirannsóknir allt í kring um landið, en eftir það til áramóta var skipið aðallega við gæzlu á Vestfjörðum. Veitti hún 6 fiski- hátum beina aðstoð á árinu og tók eitt skip fyrir landhelgisbrot. Faxaborg RE 126 (109 rúmlestir) var íeigð til landhelgisgæzlu fram í byrjun júní °g var þá ýmist til gæzlu við Vestfirði eða Faxaflóa. Á því tímabili veitti skipið 11 hátum beina aðstoð. Víkingur KE 87 (37 rúmlestir) var einn- ig leigður til landhelgisgæzlu frá því í byrj- un júni þar til um miðjan október. Á því tímabili veitti skipið 2 fiskibátum beina að- stoð og tók 3 slcip fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Hermóður, vitaskipið, var leigt til land- helgisgæzlu frá því í janúar og þar til um miðjan apríl og var aðallega við gæzlu í Faxaflóa. Hafði hann aðallega það verkefni að gæta veiðarfæra linubáta vestur af Reykjanesskaga á vertíðinni, en mikið var um ágang togaranna á mið línubátaflotans, °g því mikil nauðsyn á því að gæta veiðar- færanna eftir þvi sem föng voru á. Á tíma- bilinu veitti Hermóður 3 íiskibátum beina aðstoð. Hrafnkell NK 100 (91 rúmlest) var leigð- ur til gæzlu frá byrjun nóvember 1949 og 15. Skiptapar og slysfarir. Árið 1949 var eitt hið minnsta sjóslysa- ár, sem um getur hér við land. Á árinu 1950 varð hér mikil breyting á, því að þá var mikið um sjóslys og fórust alls 45 ís- lendingar, en árið áður hafði tala þeirra íslendinga, sem fórust af völdum sjóslysa, aðeins verið 12. Af þeim 45 sem fórust, drukknuðu 27 með skipum, 4 féllu útbyrðis í rúmsjó, 12 drukknuðu við land, en 2 dóu af slysförum á skipum. Þá fórust nokkrir erlendir sjómenn hér við land á árinu, en ekki er vitað örugglega um tölu þeirra. Skipatjón varð einnig óvenju mikið á árinu, og fórust alls 12 islenzk skip með ýmsum hætti. Var samanlögð rúmlestatala þeirra 1 338. 7 þessara skipa fórust á rúm- sjó, 3 strönduðu og 2 sulcku eftir árekstur við önnur skip. Aulc hinna íslenzku skipa var óvenju mikið um það, að erlend skip strönduðu eða færust hér við land á árinu og er talið, að alls hafi 7 skip að rúmlestatölu 12 275 far- izt á ýmsan hátt við strendur landsins. Voru 4 þessara slcipa frá Bretlandi, en 1 frá hverju eftirtalinna landi: Þýzklandi, Rúss- landi og Noregi. Mikið hefur verið unnið að því af hálfu Slysavarnafélagsins á undanförnum árum, að bæta aðstöðu til björgunar mannslífa úr sjávarháska og hefur áunnizt mikið í því efni. Samkvæmt upplýsingum Slysavarna- félagsins mun 159 mannslífum hafa verið bjargað úr sjávarháska á árinu 1950 og þar af 105 beint fyrir tilstilli og með tækjum Slysavarnafélagsins. fram í miðjan janúar 1950. Var báturinn við gæzlu i Faxaílóa fyrst, en síðar við Suður- og Austurland. Enn var nokkuð um það, að tundurdufla yrði vart við strendur landsins og einnig ralc á land nokkur dufl. Voru hafðir menn til þess sérstaklega að gera dufl þessi óvirk, en alls voru gerð óvirk á árinu 28 dufl, en einu dufli var sökkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.