Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 27

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 27
Æ G I R 235 aðist. En það fór þó svo, að jafnvel þær vonir brugðust með öllu. Alls voru 240 skip, sem þátt tóku í veiðunum, og voru þau með 235 nætur. Voru skipin 41 fleira en árið áður, en næturnar 37 fleiri. Sam- anlögð rúmlestatala þessa flota var 20 560, eða rúmlega 4 000 rúmlestum meira en ár- ið áður. Var meðalstærð skipanna því 86 rúmlestir, en það var 2 rúmlestum meira en Aærið hafði árið áður. Þessi aukning á meðalstærðinni stafaði m. a. af því, að nú voru fleiri togarar, sem stunduðu síldveið- ar en áður, og einnig fara skipin yfirleitt heldur stækkandi, ef nv bætast við. Tala skipverja var 3 209 eða tæplega 400 fleira en árið áður, en meðaltala skipverja á hvert skip var 13, og var það einum færra en ver- ið hafði árið áður. Stafar það af því, að hringnótaskipunum hefur farið fjölgandi, en herpinótaskipunum heldur fækkandi. Er það yfirleitt orðið svo, að flest skip und- ir 70 rúmlestum að stærð eru með hringnót, enda var tala þeirra 128 að þessu sinni, en tala herpinótaskipanna 112. Hafa hring- nótaskipin aldrei verið jafn mörg og að þessu sinni. Að venju fóru flest skipin til veiða í lok júnímánaðar og fyrstu dagana í júlí. Fyrsta síldin veiddist Tsíðasta dag júnímánaðar og þá austur við Langanes, en strax hinn 3.— •5. júlí var nokkur veiði, en þá voru enn til- tölulega fá skip komin á miðin. Á tíma- hilinu frá 6.—13. júli lá veiðin að mestu niðri og var þá aðeins um að ræða mjög smávægilegan afla hjá fáum skipum, en 14. Júlí fengu aftur nokkur skip síld. Var síðan aftur hlé á veiðinni í 2 daga, eða 15. og 16. júlí, en hinn 17. og allt til 20. júlí var nokkur veiði og þó sérstaklega 18. og 19. Júli, en láta mun nærri að um 15% af allri veiðinni yfir sumarið hafi veiðzt á þeim 2 dögum. Varð nú aftur hlé á veiðinni i því nær 2 daga, 21. og 22. júlí, en 23. var enn nokkur veiði og 24. júli var sennilega bezti afladagur sumarsins, en þá munu hafa veiðzt rúmlega 8% af öllum aflanum yfir veiðitimabilið. Sú aflahrota stóð þó stutt, og dagana 25.—27. júlí var aðeins lílilfjör- leg veiði, en hins vegar var 28. júlí sæmileg- ur veiðidagur miðað við það, sem annars var um sumarið. Um mánaðarmótin júli og ágúst, eða 31. júli, og allt fram í lok fyrstu viku ágústmánaðar var nokkur veiði, og var sú vika, eða nánar tiltekið vikan frá 30. júlí—5. ágúst, mesta veiðivika sumarsins, en þá komu á land 87 444 mál og tunnur, eða nærri því 27 % af aflanum yfir sumarið. Á tímabilinu frá 8.—11. ágúst var veiði aftur mjög treg, en hins vegar glæddist hún nokkuð 12. og 13. ágiist, en þeir dagar voru allsæmilegir, einkum hinn 13. Eftir það var veiðin mjög léleg og mátti heita því nær búin með öllu. Var ekki hægt að segja, að neitt veiddist á tímabilinu frá 16. til 31. ágúst. Hættu þá mjög mörg skip á því timabili og héldu heim eða til annarra veiða, aðallega reknetjaveiða við Suðvest- urland, en 1. september fengu nokkur skip síld, þó ekki væri það mikið, og saina gild- ir um 3. september, en eftir það var síld- veiðinni fyrir Norðurlandi með öllu lokið að þessu sinni. Af því, sem hér hefur sagt verið, er Ijóst, að meginveiðin stóð yfir síðari hluta júlí- mánaðar og framan af ágústmánuði, en á tímabilinu 17. júli til 7. ágúst mun láta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.