Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 6
214 Æ G I R á saltfiski fór lækkandi á árinu, en tilkostn- aður við framleiðsluna heldur hælckandi. Enda þótt það sé Ijóst af því, sem hér hefur verið sagt á undan, að breytingar þær, sem gerðar voru í sambandi við gengis- breytinguna, yrðu ekki eingöngu til góðs fyrir útveginn, þá fór þó ekki hjá því, þrátt fyrir erfiðleikana, sem að steðjuðu, að ým- islegt fylgdi breytingum þessum, sem varð til góðs fyrir útgerðina og fiskiðnaðinn og á þó sennilega eftir að vera enn meir til gagns þegar frá líður. Raunar má segja, að án gengislækkunarinnar hefði blasað við algert hrun sjávarútvegsins. Mönnum var orðið það löngu Ijóst í sam- bandi við fiskábyrgðina, að á henni voru ýmsir þeir agnúar, sem gátu orðið mjög hættulegir fyrir framleiðslu sjávarafurð- anna. Það vill jafnan verða svo, þegar menn fá tryggt verð fyrir framleiðsluna, að elcki sé gætt jafn mikillar hagsýni né vöruvönd- unar. Einnig er þá að mestu tekið frá fram- leiðendum hvöt til þess að leita að nýjum leiðum í framtíðinni, þar sem slíks ger- ist ekki þörf á meðan framleiðslan og verð- ið á henni eru ríkistryggð. Voru þessi ein- kenni farin að koma allgreinilega í ljós þó misjafnlega mikið væri í hinum einstöku greinum framleiðslunnar. Það var hins veg- ar greinilegt eftir að ríkisábyrgðin hafði verið afnumin, að breyting fór að verða á framleiðsluháttum og gæta fór meiri áhuga hjá framleiðendum á því að leita nýrra leiða um framleiðsluna og einnig að leita nýrra markaða. Að vísu tók það nokkurn tíma að átta sig á liinu breytta viðhorfi, en það var greinilegt, að áhrifin voru í þessa átt. Er ekki vafi á því, að sjávarútveginum er það hollara að standa algerlega á eigin fótum heldur en að þurfa að leita til ríkis- ins um styrk eða ábyrgð á framleiðslu og útflutningsverði. Helzt gætti þess í frystiiðnaðinum, að þar væri nokkur áhugi á því að leita nýrra leiða, og má þá sérstaklega nefna það, að á veg- um efnahagssamvinnustofnunarinnar í Washington var fenginn hingað til lands sér- fræðingur í ýmiss konar framleiðslu og sérstaklega að því er snerti fiskfrystingu. Dvaldi hann hér um nokkurra vikna skeið um vorið 1950 ásamt aðstoðarmönnum sín- um og gerði að því loknu ýmsar ábending- ar í sambandi við freðfiskframleiðsluna, bæði að því er snerti sjálfa framleiðsluna og einnig að því er snerti útbúnað hennar, sölu og útflutning. Varð af þessum athug- unum öllum æði mikið gagn, sem eftir á að koma fram, þótt síðar verði. Gengislækkunin og áhrif hennar gerðu það einnig að verkum, að unnt var að hefja, meðal annars fyrir áeggjan áðurnefndra sérfræðinga, veiði á lúðu til frystingar fyrir Bandaríkjamarlcað og varð það allþýðing- armikið þegar á árinu 1950, og síðar meir veiði á karfa á hinum nýju togurum til frystingar og útflutnings til Bandaríkj- anna. Var hér um upphaf þýðingarmikillar greinar frystiiðnaðarins að ræða, sem get- ur, er fram liða stundir, haft mjög mikla þýðingu bæði fyrir togarana, sem afla karfans, og einnig fyrir frystihúsin, sem vinna hann og ekki þó sízt fyrir þær veiði- stöðvar, þar sem vinnsla fer fram, en hún skapar mikla atvinnu fyrir fólkið i landinu. Að því er saltfiskframleiðsluna snertir þá var hafin bygging fjölmargra fiskþurrk- unarhúsa til þess á þann hátt að auka framleiðslu verkaðs fisks, en um allmörg undanfarin ár hefur meginhluti saltfiskfram- leiðslunnar verið fluttur út óverkaður. Er að sjálfsögðu æskilegast að unnt verði að verka sem allra mest af fiskinum í landinu áður en hann er fluttur út. Á þessu sviði var hér um nýjung að ræða að mestu leyti. þar sem fyrir styrjöldin, þegar meginhluti saltfisksins var fluttur út fullverkaður, var mjög lítið um húsþurrkun á fiski, en mest af fiskinum þurrkað úti. En það er ekki nægjanlegt að framleiðsl- an í landi sé endurskipulögð og gerð sem allra mest vélræn, þannig að kostnaðurinn verði sem allra lægstur, heldur er einnig mjög nauðsynlegt að fram fari sem allra víðtækastar og ítarlegastar athuganir á þvi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.