Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 36

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 36
2*4 Æ G I R b Saltsíldin. Meira var saltað af síld á árinu 1950 en nokkru ári öðru síðan fyrir styrjöldina, eða alls 187 269 tunnur. Meiri hluti þessarar síldar var þó ekki saltað norðanlands um sumarið hcldur við Suðurland og Faxa- flóa síðari hluta sumars og um haustið. Verður nánar komið að því síðar. Söltunin norðanlands varð 55 561 tunna, og var það verulega minna en verið hafði árið áður, en þá nam söltunin norðanlands 86 156 tunn- um. Ástæðan fyrir hinni minnkandi salt- síldarframleiðslu á Norðurlandi var að sjálfsögðu fyrst og fremst aflaleysið á ver- tíðinni og í öðru lagi það, að meginhluti aflans kom á land svo snemma vertíðar sem raun var á, eða áður en söltun hefst venju- lega. Einnig kom það til, að veiðin var nær eingöngu á austursvæðinu svo sem áður hefur verið getið, og orsakaði það erfiðleika á því að koma síldinni til þeirra staða, þ. e. aðallega á miðsvæðinu, þar sem bezt skil- yrði eru til að taka á móti henni til sölt- unar. Um 90% af síldinni, sem söltuð var norð- anlands, var hausskorin og slógdregin síld, en það er sú verkunaraðferð, sem orðin er langalgengust. Lítið var sykursaltað og kryddsaltað, eða 3 879 tunnur sykursaltað- ar og 1 582 tunnur kryddsaltaðar. Óvenju- lítið var sykursaltað og kryddsaltað að þessu sinni á Norðurlandi vegna þess, hversu veiðin brást síðari hluta vertíðar- innar. Enda þótt síld væri söltuð í 16 veiði- stöðvum á Norður- og Austurlandi, þá voru það þó tiltölulega fáar stöðvar, sem höfðu meginhluta framleiðslunnar. Mest var að vanda saltað á Siglufirði, alls 23 623 tunn- ur, eða sem svarar um 40% af allri þeirri síld, sem söltuð var á Norður- og Austur- landi um sumarið. Hluti Siglufjarðar var þó minni að þessu sinni en nokkru sinni fyrr vegna þess, hversu síldin veiddist aust- arlega, og var því tiltölulega meira saltað á Norðaustur- og Austurlandi en áður hef- ur verið. Utan Siglufjarðar var mest saltað á Raufarhöfn, 9 656 tunnur eða rúmlega 17% af heildarmagninu, en þar hefur ekki áður verið söltuð svo mikil síld. Nam sölt- unin á Raufarhöfn réttum 2 000 tunnum meira nú en árið áður. Næst kom Húsavík með 5 431 tunnu, sem var nokkru minna en verið hafði þar árið áður og að sjálf- sögðu af sömu ástæðu og með Siglufjörð. Hins vegar var nú í fyrsta skipti söltuð síld á Þórshöfn svo nokkru næmi, og var þar alls saltað i 4 614 tunnur. Var viðbúið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.