Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 17

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 17
Æ G I R 225 en auk þess var ákvarðað járn í allmörgum fiskum. Nánar verður vikið að þessum þætti rannsóknanna hér á eftir. í skilvinduvatni var ákveðin fita, en auk þess þurrefnis- uiagn í nokkrum tilfellum. Síldin var að langmestu leyti Faxaflóasíld, og var hún fyrst og fremst rannsökuð með tilliti til fitumagns, en auk þess voru framkvæmdar a henni lengdarmælingar og þyngdar- ákvarðanir. Sjálfstæðar rannsóknir. Rannsóknir á saltfiski og ráðgefandi störf í sambandi við saltfiskiðnað landsmanna, var tímafrek- ast allra sjálfstæðra verkefna rannsókna- stofunnar á árinu. Um 6 mánaða tíma mátti heita, að einn af starfsmönnum rann- sóknastofunnar væri upptekinn af að svara fyi'irspurnum og leggja á ráð um byggingu saltfiskþurrkara. Átti rannsóknastofan ^jhgan þátt í því, bvernig húsþurrkunar- Juál saltfiskiðnaðarins voru leyst. Eins og kunnugt er varð mikið vart salt- gulu í saltfiskframleiðslunni á árinu. Rannsóknastofan stofnaði til nokkurra til- rauna og rannsókna á salti til þess að kom- ast fyrir um uppruna gulunnar. Þótt Kandamenn hafi rakið gulu í saltfiski hjá sér til járninnilialds saltsins, fannst ekki meira járn í neinu sýnishorni af innfluttu salti en talið er að megi vera vegna hætt- unnar af gulu. Ekki fannst heldur neitt samband milli járninnihalds saltsins, sem inn var flutt og tíðni gulunnar. Hins vegar kom í Ijós, að calciummagn í salti, sem gulu olli, var yfirleitt lágt og stundum næstum ekkert (franskt salt), en það er í samræmi við gamla reynslu, að salt, sem snautt er af calcium og magnesium veldur gulum blæ á saltfiski. Á námskeiði fyrir fiskimatsmenn, sem fiskimatið hélt, var gerð tilraun til að kenna þáttakendum að áætla vatnsinnihald i saltfiski. Ákvarðaði rannsóknastofan vatns- og saltinnihald í miklum fjölda fiska fyrir fiskmatið í sambandi \ið þessa tilraun. Flest saltfisksýnishornin, sem talin eru upp hér að framan, voru af þessum uppruna. Rannsóknum þeim á efnahlutföllum nytjafislca og næringargildi þeirra, sem byrjað var á á fyrra ári, var haldið áfram á árinu. Tilraunum með vinnslu þorskalifrar var einnig haldið áfram á árinu. Var prófuð eftir föngum bræðsluaðferð, sem byggist á vakuumþurrkun lifrarinnar og eftirfarandi aðskilnaði lýsis og lifrarmagns. Virðist að- ferð þessi geta átt rétt á sér við viss skilyrði. Þá var prófað allýtarlega geymsluþol þorskalifrar og þorskalifrargrúts og áhrif ýmsra rotvarnarefna á geymsluþolið. Hvoru- tveggja þessum atriðum verða gerð nánari skil síðar. Stofnað var til allvíðtækra rannsókna á þorskgalli á árinu og gerðar tilraunir með söfnun þess og vinnslu. Framleitt var all- stórt sýnishorn af eimuðu galli í samvinnu \áð Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og það sent verksmiðju í Bandaríkjunum til próf- unar. Reyndist gallið mjög vel hæft til framleiðslu Cholinsýru, en mikill skortur er á því efni í heiminum. Verðlag á eimuðu þorskgalli með 75% af föstum efnum er sem stendur $ 4.00 per kg í Bandaríkjun- um, en það samsvarar ca kr. 10.00 per lítra af fersku galli. Til frádráttar þessari upp- hæð kemur vinnslukostnaður, umbúðir, flutningsgjöld o. fl. Athuganir þessar bentu til, að söfnun og vinnsla þorskgalls geti svarað kostnaði í stórum veiðistöðvum. Rannsóknastofan aðstoðaði síldar- og fiskmjölsverksmiðjur og lifrarbræðslur við rekstrareftirlit á árinu og annaðist auk þess margvísleg ráðgefandi störf fyrir litvegs- menn eins og endranær. Fiskideild Atvinnudeildar Háslcólans starfaði eins og undanfarið, og var aðal- áherzlan lögð á rannsókn helztu nytja- fiskanna, fyrst og fremst þorsks og síldar. Þetta ár varð að því leyti merkisár í sögu rannsóknanna, að þá bættist nýtt rannsókn- arskip „María Júlía“ í flotann, en um leið fengust betri skilyrði til rannsólcna á sjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.