Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1951, Side 17

Ægir - 01.09.1951, Side 17
Æ G I R 225 en auk þess var ákvarðað járn í allmörgum fiskum. Nánar verður vikið að þessum þætti rannsóknanna hér á eftir. í skilvinduvatni var ákveðin fita, en auk þess þurrefnis- uiagn í nokkrum tilfellum. Síldin var að langmestu leyti Faxaflóasíld, og var hún fyrst og fremst rannsökuð með tilliti til fitumagns, en auk þess voru framkvæmdar a henni lengdarmælingar og þyngdar- ákvarðanir. Sjálfstæðar rannsóknir. Rannsóknir á saltfiski og ráðgefandi störf í sambandi við saltfiskiðnað landsmanna, var tímafrek- ast allra sjálfstæðra verkefna rannsókna- stofunnar á árinu. Um 6 mánaða tíma mátti heita, að einn af starfsmönnum rann- sóknastofunnar væri upptekinn af að svara fyi'irspurnum og leggja á ráð um byggingu saltfiskþurrkara. Átti rannsóknastofan ^jhgan þátt í því, bvernig húsþurrkunar- Juál saltfiskiðnaðarins voru leyst. Eins og kunnugt er varð mikið vart salt- gulu í saltfiskframleiðslunni á árinu. Rannsóknastofan stofnaði til nokkurra til- rauna og rannsókna á salti til þess að kom- ast fyrir um uppruna gulunnar. Þótt Kandamenn hafi rakið gulu í saltfiski hjá sér til járninnilialds saltsins, fannst ekki meira járn í neinu sýnishorni af innfluttu salti en talið er að megi vera vegna hætt- unnar af gulu. Ekki fannst heldur neitt samband milli járninnihalds saltsins, sem inn var flutt og tíðni gulunnar. Hins vegar kom í Ijós, að calciummagn í salti, sem gulu olli, var yfirleitt lágt og stundum næstum ekkert (franskt salt), en það er í samræmi við gamla reynslu, að salt, sem snautt er af calcium og magnesium veldur gulum blæ á saltfiski. Á námskeiði fyrir fiskimatsmenn, sem fiskimatið hélt, var gerð tilraun til að kenna þáttakendum að áætla vatnsinnihald i saltfiski. Ákvarðaði rannsóknastofan vatns- og saltinnihald í miklum fjölda fiska fyrir fiskmatið í sambandi \ið þessa tilraun. Flest saltfisksýnishornin, sem talin eru upp hér að framan, voru af þessum uppruna. Rannsóknum þeim á efnahlutföllum nytjafislca og næringargildi þeirra, sem byrjað var á á fyrra ári, var haldið áfram á árinu. Tilraunum með vinnslu þorskalifrar var einnig haldið áfram á árinu. Var prófuð eftir föngum bræðsluaðferð, sem byggist á vakuumþurrkun lifrarinnar og eftirfarandi aðskilnaði lýsis og lifrarmagns. Virðist að- ferð þessi geta átt rétt á sér við viss skilyrði. Þá var prófað allýtarlega geymsluþol þorskalifrar og þorskalifrargrúts og áhrif ýmsra rotvarnarefna á geymsluþolið. Hvoru- tveggja þessum atriðum verða gerð nánari skil síðar. Stofnað var til allvíðtækra rannsókna á þorskgalli á árinu og gerðar tilraunir með söfnun þess og vinnslu. Framleitt var all- stórt sýnishorn af eimuðu galli í samvinnu \áð Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og það sent verksmiðju í Bandaríkjunum til próf- unar. Reyndist gallið mjög vel hæft til framleiðslu Cholinsýru, en mikill skortur er á því efni í heiminum. Verðlag á eimuðu þorskgalli með 75% af föstum efnum er sem stendur $ 4.00 per kg í Bandaríkjun- um, en það samsvarar ca kr. 10.00 per lítra af fersku galli. Til frádráttar þessari upp- hæð kemur vinnslukostnaður, umbúðir, flutningsgjöld o. fl. Athuganir þessar bentu til, að söfnun og vinnsla þorskgalls geti svarað kostnaði í stórum veiðistöðvum. Rannsóknastofan aðstoðaði síldar- og fiskmjölsverksmiðjur og lifrarbræðslur við rekstrareftirlit á árinu og annaðist auk þess margvísleg ráðgefandi störf fyrir litvegs- menn eins og endranær. Fiskideild Atvinnudeildar Háslcólans starfaði eins og undanfarið, og var aðal- áherzlan lögð á rannsókn helztu nytja- fiskanna, fyrst og fremst þorsks og síldar. Þetta ár varð að því leyti merkisár í sögu rannsóknanna, að þá bættist nýtt rannsókn- arskip „María Júlía“ í flotann, en um leið fengust betri skilyrði til rannsólcna á sjó

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.