Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 65

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 65
Æ G I R 273 hafa jafnan keypt nokkurt magn árlega, voru Danmörk og Svíþjóð svo og Vestur- Þýzkaland. Af pressuðum saltfiski var lítið flutt út eða aðeins um 56 smálestir og því nær allt til ítalíu, enda er það sá markaður, sem jafnan hefur telcið við slíkum fiski, þótt ekki hafi það verið mikið undanfarið. Saltfiskur flakaður í tunnum var fluttur út lítillega eða um 59 smálestir og nær allt til Hollands, en það er sá markaður, sem hefur tekið við næstum öllum þeim fislci undanfarin ár, en þó er hér um minna magn að ræða en oft hefur verið áður. Þegar sú aðferð var tekin upp við flökun fisks til frystingar að skera þunnildin af flakinu, var hrátt telcinn upp sá háttur að salta þunnildin og flytja þau þannig út. Hefur þessi framleiðsla verið allmikil nú um nokkur ár þó misjafnlega mikið frá ári til árs, en á árinu 1950 nam útflutning- ur af söltuðum þunnildum 792 smálestum, sem að visu var ekki nema tæplega V3 hluti af því, sem flutt hafði verið út árið 1949, en þá var útflutningurinn óvenju xnikill. Ítalía hefur verið sá markaður, sem jafn- aðarlega hefur tekið við mestum hluta þunnildanna og var svo einnig að þessu sinni, að þau voru svo að segja öll flutt út þangað. Á árinu 1950 var tekin upp i smáum stíl harðfiskverkun, sem legið hefur niðri um allmörg ár eða að mestu síðan fyrir stríð. Að þessu sinni var útflutningurinn yfir ár- ið 94 smálestir tæplega og fór þvínær all- ur til ítalíu, enda hefur það verið sá mark- aður, sem jafnaðarlega hefur tekið við niestum hluta harðfiskútflutningsins. Isfiskútflutningurinn varð nú aðeins rúmlega % af því, sem hann var árið áður, eða 28 380 smálestir á móti 119 776 smá- lestum. Nær allur ísfiskurinn fór til Bret- lands á árinu og var þó ekki nema tæplega helmingur þess rnagns, sem þangað hafði farið árið áður, eða 27 444 smál. Var það að mestu framan af árinu, á vertíðinni, að nokkrir togarar og einnig bátar sigldu með ísfisk til Bretlands, en markaðurinn þar var ótryggur og brást snemma, þannig að miklu minna varð úr þeim útflutningi en venjulega hefur verið. Til Þýzlcalands fór aðeins 621 smálest, en árið áður var flutt þangað 62 504 smálestir. Hafði að vísu ver- ið gerður samningur um sölu á isvörðum fiski til Þýzkalands á tímabilinu 1. ágúst til 15. nóvember, eða á þeim tíma, þegar síldveiðar Þjóðverja standa aðallega yfir og því helzt von til þess að markaðsverð á ferskum fiski sé það hátt, að unnt sé að selja hann þangað. Ekki kom þó til þess, að fiskur væri afgreiddur á þessu tímabili vegna togaraverkfallsins, sem stóð þá ein- mitt yfir. Hins vegar fóru 2 skip þangað um haustið að loknu verkfallinu, en ekki gaf það svo góða raun, að menn freystuð- ust til þess að senda þangað fleiri skip. Þá voru farnar 2 ferðir með ísvarðan fisk til Frakklands í febrúarmánuði, en miklir erfiðleikar voru á því að selja þann fisk og varð ekki meira úr því að svo stöddu. Á árinu 1949 hafði verið fluttur út meiri freðfiskur en nokkru sinni áður á einu ári, eða alls 36 197 smálestir. Á árinu 1950 var freðfiskframleiðslan aðeins um % af því, sem hún hafði verið á árinu 1949 og því eðlilegt, að útflutningurinn væri töluvert minni, enda varð sú raunin, að hann varð rúmlega helmingur af því, sem hann hafði verið 1949, eða 18 765 smálestir alls. Mikil breyting varð hins vegar á því, hvert fisk- urinn var seldur og sú mest, að Bandaríkin voru nú langstærsti kaupandinn, og fóru þangað 7 409 smálestir, en árið áður hafði verið flutt út þangað aðeins 2 480 smálestir. Mátti segja, að það væri sá eini markaður, þar sem salan á fiskinum gekk greiðlega og fór stöðugt vaxandi. Var einnig nú í fyrsta sinn framleitt og selt þangað tölu- vert magn af karfa, sem togararnir höfðu veitt, en markaður fyrir þann fisk í Bandarílcjunum hefur verið góður og von til þess, að svo verði áfram. Hins vegar var flutt til Bretlands aðeins 1 798 smálestir, og var það ekki hluti þess, sem þangað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.