Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 63

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 63
Æ G I R 271 sjálfsögðu af því tvennu, að togaraverk- fallið dró úr framleiðslu togaranna og þar af leiðanda útflutningi afurða frá þorsk- veiðunum og einnig hinu, að saltsíldarfram- leiðslan varð mun meiri en áður, og þar af leiðandi verðmæti síldarafurðanna meira. Afurðir frá síldveiðunum voru um 22.1% á móti 13.8% árið áður, og er þar um tölu- verða aukningu að ræða. Hins vegar er hluti síldarafurðanna óeðlilega lítill miðað við það, sem vera ætti, ef allt væri eðlilegt, þar sem síldarvertíðin brást svo mjög sem raun varð á um sumarið 1950, og útflutningur síldarlýsis og síldarmjöls og einnig salt- síldar var mun minni en ella hefði orðið. Afurðir frá hvalveiðum eiga nú orðið nokkurn hlut í útflutningnum og fer hann vaxandi. Á árinu 1950 var það 3.1% á móti 2.3% árið áður. Hefur hluti hvalafurðanna i útflutningnum farið vaxandi frá því fyrsta. Á árinu 1950 voru fluttar út islenzkar sjávarafurðir til alls 32 landa. Allverulegar breytingar hafa orðið á hlutföllum land- anna innbyrðis í útflutningnum, sem stafar að sjálfsögðu af þeim breytingum, sem urðu á útflutningnum á árinu, þ. e. a. s. þeim breytingum innbyrðis á milli afurða- flokkanna, er áður hefur verið getið. Mest- ur var útflutningurinn til Hollands að þessu sinni, eða 14.5% af öllum útflutningnum, og var þar aðallega um að ræða útflutning á þorskalýsi, fislcmjöli og freðfiski. Árið áður hafði hluti Hollands aðeins verið 4.2% af útflutningi sjávarafurða. Næst í röðinni konru svo Bandaríkin með 12.6%, og var það meira en tvöföldun á hlutfallstölu þess lands árið 1949. Var þar aðallega um að ræða milda aukningu á útflutningi freð- fisks, sem varð eftir gengislækkunina. Bretland, sem hafði verið langhæsta landið hvað útflutning snerti árið 1949, var nú 3. í röðinni með 12.3%, og var það ekki nema rúmlega % hluti af því, sem það hafði verið árið áður. Þessi lækkun stafar að sjálf- sögðu fyrst og fremst af því, hversu útflutn- ingur á ísvörðum fiski minnkaði mjög á árinu, og átti togaraverkfallið nokkurn þátt í því, en lélegar markaðshorfur í Bretlandi einnig sinn þátt. Einnig hafði verið sarnið um sölu á allverulegu magni af sildarlýsi til Bretlands, en vegna þess hversu síldveið- arnar brugðust varð lítið úr afgreiðslu þess. Þá kom Ítalía með 8.4% á móti 5.4% árið áður og var þar aðallega eða nær ein- göngu um að ræða saltfisk, sem þangað var fluttur. Sviþjóð var með 7.7%, sem er mjög mikil aukning frá árinu áður, en þá nam hluti Svíþjóðar aðeins 1.6% af útflutningn- um. Aukningin stafaði fyrst og fremst af mikilli aukningu á útflutningi saltsíldar, sem unnt var að afgreiða upp í samninga, sem gerðir höfðu verið við Svía vegna þess, hversu mikið veiddist i Faxaflóa og við Suðurland um haustið. Grikkland var með 5.5% af útflutningnum, sem einnig var töluverð aukning frá árinu áður, en þá var hluti Grikklands 3.4%. Er þar eingöngu um að ræða saltfisk óverkaðan, sem þangað er seldur. Mest breyting var þó á útflutn- ingnum til Þýzkalands, en árið 1949 hafði hluti Þýzltalands verið 23.7%, en varð ár- ið 1950 aðeins 5.4%. Þessi mikla lækkun stafaði auðvitað fyrst og fremst af því, að ísfiskútflutningur varð nú sama sem eng- inn til Þýzkalands, en hafði árið áður verið mjög mikill. Að vísu hafði verið gerður samningur um útflutning á ísvörðum fislci til Þýzkalands, en hann var ekki fram- kvæmdur vegna togaraverkfallsins. Þá var Finnland með 4.4% af útflutningnum, og var það einnig töluverð aukning frá árinu áður, en þá var hluti Finnlands 2.6%. Aðal- lega var þar um að ræða saltsíld. Hluti Pól- lands í útflutningnum jókst einnig töluvert, eða úr 2.4% í 4.4%, og var þar einnig aðal- lega um að ræða saltsíld svo og freðfisk og lýsi. Hins vegar læklcaði nú nokkuð hluti Tékkóslóvakíu eða úr 4.7% í 4% 1950, en nokkrir erfiðleikar voru á viðskiptum við það land. Spánn var nú nýtt viðskiptaland og þangað fór um 3% af útflutningnum. Hefur ekki verið um að ræða neinn út- flutning til Spánar síðan fyrir styrjöldina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.