Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1951, Page 63

Ægir - 01.09.1951, Page 63
Æ G I R 271 sjálfsögðu af því tvennu, að togaraverk- fallið dró úr framleiðslu togaranna og þar af leiðanda útflutningi afurða frá þorsk- veiðunum og einnig hinu, að saltsíldarfram- leiðslan varð mun meiri en áður, og þar af leiðandi verðmæti síldarafurðanna meira. Afurðir frá síldveiðunum voru um 22.1% á móti 13.8% árið áður, og er þar um tölu- verða aukningu að ræða. Hins vegar er hluti síldarafurðanna óeðlilega lítill miðað við það, sem vera ætti, ef allt væri eðlilegt, þar sem síldarvertíðin brást svo mjög sem raun varð á um sumarið 1950, og útflutningur síldarlýsis og síldarmjöls og einnig salt- síldar var mun minni en ella hefði orðið. Afurðir frá hvalveiðum eiga nú orðið nokkurn hlut í útflutningnum og fer hann vaxandi. Á árinu 1950 var það 3.1% á móti 2.3% árið áður. Hefur hluti hvalafurðanna i útflutningnum farið vaxandi frá því fyrsta. Á árinu 1950 voru fluttar út islenzkar sjávarafurðir til alls 32 landa. Allverulegar breytingar hafa orðið á hlutföllum land- anna innbyrðis í útflutningnum, sem stafar að sjálfsögðu af þeim breytingum, sem urðu á útflutningnum á árinu, þ. e. a. s. þeim breytingum innbyrðis á milli afurða- flokkanna, er áður hefur verið getið. Mest- ur var útflutningurinn til Hollands að þessu sinni, eða 14.5% af öllum útflutningnum, og var þar aðallega um að ræða útflutning á þorskalýsi, fislcmjöli og freðfiski. Árið áður hafði hluti Hollands aðeins verið 4.2% af útflutningi sjávarafurða. Næst í röðinni konru svo Bandaríkin með 12.6%, og var það meira en tvöföldun á hlutfallstölu þess lands árið 1949. Var þar aðallega um að ræða milda aukningu á útflutningi freð- fisks, sem varð eftir gengislækkunina. Bretland, sem hafði verið langhæsta landið hvað útflutning snerti árið 1949, var nú 3. í röðinni með 12.3%, og var það ekki nema rúmlega % hluti af því, sem það hafði verið árið áður. Þessi lækkun stafar að sjálf- sögðu fyrst og fremst af því, hversu útflutn- ingur á ísvörðum fiski minnkaði mjög á árinu, og átti togaraverkfallið nokkurn þátt í því, en lélegar markaðshorfur í Bretlandi einnig sinn þátt. Einnig hafði verið sarnið um sölu á allverulegu magni af sildarlýsi til Bretlands, en vegna þess hversu síldveið- arnar brugðust varð lítið úr afgreiðslu þess. Þá kom Ítalía með 8.4% á móti 5.4% árið áður og var þar aðallega eða nær ein- göngu um að ræða saltfisk, sem þangað var fluttur. Sviþjóð var með 7.7%, sem er mjög mikil aukning frá árinu áður, en þá nam hluti Svíþjóðar aðeins 1.6% af útflutningn- um. Aukningin stafaði fyrst og fremst af mikilli aukningu á útflutningi saltsíldar, sem unnt var að afgreiða upp í samninga, sem gerðir höfðu verið við Svía vegna þess, hversu mikið veiddist i Faxaflóa og við Suðurland um haustið. Grikkland var með 5.5% af útflutningnum, sem einnig var töluverð aukning frá árinu áður, en þá var hluti Grikklands 3.4%. Er þar eingöngu um að ræða saltfisk óverkaðan, sem þangað er seldur. Mest breyting var þó á útflutn- ingnum til Þýzkalands, en árið 1949 hafði hluti Þýzltalands verið 23.7%, en varð ár- ið 1950 aðeins 5.4%. Þessi mikla lækkun stafaði auðvitað fyrst og fremst af því, að ísfiskútflutningur varð nú sama sem eng- inn til Þýzkalands, en hafði árið áður verið mjög mikill. Að vísu hafði verið gerður samningur um útflutning á ísvörðum fislci til Þýzkalands, en hann var ekki fram- kvæmdur vegna togaraverkfallsins. Þá var Finnland með 4.4% af útflutningnum, og var það einnig töluverð aukning frá árinu áður, en þá var hluti Finnlands 2.6%. Aðal- lega var þar um að ræða saltsíld. Hluti Pól- lands í útflutningnum jókst einnig töluvert, eða úr 2.4% í 4.4%, og var þar einnig aðal- lega um að ræða saltsíld svo og freðfisk og lýsi. Hins vegar læklcaði nú nokkuð hluti Tékkóslóvakíu eða úr 4.7% í 4% 1950, en nokkrir erfiðleikar voru á viðskiptum við það land. Spánn var nú nýtt viðskiptaland og þangað fór um 3% af útflutningnum. Hefur ekki verið um að ræða neinn út- flutning til Spánar síðan fyrir styrjöldina

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.