Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1951, Page 6

Ægir - 01.09.1951, Page 6
214 Æ G I R á saltfiski fór lækkandi á árinu, en tilkostn- aður við framleiðsluna heldur hælckandi. Enda þótt það sé Ijóst af því, sem hér hefur verið sagt á undan, að breytingar þær, sem gerðar voru í sambandi við gengis- breytinguna, yrðu ekki eingöngu til góðs fyrir útveginn, þá fór þó ekki hjá því, þrátt fyrir erfiðleikana, sem að steðjuðu, að ým- islegt fylgdi breytingum þessum, sem varð til góðs fyrir útgerðina og fiskiðnaðinn og á þó sennilega eftir að vera enn meir til gagns þegar frá líður. Raunar má segja, að án gengislækkunarinnar hefði blasað við algert hrun sjávarútvegsins. Mönnum var orðið það löngu Ijóst í sam- bandi við fiskábyrgðina, að á henni voru ýmsir þeir agnúar, sem gátu orðið mjög hættulegir fyrir framleiðslu sjávarafurð- anna. Það vill jafnan verða svo, þegar menn fá tryggt verð fyrir framleiðsluna, að elcki sé gætt jafn mikillar hagsýni né vöruvönd- unar. Einnig er þá að mestu tekið frá fram- leiðendum hvöt til þess að leita að nýjum leiðum í framtíðinni, þar sem slíks ger- ist ekki þörf á meðan framleiðslan og verð- ið á henni eru ríkistryggð. Voru þessi ein- kenni farin að koma allgreinilega í ljós þó misjafnlega mikið væri í hinum einstöku greinum framleiðslunnar. Það var hins veg- ar greinilegt eftir að ríkisábyrgðin hafði verið afnumin, að breyting fór að verða á framleiðsluháttum og gæta fór meiri áhuga hjá framleiðendum á því að leita nýrra leiða um framleiðsluna og einnig að leita nýrra markaða. Að vísu tók það nokkurn tíma að átta sig á liinu breytta viðhorfi, en það var greinilegt, að áhrifin voru í þessa átt. Er ekki vafi á því, að sjávarútveginum er það hollara að standa algerlega á eigin fótum heldur en að þurfa að leita til ríkis- ins um styrk eða ábyrgð á framleiðslu og útflutningsverði. Helzt gætti þess í frystiiðnaðinum, að þar væri nokkur áhugi á því að leita nýrra leiða, og má þá sérstaklega nefna það, að á veg- um efnahagssamvinnustofnunarinnar í Washington var fenginn hingað til lands sér- fræðingur í ýmiss konar framleiðslu og sérstaklega að því er snerti fiskfrystingu. Dvaldi hann hér um nokkurra vikna skeið um vorið 1950 ásamt aðstoðarmönnum sín- um og gerði að því loknu ýmsar ábending- ar í sambandi við freðfiskframleiðsluna, bæði að því er snerti sjálfa framleiðsluna og einnig að því er snerti útbúnað hennar, sölu og útflutning. Varð af þessum athug- unum öllum æði mikið gagn, sem eftir á að koma fram, þótt síðar verði. Gengislækkunin og áhrif hennar gerðu það einnig að verkum, að unnt var að hefja, meðal annars fyrir áeggjan áðurnefndra sérfræðinga, veiði á lúðu til frystingar fyrir Bandaríkjamarlcað og varð það allþýðing- armikið þegar á árinu 1950, og síðar meir veiði á karfa á hinum nýju togurum til frystingar og útflutnings til Bandaríkj- anna. Var hér um upphaf þýðingarmikillar greinar frystiiðnaðarins að ræða, sem get- ur, er fram liða stundir, haft mjög mikla þýðingu bæði fyrir togarana, sem afla karfans, og einnig fyrir frystihúsin, sem vinna hann og ekki þó sízt fyrir þær veiði- stöðvar, þar sem vinnsla fer fram, en hún skapar mikla atvinnu fyrir fólkið i landinu. Að því er saltfiskframleiðsluna snertir þá var hafin bygging fjölmargra fiskþurrk- unarhúsa til þess á þann hátt að auka framleiðslu verkaðs fisks, en um allmörg undanfarin ár hefur meginhluti saltfiskfram- leiðslunnar verið fluttur út óverkaður. Er að sjálfsögðu æskilegast að unnt verði að verka sem allra mest af fiskinum í landinu áður en hann er fluttur út. Á þessu sviði var hér um nýjung að ræða að mestu leyti. þar sem fyrir styrjöldin, þegar meginhluti saltfisksins var fluttur út fullverkaður, var mjög lítið um húsþurrkun á fiski, en mest af fiskinum þurrkað úti. En það er ekki nægjanlegt að framleiðsl- an í landi sé endurskipulögð og gerð sem allra mest vélræn, þannig að kostnaðurinn verði sem allra lægstur, heldur er einnig mjög nauðsynlegt að fram fari sem allra víðtækastar og ítarlegastar athuganir á þvi

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.