Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1951, Page 27

Ægir - 01.09.1951, Page 27
Æ G I R 235 aðist. En það fór þó svo, að jafnvel þær vonir brugðust með öllu. Alls voru 240 skip, sem þátt tóku í veiðunum, og voru þau með 235 nætur. Voru skipin 41 fleira en árið áður, en næturnar 37 fleiri. Sam- anlögð rúmlestatala þessa flota var 20 560, eða rúmlega 4 000 rúmlestum meira en ár- ið áður. Var meðalstærð skipanna því 86 rúmlestir, en það var 2 rúmlestum meira en Aærið hafði árið áður. Þessi aukning á meðalstærðinni stafaði m. a. af því, að nú voru fleiri togarar, sem stunduðu síldveið- ar en áður, og einnig fara skipin yfirleitt heldur stækkandi, ef nv bætast við. Tala skipverja var 3 209 eða tæplega 400 fleira en árið áður, en meðaltala skipverja á hvert skip var 13, og var það einum færra en ver- ið hafði árið áður. Stafar það af því, að hringnótaskipunum hefur farið fjölgandi, en herpinótaskipunum heldur fækkandi. Er það yfirleitt orðið svo, að flest skip und- ir 70 rúmlestum að stærð eru með hringnót, enda var tala þeirra 128 að þessu sinni, en tala herpinótaskipanna 112. Hafa hring- nótaskipin aldrei verið jafn mörg og að þessu sinni. Að venju fóru flest skipin til veiða í lok júnímánaðar og fyrstu dagana í júlí. Fyrsta síldin veiddist Tsíðasta dag júnímánaðar og þá austur við Langanes, en strax hinn 3.— •5. júlí var nokkur veiði, en þá voru enn til- tölulega fá skip komin á miðin. Á tíma- hilinu frá 6.—13. júli lá veiðin að mestu niðri og var þá aðeins um að ræða mjög smávægilegan afla hjá fáum skipum, en 14. Júlí fengu aftur nokkur skip síld. Var síðan aftur hlé á veiðinni í 2 daga, eða 15. og 16. júlí, en hinn 17. og allt til 20. júlí var nokkur veiði og þó sérstaklega 18. og 19. Júli, en láta mun nærri að um 15% af allri veiðinni yfir sumarið hafi veiðzt á þeim 2 dögum. Varð nú aftur hlé á veiðinni i því nær 2 daga, 21. og 22. júlí, en 23. var enn nokkur veiði og 24. júli var sennilega bezti afladagur sumarsins, en þá munu hafa veiðzt rúmlega 8% af öllum aflanum yfir veiðitimabilið. Sú aflahrota stóð þó stutt, og dagana 25.—27. júlí var aðeins lílilfjör- leg veiði, en hins vegar var 28. júlí sæmileg- ur veiðidagur miðað við það, sem annars var um sumarið. Um mánaðarmótin júli og ágúst, eða 31. júli, og allt fram í lok fyrstu viku ágústmánaðar var nokkur veiði, og var sú vika, eða nánar tiltekið vikan frá 30. júlí—5. ágúst, mesta veiðivika sumarsins, en þá komu á land 87 444 mál og tunnur, eða nærri því 27 % af aflanum yfir sumarið. Á tímabilinu frá 8.—11. ágúst var veiði aftur mjög treg, en hins vegar glæddist hún nokkuð 12. og 13. ágiist, en þeir dagar voru allsæmilegir, einkum hinn 13. Eftir það var veiðin mjög léleg og mátti heita því nær búin með öllu. Var ekki hægt að segja, að neitt veiddist á tímabilinu frá 16. til 31. ágúst. Hættu þá mjög mörg skip á því timabili og héldu heim eða til annarra veiða, aðallega reknetjaveiða við Suðvest- urland, en 1. september fengu nokkur skip síld, þó ekki væri það mikið, og saina gild- ir um 3. september, en eftir það var síld- veiðinni fyrir Norðurlandi með öllu lokið að þessu sinni. Af því, sem hér hefur sagt verið, er Ijóst, að meginveiðin stóð yfir síðari hluta júlí- mánaðar og framan af ágústmánuði, en á tímabilinu 17. júli til 7. ágúst mun láta

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.