Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 14
222
Æ G I R
Þýzkalandsmarkað svo sem kunnugt er og
SÓttust því eftir ufsa fyrir þann markað,
þar sem hann er þar eftirsóttur. Af ufsa-
aflanum voru hins vegar að þessu sinni nær
9 000 smálestir, sem aflað var af síldveiði-
flotanum um sumarið, en mikil ufsagengd
var á venjulegum síldarmiðum við Norður-
land i ágúst og fram í september. Var ufs-
inn veiddur þar með herpinót eða hringnót
eins og um síld væri að ræða og allur settur
í verksmiðjur til vinnslu þar. Steinbíts-
aflinn var nú óvenju lítill borið saman
við það, sem verið hafði 2—3 undan-
farin ár, og mátti heita, að steinbítsveiði
brigðist mjög á þeim tíma og þeim miðum,
sem hann annars veiðist að jafnaði á. Nam
steinbítsaflinn ekki 40% af því sem verið
hafði árið áður, eða alls um 5 510 smálestir
á móti 13 418. Var hluti steinbítsins í heild-
araflanum aðeins 1.5%. Þá er lolcs að geta
flatfiskanna, en hluti þeirra í heildarafl-
anum varð nú aðeins 1.2% á móti 2.4%
árið áður, og er hér sama ástæðan og þá
getið var um ýsuna, að ísfiskveiðar voru
nú miklu minni en áður og því afli togar-
anna af þessum fisktegundum mun minni.
Hins vegar var aflinn af heilagfiski meiri
en ella hefði orðið vegna þess, að nokkrir
bátar stunduðu sérstaklega heilagfiski-
veiðar nokkurn tíma um vorið. Síldaraflinn
dreifðist nú yfir óvenju langt tímabil, sem
stafaði af því, hversu síldveiðin fyrir Norð-
urlandi brást og hins vegar af því, hversu
veiðin í reknet við Suðurland var góð síðari
hluta sumars og um haustið. Ágústmánuð-
ur var sá mánuður, sem mest sild kom á
Iand eða 31.2% af heildarinagninu yfir árið.
Hins vegar lcomu rúmlega % hlutar alls
aflans á land á tímabilinu júlí til septem-
ber eða á meðan sumarsíldveiðarnar stóðu
yfir, en þar af var þó aflinn fyrir Norður-
landi og Norðausturlandi ekki nema helm-
ingur alls aflans, sem á land kom yfir árið.
í október varð aflinn hins vegar ekki mik-
ill, eða um 5.7% af heildaraflamagninu og
um 3 400 smálestir, enda var tíð þá stirð,
einkum síðari hluta mánaðarins, og margir
bátar urðu að liætta reknetjaveiðum þess
vegna. Hins vegar lifnaði allmikið yfir veið-
unum aftur i nóvember, og veiddust þa
7 408 smálestir, eða 12.3% af heUdaraflan-
um, og er það óvenjulegt að svo milcið veið-
ist á þeim tíma. Eftir það fór veiðin allinik-
ið minnkandi, og var meginhluti þess, sem
veiddist eftir þann tíma eða i desember-
mánuði, smásild. Þó stunduðu noldcrir bát-
ar reknetjaveiðar fram í desember, og öfl-
uðu sumir sæmilega.
Skipting aflans á þorskveiðunum eftir
mánuðum var einnig allfrábrugðin því, seni
verið hefur undanfarið, en ástæðan var að
sjálfsögðu togaraverkfallið. Gerði það að
verkum, að tiltölulega meiri hluti aflans
kom á fyrra hluta ársins en venjulegt er,
eða á vetrarvertíðina 57.8% á móti 53% ár-
ið áður. Að venju er apríl aflahæsti mán-
uðurinn, og var svo einnig að þessu sinni,
en þá lcomu á land 18% af öllum aflanum
á þorskveiðunum eða nær 55 000 smálestir,
og er það nokkru meira en verið hefur und-
anfarin ár. Á meðan á togaraverkfallinu
stóð, var aflinn á þorskveiðunum mjög lít-
ill, enda eru þá ekki mikið stundaðar þorsk-
veiðar af bátum, þar sem meginhluti báta-
flotans er á sildveiðum um það leyti. Þegar
verkfallinu var lokið í nóvember og togara-
flotinn fór til veiða, gætti þess allmjög í
aflamagninu, og var desember hlutfallslega
hæsti aflamánuður eftir að vetrarvertíðinni
lauk, en þá kom á land 7.9% af heildarafl-
anum á þorskveiðunum yfir árið.
Veiðitímabil hinna einstöku fisktegunda
eru að sjálfsögðu nokkuð misjöfn, þótt
flestar þeirra séu veiddar mestmegnis á
vetrarvertíðinni. Gildir það t. d. um þorsk,
ýsu, löngu og jafnaðarlega um ufsa, þótt
ekki væri það að þessu sinni. Um % af
þorskaflanum komu á land á vetrarvertið-
inni eða á tímabilinu janúar til maí, og var
það hlutfallslega meira en áður og stafaði
af þvi, að togararnir voru ekki gerðir út
um sumarið og fram á haustið vegna verk-
fallsins og afla þeirra gætti því lítið þann
tíma. Um ýsuna er svipað að segja, að meira