Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 9
ÆGIR — AFMÆLISRIT
7
að mestu að eyðileggja stofninn og sjást
þess merki enn þann dag í dag.
Um svipað leyti hófu Normenn hval-
veiðar frá fleiri stöðum í senn. Fyrst á
Vestfjörðum og síðar á Austurlandi, með
mörgum skotbátum. Þessi veiði var rekin
í nærfellt 30 ár með góðum hagnaði þar
til veiðin borgaði sig ekki lengur.
Á árunum kringum síðustu aldamót,
tókst Englendingum með togurum sínum,
er þá voru nýkomnir til sögunnar, að tæma
flóa og víkur landsins af hinni verðmæt-
ustu fisktegund — skarkolanum — er
aldrei hafði verið veiddur áður svo telj-
andi væri. Kolaafli Englendinga var næstu
árin geysimikill, svo nema mun mörgum
milljónum króna, svo eftir fá ár var afl-
inn þrotinn og hefur verið örlítill síðan.
Hér eni það útlendir fiskimenn, er ger-
eyðileggja tvær hinar verðmætustu fisk-
tegundir við landið, luÓuna og kolann.
Á tímabilinu frá 1880 til 1930, eða nær-
fellt 50 ár, stunduðu Norðmenn síldveið-
ar hér við land bæði á fjörðum inni og
við strendurnar og höfðu söltunarstöðvar.
Svona má lengi telja. En hér skal staðar
nema.
I heimsstyrjöldinni fyrir 1914—18, og
eins í hinni síðari 1939—45, varð hlé á
fiskveiðum erlendra þjóða við landið. Þá
voru það einkum Bretar er fengu allan
þann fisk er íslendingar gátu framleitt,
og voru mjög þakklátir fyrir. En strax
við lok ófriðarins 1945 byrjuðu Bretar aft-
ur fiskveiðar sínar við ísland, en bönn-
uðu jafnframt íslendingum að selja fisk
sinn í Englandi eins og þeir höfðu gert
áður um áratugi. Þetta þótti Islendingum
óréttlátt eins og von var. En nú mun
banni þessu aflétt fyrir skömmu.
Snemma í síðasta ófriði flúðu Englend-
ingar með eina flotadeild sína til íslands
af ótta við loftárásir Þjóðverja. Þeir völdu
Hvalfjörð fyrir flotastöð. Eftir 2 ár fóru
þeir á brott. Hvort um nokkurt endur-
gjald hefur verið að ræða í þessu tilfelli
er mér ókunnugt.
En svo komu Amerikanar og tóku Kefla-
vik sem flugvöll og herstöövar og síðar
fleiri landsvæði á Norður- og Austurlandi.
Maður skyldi ætla að fyrir öll þessi fríð-
indi kæmi ríflegt endurgjald, þar sem í
hlut eiga annars vegar fátæk smáþjóð, en
hins vegar ríkasta stórveldi heimsins —
Bandaríkin. En því miður er ekki slíku að
fagna. Samkvæmt varnarsamningnum
milli íslands og Bandarikjanna frá 1951,
sem enn er í gildi, og ég hefi séð, lætur
Island Bandaríkjunum í té öll þau land-
svæði sem þeir hafa til afnota endur-
gjaldslaust. Auk þess greiða þeir enga
tolla eða innflutningsgjöld af öllum þeim
ógrynnum af vörum og verðmætum sem
þeir árlega flytja til landsins.
Eins og að framan greinir eru fiski-
miðin við landið gersópuð af erlendum
fiskimönnum. Auk þess er landið í hers-
höndum.
Ég hefi hér að framan viljað benda á,
og fært fram mörg dæmi þess að ísland
hefir gegnum aldirnar látið af hendi við
erlendar þjóðir ómetanleg verðmæti án
nokkurs endurgjalds. Engin smáþjóð hef-
ir ráð á slíku.
Þetta eru íhugunarverð atriði að mínu
áliti.
Ritstjóranum, Ægi og Fiskifélaginu
óska ég góðs gengis í framtíð.
Með beztu kveðju.
Matth. Þórðarson.
Janúar 1958.