Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 11

Ægir - 15.12.1959, Page 11
ÆGIR — AFMÆLISRIT 9 Fimmtíu er langt skeið á aldurskvarða ís- lenzkra tímarita, og geta þó íslend- ingar af því státað að halda úti elzta tíma- riti á Norðurlöndum. En að sönnu er aldur ekki einhlítur til viðmiðunar, því að í þessu efni gildir hið sama og um mann- skepnuna, að „oft dó áttræður og aldrei hafði tvítugsmanns fyrir tær stigið“. Síra Oddur V. Gíslason hóf áróður sinn fyrir endurbótum í sjávarútgerð, þá er kviknað hafði meðhaldsfall í íslenzku þjóðlífi. Hann prédikaði linnulaust í stólnum, verbúðinni og vörinni. alls stað- ar, þar sem einhvern var við að tala, um gagnsemi nýrra tækja og nýrra aðferða í sambandi við fiskveiðar. En víða var heyrnin dauf og hugur lokaður, þegar um það var að ræða að leggja fyrir róða muni og háttu, sem stuðzt hafði verið við í langan aldur, en lúta nýjum í þess stað. Þegar Reykvíkingar fylltu stóra salinn í Glasgow til þess að stíga þar dans, varð síra Oddur að láta sér lynda, að prédika í öðru samkomuhúsi yfir örfáum sálum um lífsbjargarefni höfuðstaðarbúa. — „Fiskveiðimál" síra Odds máttu heita eins konar tímarit. Þau komu út á ár- unulm 1887—1890, og þar með var þeirra ganga þrotin. „Sæbjörg" hans, fyrsta blaðið, seni fjallaði nærri einfarið um sjómennsku og fiskveiðar, hjarði af eitt ár. Eftir það var öll saga síra Odds í annaiTÍ heimsálfu. En þrátt fyrir það verður ekki hjá því komizt, hvorki í nú- tíð né framtíð, að skipa honum til sætis meðal endurreisnarmanna í íslenzkri fiskveiðasögu. „Sæbjörg" og „Fiskveiði- mál“ tryggja honum þar sess þrátt fyrir skamman aldur. Nú er nýlátinn úti í Danmörku Islend- ingur, sem átti það tvennt sammerkt með síra Oddi V. Gíslasyni, að dvelja meira en helft ævi sinnar á erlendri grund og vinna sér eigi að síður varanlegan þegn- rétt í ísl. fiskveiðisögu. Matthías Þórðar- son frá Móum var mikill áhugamaður um gengi ísl. sjávarútvegs, og var hann þó fjær því en flestir landar hans aðrir að binda sig við landamörk, þá er hann ræddi eða ritaði um fiskveiðar. Hann leit á gagnsmuni hafsins frá víðfeðmara sjón- armiði en tíðkast um leikmenn, enda hafði hann víða farið og margt lesið sér til halds í þessum efnum fyrr og síðar. Og sú kostafylgja ættmenna hans, að vera brennandi í andanum, vék aldrei frá honum. Matthías reit margt vel um sjávarút- vegsmál, blaðagreinar, ritgerðir og stórar bækur. Sumt af því mun lengi minna á hann, en fastlega segir mér hugur um, að lengst verði hans við getið í sambandi við þetta rit. Hann reyndist því skiln- ingsríkur og umhyggjusamur faðir, með- an það sleit barnsskónum, og mun ekki örgrannt, að það hafi notið þess í ein- hverju alla tíð. Á þeim 54 árum, sem liðin eru síðan Ægir heilsaði löndum sínum fyrst, hafa slíkar breytingar orðið í íslenzku þjóð- lífi, að skilin verður að reikna í öldum. oCú&uil ~ JCriiliánSion Árnaðarkveðja ar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.