Ægir - 15.12.1959, Síða 11
ÆGIR — AFMÆLISRIT
9
Fimmtíu
er langt skeið á
aldurskvarða ís-
lenzkra tímarita,
og geta þó íslend-
ingar af því státað að halda úti elzta tíma-
riti á Norðurlöndum. En að sönnu er aldur
ekki einhlítur til viðmiðunar, því að í
þessu efni gildir hið sama og um mann-
skepnuna, að „oft dó áttræður og aldrei
hafði tvítugsmanns fyrir tær stigið“.
Síra Oddur V. Gíslason hóf áróður sinn
fyrir endurbótum í sjávarútgerð, þá er
kviknað hafði meðhaldsfall í íslenzku
þjóðlífi. Hann prédikaði linnulaust í
stólnum, verbúðinni og vörinni. alls stað-
ar, þar sem einhvern var við að tala, um
gagnsemi nýrra tækja og nýrra aðferða í
sambandi við fiskveiðar. En víða var
heyrnin dauf og hugur lokaður, þegar um
það var að ræða að leggja fyrir róða
muni og háttu, sem stuðzt hafði verið við
í langan aldur, en lúta nýjum í þess stað.
Þegar Reykvíkingar fylltu stóra salinn
í Glasgow til þess að stíga þar dans, varð
síra Oddur að láta sér lynda, að prédika
í öðru samkomuhúsi yfir örfáum sálum
um lífsbjargarefni höfuðstaðarbúa. —
„Fiskveiðimál" síra Odds máttu heita
eins konar tímarit. Þau komu út á ár-
unulm 1887—1890, og þar með var þeirra
ganga þrotin. „Sæbjörg" hans, fyrsta
blaðið, seni fjallaði nærri einfarið um
sjómennsku og fiskveiðar, hjarði af eitt
ár. Eftir það var öll saga síra Odds í
annaiTÍ heimsálfu. En þrátt fyrir það
verður ekki hjá því komizt, hvorki í nú-
tíð né framtíð, að skipa honum til sætis
meðal endurreisnarmanna í íslenzkri
fiskveiðasögu. „Sæbjörg" og „Fiskveiði-
mál“ tryggja honum þar sess þrátt fyrir
skamman aldur.
Nú er nýlátinn úti í Danmörku Islend-
ingur, sem átti það tvennt sammerkt með
síra Oddi V. Gíslasyni, að dvelja meira
en helft ævi sinnar á erlendri grund og
vinna sér eigi að síður varanlegan þegn-
rétt í ísl. fiskveiðisögu. Matthías Þórðar-
son frá Móum var mikill áhugamaður um
gengi ísl. sjávarútvegs, og var hann þó
fjær því en flestir landar hans aðrir að
binda sig við landamörk, þá er hann
ræddi eða ritaði um fiskveiðar. Hann leit
á gagnsmuni hafsins frá víðfeðmara sjón-
armiði en tíðkast um leikmenn, enda
hafði hann víða farið og margt lesið sér
til halds í þessum efnum fyrr og síðar.
Og sú kostafylgja ættmenna hans, að
vera brennandi í andanum, vék aldrei frá
honum.
Matthías reit margt vel um sjávarút-
vegsmál, blaðagreinar, ritgerðir og stórar
bækur. Sumt af því mun lengi minna á
hann, en fastlega segir mér hugur um, að
lengst verði hans við getið í sambandi
við þetta rit. Hann reyndist því skiln-
ingsríkur og umhyggjusamur faðir, með-
an það sleit barnsskónum, og mun ekki
örgrannt, að það hafi notið þess í ein-
hverju alla tíð.
Á þeim 54 árum, sem liðin eru síðan
Ægir heilsaði löndum sínum fyrst, hafa
slíkar breytingar orðið í íslenzku þjóð-
lífi, að skilin verður að reikna í öldum.
oCú&uil ~ JCriiliánSion
Árnaðarkveðja
ar