Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 14

Ægir - 15.12.1959, Page 14
12 ÆGIR — AFMÆLISRIT þeirra, og við ættum að geta fært okkur þau svo vel sjálfir í nyt, að við gætum flutt útlend- ingum okkar eigin fisk, fiskaðan af okkur sjálf- um, á okkar miðum, á eigin skipum, í stað þess sem þeir nú sækja liann mest liingað sjálfir og ekki ósjaldan þar að auki fara í hága við lands lög og rétt með yfirgangi sínum og ofbeldi. ... Þér fiskimenn og sjómennl Yður er þetta rit ætlað, það á að vera ykkur leiðarvísir og mál- svari, það á að leiðbeina og styðja að öllu því, sem getur orðið ykkar atvinnuveg til þrifa og framfara, að öllu því, sem getur stutt að ykk- ar sameiginlegu velgengni, það á að vera tals- maður yðar þegar þér eruð önnum kafnir á hafi úti og hafið ekki tíma tii umsvifa; það á að upplýsa yður sem búið á útkjálkum og annesjum, þar sem auðurinn er annarsvegar, en því miður oft vanþekking og fátækt liins- vegar. Öll þau málefni, sem að einhverju leyti geta stutt að framförum í fiskiveiðum, veiðiað- ferðum, hagnýtingu, verkun o. fl. verður ræki- lega rætt og útlistað, hafandi fyrir augum bæði útlent og innlent, sem gefur leiðbeiningar og upplýsingar í því efni. ... Landhelgisviálið Landhelgismálið er Matthíasi þegar í upphafi hugstætt. í 1. tbl. skýrir hann frá gæzlu Heklu hér við land og fer lofsam- legum orðum um skipherrann, capt. Schack, sem hann segir að hafi sýnt mik- inn dugnað og orðið fengsæll á ferðum sín- um kringum landið. I fréttinni segir m. a.: Að fiskimenn á ýmsum stöðum sem oft og tíðum hafa orðið að þola það bótalaust, að botnvörpungarnir hafa látið greipar sópa um afla og veiðarfæri þeirra rétt fyrir utan land- steinana séu glaðir við að vita af svo duglegri löggæzlu sýna eftirfarandi dæmi. Capt. Schack spurði mann á Aðalvík hvort fólk hefði séð þegar hann tók botnvörpunginn þar í sumar. „Já,“ sagði maðurinn, „fólk var allt háttað, því kl. var hálf tólf um nóttina en allir vökn- uðu við skotin, og ég er viss um að hvert mannsbarn í Víkinni liefir farið á fætur, og þegar „Hekla“ fór með botnvörpunginn,“ bætti liann við, „lofuðu allir guð“. ... í 2. tbl. er alllangur útdráttur úr skýrslu foringjans á Heklu til stjórnarinnar. Þar segir m. a.: Um miðbik síðustu aldar voru briggskipin „St. Thomas“, „St. Croix“ og „Örnen“ og bark- skipið „Saga“ varðskip við ísland um sumar- tíinann, en þar eftir komu eimskipin „Fylla“, „Diana“ og „Ingolf“ og voru þau til skiptis í 30 ár, frá 1865—1895 varðskip hér. Til loka þessa tímabils voru allar fiskveiðar reknar með netum, línum og lóðum. Eftir 1890 hófu Englendingar flatfiskveiðar ineð botn- vörpum við strendur landsins. Flatfiskur veið- ist mest á fiskisviðunum næst landinu, og þetta varð tilefni til þess, að botnvörpungar skutust inn á landhelgissvæðið og brutu þannig lögin með því að fiska þar. Einnig spilltu þeir og eyddu tíðuin netum og veiðarfærum lands- manna. Á þessum tíma voru fiskveiðar lands- ins í miklum uppgangi; yfirgangur botnverpla varð því oft orsök til þess, að bátafiskveiðarn- ar, sem eru mikilvægustu fiskveiðar lands- manna, urðu að hætta í miðjum klíðum. Nú tóku Englendingar ár frá ári að lengja veiðitimann. Verutími varðskipsins hér við land var því lengdur upp í 7% mánuð og til þess veitt 49.000 kr. aukatillag úr ríkissjóði. þetta dugði í tveggja ára tíma, en botnverplar lengdu ennþá veiðitímann við ísland og árið 1904 fiska þeir árið um kring við ísland, en þó eru þeir færri á veturna. Um 180 botnverplar fiska við ísland nú, þar af eru 150 enskir en 30 frá öðrum þjóðum, en þó munu þeir fleiri verða, því að þýzki botn- verplaflotinn stækkar stórum, og 10 stór skip með 10 mílna hraða, sem fiska eiga við ísland eru í ár í smíðum. ... Frakkar liafa nú 8 skip hér við land og fiskveiðar þeirra, eins og Hol- lendinga og Belga, magnast stórum og allt hendir til þess, að að íslandi steðji meiri voði en nokkru sinni áður. Það eru Englendingar, sem mestir eru upp- vöðsluseggir í landhelgi og ónýta oft með miklu ofbeldi veiðarfæri landsmanna og einkum þá, þegar þeir vita, að varðskipið er ekki við land. Auk þess stunda Norðmenn þorskveiðar með lóðum, og nú á síðustu tímuin síldveiðar ineð reknetum fyrir Norðurlandi. Þessar veiðar hafa í síðustu 2 ár aukizt svo stórkostlega, að í ár veiddu um 100 skip á vart 2 mánuðum 85.000 tn. af síld. ... Venjulega er síldin veidd utan landhelgi, veiðar þessar kæmu því ekki til greina, ef veiðin væri ekki þegar í stað flult í land og verkuð þar. Hvort þetta viðgengzt eft- irleiðis cr komið undir löggjöfinni íslenzku. ... Þorskveiðar með línum, venjulega fyrir utan landhelgi, stunda um 150 franskar skonnortur með um 3000 skipverja; 100 færeyskir kútter- ar, skipsliafnir 1200 menn og um 130 íslenzkir kútterar, skipverjar um 2000. Ennfremur stunda 2000 íslenzkir bátar veiðar við strend- urnar. ... Vcgna hinna miklu liagsmuna, sem útlendar þjóðir liafa af fiskiveiðum þessum, liafa Frakk- ar þegar um langt árabil liaft 2 lierskip, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.