Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 20
18
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Þessi skemmtilega mynd birtist í (sept.)
aukablaði og fylgdi henni þessi texti:
Hinn alkunni kapt. Schack, sem stýrði varð-
skipinu ,Hekla“ um 4 mánaða tíma 1904 gjörði
botnvörpungum meiri úsla en nokkur annar
fyrirrennari hans og tók alls 22 botnvörpunga.
Myndin, sem hér fylgir er af capt. Schack,
þar sem hann stendur og er að yfirheyra skip-
stjóra J. Sörensen frá botnvörpuskipinu
„Golden Gleam“ frá Hull sem tekinn var á
landhelgistakmörkunum við Ingólfshöfða í
maímán., en var sleppt aftur, þar eð nægar
sannanir fyrir hroti voru ekki fyrir hendi.
Sami skipstjóri var tekinn af honum nokkru
seinna á Patreksfirði og þá sektaður um 1350
kr. og allur afli og veiðarfæri gjörð upptæk.
með handkrafti, þetta þótti stórkostleg fram-
för, ef það gæti lánast, og liugðu menn gott til.
En af þessu gat nú aldrei orðið. Þó svo færi
um þessa fyrstu tilraun, þá var hugmyndin
ekki útdauð um notkun hreyfivéla.
í Reykjavík byrjaði maður að mig minnir
árið 1886—7 í samráði við hr. járnsmið Gísla
Finnsson, að finna upp róðrar- eða hreyfivél,
sem gengi incð handkrafti; þetta lukkaðist að
nokkru leyti; þeir fengu vélina til að ganga,
og hafði bátur sá sein hún var sett í, þegar
tveir menn sneru henni, viðlíka gang í logni
sem 4—6 menn myndu róa. En sá galli var á,
að hún var svo þung að hreyfa hana, að 2
menn entust ekki til þess nema litla stund, og
virtist þessvegna óbrúkleg, svo þar með var
þessari tilraun lokið. ...
Herra Guðbrandur Þorkelsson, mesti hag-
leiks og listamaður, lijó í Ólafsvík, byrjaði á að
reyna enn að finna upp róðrarvél. Það var
víst citthvað um 1897—8, hann varði til þess
miklum tíma og peningum; því hann ætlaði
að vanda hana mjög, en það fór ó svipaða leið
fyrir honum og með vélina í Reykjavík. Hann
kom vélinni í gang, en lnin gat samt ekki feng-
ið almennt álit. Ætti hún að gefa nægan hraða
var lnin of þung til þess að geta gengið með
handkrafti. Hann þóttist að vísu sjá ráð til að
gera hana léttari, en þá var sá hangur á, að
hún hafði ekki nægan snúningshraða til að gefa
næga ferð. Þessi maður komst nú lengst í lieila-
smiðinu. Hann taldi víst að hann gæti fengið
vélina til að koma að notum, ef hann hefði
nægan tíma og peninga að verja til þess; sótti
að mig minnir um styrk úr sýslusjóði til þessa
fyrirtækis, en fékk hann ekki. Sjálfur hafði
hann víst ekki ráð á að leggja meira fé í söl-
urnar til fyrirtækisins, sem engin vissa var um
að kæmi að notum, og þar með var svo þessari
róðrarhugmynd lokið.
ísfisksala til Englands.
í sama blaði er svofelld fréttaklausa:
Botnvörpuskipin „Jón F’orseti" og „Snorri
Sturluson“ gerðu í haust tilraun með að selja
afla sjnn ísvarinn til Englands og lieppnaðist
það vel. Aðra ferð fóru þeir nú fyrir skömmu,
og ennfremur botnvörpuskipið „Marz“, og
seldist aflinn vel hjá þeim öllum saman.
Jónas Hallgrimsson uni fiskveiðar.
Enn er í sama blaði minnzt aldarafmæl-
is Jónasar Hallgrímssonar, m. a. þannig:
Veturinn 1840—41 dvaldi Jónas í Reykja-
vík. Samdi hann þá spurningar um fiskiveiðar
hér og sendi víðsvegar um land. Spurningarnar
voru svo liljóðandi:
„1. Hvað er yður kunnugt um fiskigöngur
vorar, hverrar tegundar fyrir sig, og aðsetur
fiskanna á öllum aldri árið um kring, að svo
miklu leyti, sem eftirtekt og reynsla yðar
sjálfs nær til?
2. Hvernig er hagað fiskiveiðum í yðar veiði-
stöð árið um kring? hvaða veiðiaðferð er höfð,
og hverjar tegundir veiddar um hvert leyti?
3. Lýsing á öllum útbúnaði, og aðferð við
hverja veiði fyrir sig.
4. Þiljuskipaveiðar; útbúnaður þeirra og allt
hið merkasta, sem um þær verður sagt.