Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 21

Ægir - 15.12.1959, Page 21
ÆGIR — AFMÆLISRIT 19 5. Öll liin helztu mið, sein sótt eru úr yðar veiðistöð, afstaða þeirra eftir ágizkun, og eins þeirra merkja á landi, sem miðað er við. Dýpi og botnslag á miðunum, og hver þeirra veiði- sælust á hverja fiskitegund. 6. Nöfn allra íslenzkra fiskitegunda, sem yð- ur eru kunnug, og dálítil lýsing á öllu hinu fáséna, eins því sem þér liafið séð, en ekki þekkt neitt nafn á. 7. Meðal hlutarupphæð á liverri vertíð og árið um kring, tilgreint með tölu eða vigt. Svo og útgerðarkostnaður á skipum og mönnum. 8. -Hvað þér haldið einkum sé ábótavant i fiskiveiðum vorum, og hvernig bezl mundi mega ráða bót á einhverju af því. 9. Athugasemdir, sem yður mætti þóknast við að bæta, viðvíkjandi því sein hér er óspurl um.“ .lónas segir svo meðal arinars í formálanum fyrir spurningunum: „Skýrslur þessar eru ætl- aðar til þess, að geta með tilstyrk þeirra samið áreiðanlegt yfirlit yfir ástand sjávarveiða vorra, eins og það er nú um þessar mundir; virðist það geta orðið fróðlegt, og ekki nyt- semdalaust sjóveiðamönnum vorurn, þegar svo margt kemur til samanburðar á einn stað; en á hinn bóginn vænti ég inér af skýrslum þess- um mikillar aðstoðar fyrir náttúrufræði þessa Iands.“ Nokkrum árum áður hafði hann skrifað rit- gerð sem heitir: Af eðlisháttum fiskanna (eftir Cuvier). Annarri ritgerð sneri hann úr dönsku 1845, athugasemdum um fiskverkun á Islandi. Báðar þessar ritgerðir eru í Fjölni. Árið 183G kom út í Khöfn einkar þarfleg bók fyrir sjó- mennina, og átti Jónas mestan þátt í því; það voru Sundreglur Naclilegalls. Þá er getið um Formannsvísur, „hin fallegustu kvæði, er ort hafa verið á voru máli um sjómennina og sjóróðurinn ís- lenzka“ og í lokin eru svo Formannsvís- urnar birtar í heild. La.ndhelgismálið. Enn er í sama blaði smágrein, sem nefnist „Baráttan um landhelgina": Orð leikur á því að meginþorri þeirra út- lendra útgerðarmanna, er senda skip upp hing- að að sumrinu til síldarveiða fyrir Norðurlandi, hafi afráðið að láta skrásetja skip sín sem inn- lenda eða danska eign. Á þá danski fáninn að frq?r»'’oí*í^ fvrí*- allrí á]eitni ís- lenzkra lögreglustjóra og hjálpa þeim til þess að ræna hér í landhelginni eins og fyrri. . . . Þetta mál er frekar rætt í næsta blaði (janúar 1908) í grein, sem nefníst „Is- land fyrir íslendinga“. Segir ritstjóri þar frá blaðadeilum milli 0. Tuliníusar kon- súls Svía á Akureyri og E. Laxdal kaup- manns. Vill Laxdal, að öllum (íslending- um líka) sé bönnuð snurpunótaveiði í fjörðum inni, en Tuliníus er því mótfall- inn, og telur litla hættu á að útlendingar taki upp á þeim sið að láta skrá skip sín sem danska eign eða íslenzka. Um þessa deilu farast ritstjóra Ægis svo orð: Ég og margir fleiri hér erum á allt annarri skoðun en lir. 0. T. um þetta, og skoðun vorri til styrkingar skal ég geta þess að eftir að hinn setti sýslumaður Björn Líndal, í fyrra sumar hafði sektað útlendingana fvrir hinar ólöglegu veiðar þeirra í landhelgi, heyrði ég 2 norska útgcrðarmenn segja það fortakslaust, að þeir ætluðu að láta skrásetja skip sín næsta sumar sem íslenzka eign, og í eitt skipti var ég staddur á skrifstofu liins setta sýshimanns þegar norskur útgerðarmaður kom til þess að fá eitt skip sitt skrásett en hann hafði í ógáti skrifað sig búsettan í Noregi og fékk því ekki löggildinguna. Sömu fyrirætlan hcyrði ég hafða eftir mörgum fleirum. í Norsk Fiskeritidende 1906 er skýrsla yfir síldar- og þorskveiði Norðmanna við ísland það ár. Þar hafa þeir herrar Thv. Johnsen & Co. í Engelsvik i Noregi, eins og aðrir norsk- ir útgerðarmenn, gefið fiskiveiðastjórninni skýrslu um afla á skipum þcirra það ár, og telja þeir þar gufuskipin „Norröna", „By- vingen“ og mótorkúttarann „Onsö“ sína eign; en skip þessi voru lögskráð hér árin 1905 og 190G sem eign norsks sjómanns, Hansens nokk- urs, sem á sumrin hefur dvalið í norskri sjó- búð í Krossanesi við Eyjafjörð eða á hvalveiða- stöð Thv. Johnsens að Dvergasteini við Álfta- fjörð, cn flesta veturna verið við síldarkaup fyrir Johnsen í Noregi. Skip þessi hafa síðan þau voru lögskráð sem íslenzk eign, á hverju suinri veitt í landhelgi sem innlend skip, þó með þeim auknu réttindum framyfir hin, að ekki hafa þau þurft að liafa íslenzka eða danska skipstjóra. . .. Hvalveiðar og fiskigöngur. 1 sarna blaði er greint frá gömlum og nýjum deilum um áhrif hvalveiða á fiski- göngur og aðrar fiskveiðar og er birt nið- urlag greinar í „Austurlandi“ eftir ein- hvern B. M. S.:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.