Ægir - 15.12.1959, Síða 21
ÆGIR — AFMÆLISRIT
19
5. Öll liin helztu mið, sein sótt eru úr yðar
veiðistöð, afstaða þeirra eftir ágizkun, og eins
þeirra merkja á landi, sem miðað er við. Dýpi
og botnslag á miðunum, og hver þeirra veiði-
sælust á hverja fiskitegund.
6. Nöfn allra íslenzkra fiskitegunda, sem yð-
ur eru kunnug, og dálítil lýsing á öllu hinu
fáséna, eins því sem þér liafið séð, en ekki
þekkt neitt nafn á.
7. Meðal hlutarupphæð á liverri vertíð og
árið um kring, tilgreint með tölu eða vigt. Svo
og útgerðarkostnaður á skipum og mönnum.
8. -Hvað þér haldið einkum sé ábótavant i
fiskiveiðum vorum, og hvernig bezl mundi
mega ráða bót á einhverju af því.
9. Athugasemdir, sem yður mætti þóknast
við að bæta, viðvíkjandi því sein hér er óspurl
um.“
.lónas segir svo meðal arinars í formálanum
fyrir spurningunum: „Skýrslur þessar eru ætl-
aðar til þess, að geta með tilstyrk þeirra samið
áreiðanlegt yfirlit yfir ástand sjávarveiða
vorra, eins og það er nú um þessar mundir;
virðist það geta orðið fróðlegt, og ekki nyt-
semdalaust sjóveiðamönnum vorurn, þegar svo
margt kemur til samanburðar á einn stað; en
á hinn bóginn vænti ég inér af skýrslum þess-
um mikillar aðstoðar fyrir náttúrufræði þessa
Iands.“
Nokkrum árum áður hafði hann skrifað rit-
gerð sem heitir: Af eðlisháttum fiskanna (eftir
Cuvier). Annarri ritgerð sneri hann úr dönsku
1845, athugasemdum um fiskverkun á Islandi.
Báðar þessar ritgerðir eru í Fjölni. Árið 183G
kom út í Khöfn einkar þarfleg bók fyrir sjó-
mennina, og átti Jónas mestan þátt í því; það
voru Sundreglur Naclilegalls.
Þá er getið um Formannsvísur, „hin
fallegustu kvæði, er ort hafa verið á voru
máli um sjómennina og sjóróðurinn ís-
lenzka“ og í lokin eru svo Formannsvís-
urnar birtar í heild.
La.ndhelgismálið.
Enn er í sama blaði smágrein, sem
nefnist „Baráttan um landhelgina":
Orð leikur á því að meginþorri þeirra út-
lendra útgerðarmanna, er senda skip upp hing-
að að sumrinu til síldarveiða fyrir Norðurlandi,
hafi afráðið að láta skrásetja skip sín sem inn-
lenda eða danska eign. Á þá danski fáninn að
frq?r»'’oí*í^ fvrí*- allrí á]eitni ís-
lenzkra lögreglustjóra og hjálpa þeim til þess
að ræna hér í landhelginni eins og fyrri. . . .
Þetta mál er frekar rætt í næsta blaði
(janúar 1908) í grein, sem nefníst „Is-
land fyrir íslendinga“. Segir ritstjóri þar
frá blaðadeilum milli 0. Tuliníusar kon-
súls Svía á Akureyri og E. Laxdal kaup-
manns. Vill Laxdal, að öllum (íslending-
um líka) sé bönnuð snurpunótaveiði í
fjörðum inni, en Tuliníus er því mótfall-
inn, og telur litla hættu á að útlendingar
taki upp á þeim sið að láta skrá skip sín
sem danska eign eða íslenzka. Um þessa
deilu farast ritstjóra Ægis svo orð:
Ég og margir fleiri hér erum á allt annarri
skoðun en lir. 0. T. um þetta, og skoðun vorri
til styrkingar skal ég geta þess að eftir að
hinn setti sýslumaður Björn Líndal, í fyrra
sumar hafði sektað útlendingana fvrir hinar
ólöglegu veiðar þeirra í landhelgi, heyrði ég
2 norska útgcrðarmenn segja það fortakslaust,
að þeir ætluðu að láta skrásetja skip sín næsta
sumar sem íslenzka eign, og í eitt skipti var
ég staddur á skrifstofu liins setta sýshimanns
þegar norskur útgerðarmaður kom til þess að
fá eitt skip sitt skrásett en hann hafði í ógáti
skrifað sig búsettan í Noregi og fékk því ekki
löggildinguna. Sömu fyrirætlan hcyrði ég hafða
eftir mörgum fleirum.
í Norsk Fiskeritidende 1906 er skýrsla yfir
síldar- og þorskveiði Norðmanna við ísland
það ár. Þar hafa þeir herrar Thv. Johnsen &
Co. í Engelsvik i Noregi, eins og aðrir norsk-
ir útgerðarmenn, gefið fiskiveiðastjórninni
skýrslu um afla á skipum þcirra það ár, og
telja þeir þar gufuskipin „Norröna", „By-
vingen“ og mótorkúttarann „Onsö“ sína eign;
en skip þessi voru lögskráð hér árin 1905 og
190G sem eign norsks sjómanns, Hansens nokk-
urs, sem á sumrin hefur dvalið í norskri sjó-
búð í Krossanesi við Eyjafjörð eða á hvalveiða-
stöð Thv. Johnsens að Dvergasteini við Álfta-
fjörð, cn flesta veturna verið við síldarkaup
fyrir Johnsen í Noregi. Skip þessi hafa síðan
þau voru lögskráð sem íslenzk eign, á hverju
suinri veitt í landhelgi sem innlend skip, þó
með þeim auknu réttindum framyfir hin, að
ekki hafa þau þurft að liafa íslenzka eða danska
skipstjóra. . ..
Hvalveiðar og fiskigöngur.
1 sarna blaði er greint frá gömlum og
nýjum deilum um áhrif hvalveiða á fiski-
göngur og aðrar fiskveiðar og er birt nið-
urlag greinar í „Austurlandi“ eftir ein-
hvern B. M. S.: