Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 22

Ægir - 15.12.1959, Page 22
20 ÆGIR — AFMÆLISRIT „Frá því þær byrjuðu (hvalveiðarnar) fyrst (1883) hefur að áliti voru leitt tjón af þeim fyrir landið í heild sinni. Þær hafa skemmt síldarveiði og fiskiveiði. Þær eru reknar af erlendum mönnum; sem að nafninu til eru íslenzkir borgarar, en liafa hér aðeins í seli og fara með allan arðinn í önnur ríki. I>ær hafa drjúgum átt þátt í því, að draga úr trausti sjómanna á atvinnuvegi sínum og drepa niður hugdirfð þeirra og viðleitni til að bjarga sér. Þær tæma alveg eina af auðugustu auðsupp- sprettum lands vors. Þær koma í veg fyrir hval- reka og varna landsmönnum því happi, sem af þeim leiðir. Þær hafa drepið niður einum atvinnuvegi landsmanna, sem liefur veitt fjölda manna góða atvinnu og ált mikinn þátt í því að mynda kaupstaðaþorpin: síldarútveg með kastnótum. Ætti sú synd ein út af fyrir sig að nægja til þess að verða þeim að falli.“ I marzblaðinu segir svo um hvalveiðar við Island sumarið 1907: Sex hvalveiðafélög hafa í sumar stundað hvalveiði við ísland, og eftir því sem segir í „Norsk Fiskeritidende" þá eiga aðeins 2 af þeim heima á íslandi, Evesen (Eskifirði?) og Bull á Hellisfirði, en hin 4 eru öll talin eiga heima í Tönsberg í Noregi. (Ellevsen og Berg sem búa á Mjóafirði og Tálknafjarðar- og Hest- eyrarfélagið.) Félögin höfðu samtals 25 hval- veiðabáta, sem öfluðu að meðaltali 1370 tunn- ur af lýsi. . . . Ellevsen hefur mesta útgerð, 7 báta, og hefur nú 3 í smíðum í Noregi. .. . I aprílblaði 1909 er sagt frá því, að sumarið 1908 hafi veiðzt 761 hvalur á 29 báta hér við land. ísland—Færeyjafélagið. I nóvemberblaði 1908 er skýrt frá því, að árið áður hafi verið stofnað félag, er hlaut nafnið Island—Færeyjafélagið. Ætl- unarverk þess var að stunda fiskiveiðar við ísland og í Norðursjónum og jafnhliða reka umboðsverzlun við ísland og Fær- eyjar. Félagið varð til við samruna tveggja danskra fyrirtækja, Lauritzens í Esbjerg og Balslev í Khöfn, en auk þess bættust við nokkrir hluthafar. Stjórn skipuðu Lauritzen konsúll, Balslev stórkaupm., J. Krabbe yfirréttarmálafærslumaður, Trolle fyrrv. sjóliðsforingi og Aug. Fl.vgenring í Hafnarfirði. Félagið kaus sér bækistöðv- ar á íslandi: Sigluf jörð fyrir síldarútgerð, Hafnarfjörð fyrir togaraútgerð og Sand- gerði fyrir vélbátaútgerð. Konráð Hjálm- arsson kaupm. á Mjóafirði hafði reist þar ís- og frystihús og keypti félagið það af honum og yfirtók leigurétt af ábúanda jarðarinnar Sandgerði, Einari Sveinbjarn- arsyni. Umsjónarmaður með útgerðinni í Sandgerði var ráðinn Matthías Þórðarson, útgefandi og ritstjóri Ægis. Má segja að þetta hafi verið upphaf að vélbátaútgerð í þessari verstöð. I desemberblaðinu er sagt frá útgerð félagsins á árinu: Um miðjan marzmánuð kom hið fyrsta fiski- skip frá félaginu til þess að fiska hér, botn- vörpuskipið „Britta“, litlu síðar línuveiðaskip- ið „Nelly“; bæði gömul og í raun réttri illa löguð til fiskiveiða. ... Fiskveiðin gekk yfir- höfuð tregt á báðum skipunum, sem stafaði af ýmsum ástæðum. I byrjun maí mánaðar komu hinir fyrstu fiskimenn sem fiska áttu frá Sandgerði og fluttu með sér tvo opna mótorbáta. .. . Voru þeir ekki tilbúnir að fiska fyrr en um miðjan mánuðinn eða jafnsnemma og þilbátar 12 að tölu, komu frá Esbjerg, er stunda áttu líka fisk- veiði frá Sandgerði og byrjuðu veiðar um sama leyti. Hvað viðvíkur aflabrögðum þessara skipa, þá er það að segja, að yfirleitt var aflinn mjög lítill, sem stafaði mjög mikið af ódugnaði og áhugaleysi fiskimannanna, en mest af því, hve vélarnar reyndust slæmar og stórgallaðar. ... Síldveiði var stunduð frá Siglufirði með gufuskipunum „Britta“ og „Nelly“ frá miðjum júlí til byrjun sept. Skipin öfluðu mjög vel, en aftur á móti mun kostnaðurinn hafa orðið afar- mikill, og síldin seld fyrir mjög lítið verð, svo sú útgerð hefur því miður ekki borgað kostn- aðinn. . .. . . . það virðist augljóst, að þetta félag er sömu lögum liáð, sem önnur dönsk eða útlend fiskiveiðafélög sem hér hafa tekið bólfestu; þau þrífast ekki í islenzkum jarðvegi, og liggja svo margar orsakir til þess, sem of langt yrði upp að telja. Eftir að þetta er skrifað, hefur stjórn fé- lagsins í Khöfn auglýst til kaups skip og báta félagsins sem eru liér og utanlands. Virðist það eiga að skiljast svo, sem verkefni félagsins sé þar með lokið liér við land. Fyrstu þorskanetin. Bjarni Sæmundsson var mikill áhuga- maður um allt er að fiskveiðum laut, var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.