Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 23

Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 23
ÆGIR — AFMÆLISRIT 21 hann m. a. helzti hvatamaður að notkun þorskanetja. I jan.—febrúar blaði 1909 skrifar Bjarni alllanga grein um tilraunir með þorskanet víða um land, mest fyrir hans tilstilli. Eftirfarandi kafli er ljóst dæmi um það, að nýjungar eiga æðioft örðugt uppdráttar: Fyrstar í röðinni og afleiðingamestar eru til- raunirnar í Þorlákshöfn. Bvrjunin að þeim er þessi: Vetrarvertiðin 1906 hafði verið mjög rýr, eins og fleiri vertíðir næst á undan. En í Þorlákshöfn hefur aðeins verið brúkuð lóð, eins og í öðrum veiðistöðum í Árnessýslu og mikill meiri hluti aflans ýsa. Einn af formönn- unum í Höfninni var Gísli Gíslason, frá Rauða- bergi í Fljótshverfi, þá nýlega fluttur að Ós- eyrarnesi. Hann fór heim til sín uin páskana og datt þá í hug að hafa með sér 33 faðma langa laxa-fyrirdráttarnót með 3%" riðli, er hann átti, þegar hann fór aftur út í verið, og reyna hvort ekki yrði fiskvart í liana, þar sem aflinn á lóðir liafði nærri algerlega brugðizt tilþesstíma. Hann lagði nótina (þorskanet hafði hann aldrei séð) á 12 faðma dýpi og var þegar við fyrstu umvitjun vel var í hana af þorski og stútungi og á einni viku, sem hún lá, fékk hann 360 fiska, þar af Vi undir málfiskur, margt af hinum vænn þorskur (allur fiskur- inn mjög feitur) og svo 30 stórufsa. Þessi tilraun og heppni Gisla vakti eins og eðlilegt var mikla athygli i veiðistöðinni, og ekki laust við, að sumir öfunduðu hann af hlutarbótinni. Nú hefði mátt ætla, að margir þeir, er gera út í Þorlákshöfn, mundu hafa viljað gera ýtar- legri tilraunir á næstu vertíð, 1907. Það vildu og sumir að vísu, en þá komu aðrir, er heyrt höfðu ýmislegt ljótt af netabrúkun í Faxaflóa og töldu veiðistöðinni stofnað í voða, ef byrjað yrði á netaveiðum, hún væri komin í nógu mikla niðurlægingu af undangengnu aflaleysi, og nóg væri kostað til útgerðar áður, þótt netin bættust ekki við o. s. frv. — Var svo haldinn fundur með formönnum og þar samþykkt að banna allar tilraunir með þorskanet í Þorláks- liöfn. Þessu banni var hlýtt, þótt hart væri. Vertiðin 1907 varð enn lélegri en 1906. Þá var það nær vertíðarlokum, að einum formanni varð að orði við Gísla, er þeim var rætt um aflaleysið: „Ekki hefði vertiðin orðið aumari, þótt menn hefðu brúkað þorskanet". Því var Gísli samdóma. Bundu þeir þá fastmælum með sér, að reyna þorskanet á næstu vertíð, þrátt fyrir bannið og fengu með sér 4 aðra formenn í félagið. Þegar þetta fréttist, brá svo við, að hinir formennirnir, jafnvel þeir, er mest höfðu verið á móti netunum, ásettu sér einnig hið sama, bannið var þannig þegjandi numið úr gildi og allir útveguðu sér regluleg þorskanet fyrir næstu vertíð. Afli Frakka við ísland 1907. I sama blaði er sagt, að afli Frakka við ísland 1907 hafi verið miklu meiri en árið áður. Til Bordeaux hafi komið 30 skip frá íslandi með 5*4 milljón punda af saltfiski. Alls hafi 60 botnvörpuskip og 61 seglskip stundað veiðar við fsland það ár. Útgáfa Ægis stöðvast — og hefst á ný. Á miðju ári 1909 hætti Ægir að koma út. Varð hlé á útkomunni í tvö og hálft ár, eða þangað til í janúar 1912, en þá kemur út 1. tbl. 5. árg., og er nú kominn nýr útgefandi. Um þetta segir svo í upp- hafsorðum: Hér kemur aftur fyrir almenningssjónir fiskiveiðiritið „Ægir“. . . . Þótt ritið hafi legið niðri í 2% ár, þótti ekki ástæða til að breyta nafni þess, heldur miklu fremur að láta nafnið haldast, því að ritið liafði hlotið vinsældir miklar, og hér er aðeins að ræða um framhald útgáfunnar, er starfar í saina anda og keppir að sama marki og áður, sem sé vexti og fram- þróun fiskiveiða vorra og siglinga. En þess ber að geta, að ritið er miklu færar nú en áður að starfa að ætlunarverki sínu, þar sem útgefandi þess er nú Fiskifélag fslands, sem hlýtur að eiga langa og merkilega framtíð fyrir hönd- um. ... Fiskifélag íslands stofnað. Þá er sagt frá tildrögum að stofnun Fiskifélagsins, þess getið, að nokkrum ár- um áður hafi sú hugmynd komið fram, að nauðsyn bæri til að stofna félag, sem starfaði á sama hátt fyrir sjávarútveg- inn og Búnaðarfélag Islands fyrir land- búnaðinn. Ekkert varð þó úr framkvæmd- um, en í lögum um Fiskveiðasjóð íslands frá 10. nóv. 1905 segir í 4. gr.: „Verði stofnað almennt fiskiveiða- eða útgerðar- félag fyrir land allt, í nokkurri líking við Búnaðarfélag Islands, skal leita álits slíks félags um lánveitingar, styrkveitingar og verðlaunaveitingar úr sjóðnum“. Um þetta segir svo í Ægi:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.