Ægir - 15.12.1959, Side 38
36
ÆGIR — AFMÆLISRIT
og hækkaði þá rúmlestatala þeirra um
3311 lestir. Á 5 ára tímabilinu 1916 —
1920 hækkaði meðalstærð togaranna úr
253 lestum í 312 lestir. enda voru meðal
nýsmíðuðu togaranna skip, sem voru
röskar 400 br. lestir. Seglskipum fækk-
aði um 56 samtals 2531 lest og voru þau
nú óðum að hverfa úr sögunni.
Næstu 5 ára tímabil, 1921—1925, var
að ýmsu leyti örðugt útgerðinni. Geysi-
legt verðfa’l varð á sjávarafurðum í byrj-
un þessa tímabils og jafnvel nokkru áður,
en verðlag á útgerðarvörum hcb.t allhátt.
Fóru þá í súginn miklar fjárfúlgur, sem
útvegsmönnum áskotnuðust á styrjaldar-
árunum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika fókst
útgerðarmönnum að kaupa togara frá út-
löndum svo að togurum fjölgaði nokkuð
á tímabilinu.
Árið 1925 gaf Fiskifé'agið út Sjó-
mannaalmanakið í fyrsta sinn. Þá var
tekin upp í almanakið skrá um öll íslenzk
þilskip, sem skipaeftirlit ríkisins samdi.
Áður höfðu skrárnar verið samdar eftir
upplýsingum í sambandi við fiskveiði-
skýrslurnar. Þeim skýrslum ber ekki
saman um sumt við skipaskrána í alman-
akinu og eru til þess ýmsar ástæður. Þar
skakkar mestu um togaraflotann. Fiski-
skýrslurnar te’ja alla Hellyers togarana,
8 að tölu, með íslenzkum skipum, en þeir
voru gerðir út frá Hafnarfirði urn þetta
leyti. Eftir heimsstyrjöldina hófst inn-
flutningur svonefndra línuveiðara, þetta
voru lítil gufuskip, og má segja, að út-
gerð þeirra hafi ekki fært landsmönnum
hagnað, þó undantekningu sé að finna í
síðari heimsstyrjöldinni. Þessari tegund
skipa hefur farið fækkandi hin síðari ár*-
in, og eru þau öll úr sögunni, þegar þetta
er ritað. Togurum fjölgaði um 7 á tíma-
bi’inu og töldust 35 í árslok, 11303 lestir,
eða 323 lestir að meðaltali. Er það lítið
eitt hærra en 1920.
Eins og getið er hér að framan, fjölg-
aði „línuveiðurum" ört á tímabilinu 1921
—1925, og voru þeir 35 að tölu, 3719
lestir í árslok 1925. Seglskipum fækkar
enn, þó voru 20 talin á skrá, en ekki
voru nema 11 þeirra gerð út á árinu
1925. Hin munu ekki hafa verið sjófær.
í skipaskránni í Sjómannaalmanakinu,
sem út kom í árslok 1925, er vélbátum
skipt í 2 flokka, 30 lestir og þar yfir og
undir 30 lestum.
Eru nú öruggar heimildir um stærð ís-
lenzkra fiskiskipa.
I árslok 1925 er fiskiskipastóllinn
þessi:
Botnvörpuskip 35 tals 11303 br.lestir
Önnur gufuskip 35 — 3719 — —
Vélb. yfir 30 lestir 71 — 3416 — —
Vélb. undir 30 1. 445 — 4591 — —
Seglskip 20 — 553 — —
606 tals 23582 br.Iestir
Árin 1926—1930 voru útgerðinni óhag-
stæð, að undanskildu árinu 1927. Þó var
jafnan reynt að auka skipastólinn og end-
urnýja. Togurum fjölgaði um 7 skip, línu-
veiðurum um 5 og vélbátum um 133.
Hinsvegar voru aðeins 6 seglskip færð á
skipaskrá í árslok 1930. Á þessu tíma-
bili urðu litlar breytingar um stærð skip-
anna, þó virtist stefnt að því, að auka
burðarmagn togara, sem smíðaðir voru er-
lendis fyrir íslendinga á þessu tímabili,
(Hannes ráðherra, Gyllir, Júpiter, Venus
og Garðar). Garðar var þá stærstur tog-
ara hér, 462 br. rúml. Tveir þessara tog-
ara eru enn gerðir út „Gyllir“ og „Guð-
mundur Júní“ (Júpiter).
Stærð fiskibátanna undir 30 lestum
hélzt þvínær óbreytt 10—11 lestir.
í árs’ok 1930 var fiskiskipastóllinn
þessi:
Botnvörpuskip 42 tals 13993 br. lestir
Línugufuskip 40 — 4335 — —
Vélb. yfir 30 lestir 83 — 3648 — —
Vélb. undir 30 1. 566 — 6013 — —
Seglskip 6 — 227 — —
737 tals 28216 br. lestir
Á árunum 1931—1935 mátti heita að