Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 41
ÆGIR — AFMÆLISRIT
39
horfið frá gufuvélum í togurum og ein-
göngu fluttir inn díeseltogarar. I lok
þessa tímabils var samið um smíði 10
togara til viðbótar, aðallega í Skotlandi,
og koan hinn fyrsti þeirra til lands í árs-
lok 1950.
I árslok 1950 var fiskiskipastóllinn
þessi:
Botnvörpuskip 48 tals 26932 br. lestir
Línugufuskip 9 — 1626 — —
Vélskip yfir 100 1. 43 — 6299 — —
Vélskip 30—100 1. 217 — 12173 — —
Vélsk. undir 30 1. 312 — 4574— —
Samtals 629 tals 51604 br. lestir
Á næsta tímabili, 1951—1955, er um
töluverða endurnýjun fiskiflotans að
ræða. Viðbótin er:
9 togarar 6341 br. lest
32 bátar, smíðaðir innanl. 831— —
46 bátar keyptir f. útl. 2343 — —
87 tals 9514 br. lestir
í sambandi við þessa endurnýjun er
þess að gæta, að hin-
ir nýju togarar eru
nokkru stærri en
en hinir fyrri, eða
röskar 700 lestir, að
meðaltali. Á þessu
tímabili hefst inn-
flutningur fiskibáta
úr stáli. Fyrsti bátur
þeirrar gerðar kom
til landsins á öndverðu
árinu 1955. Síðan
hefur innflutningur
fiskiskipa út stáli
farið vaxandi. Þá er
athyglisvert, að á
þessu tímabili hefst
aftur smíði smábáta,
8—10 lesta. Voru
þeir einkum smíð-
aðir á Akureyri og
í Hafnarfirði. Ekki virðist ætla að
verða framhald á smíði fiskibáta þess-
arar stærðar að nokkru ráði, en það er
athyglisvert, að hafin skuli smíði báta
þeirrar stærðar, sem hér tíðkaðist fyrir
hálfri öld.
I yfirliti þessu hefur opnu vélbátanna
verið að engu getið. Áður er greint frá
því, að vél var sett í róðrarbát 1902. Það
kom strax í ljós, að gömlu bátarnir voru
ekki vel til þess fallnir, að settar væru
í þá vélar. Var því horfið að því ráði að
smíða báta, sem hæfðu vélarorku og fór
tala þeirra ört vaxandi. Opnu vélbátarnir,
„trillurnar", hafa átt nokkurn þátt í fisk-
veiðum landsmanna, og hafa um 300 slíkar
fleytur stundað veiðar að jafnaði hin síð-
ari árin. Útgerð þeirra fer nokkuð eftir
árstímum og landshlutum og á nokkrum
stöðum eru veiðar eingöngu stundaðar á
þessum fleytum, og eru þær því mikils-
virði fyrir atvinnulífið þar. Þó að þáttur
þessara báta í útflutningsframleiðslunni
sé ekki veigamikill, hafa margir, sem
þennan útveg stunda, borið góðan hlut
frá borði.
Á þassu tímabili bættust 4 skip í flot-