Ægir - 15.12.1959, Page 44
42
ÆGIR — AFMÆLISRIT
„Gullfoss“ nýi.
,,Askja“. Þetta félag, sem var stofnað
á krepputíma, hefur blómgast og dafnað,
og mun það ekki sízt að þakka Rafni
skipstjóra Sigurðssyni, sem stýrt hefur
„Kötlunum“ báðum, en áður var hann
skipstjóri á „Vestra“.
Eimskipafélagið ísafold var stofnað ári
síðar (1933). Keypti félagið skip frá
Þýzkalandi, sem hlaut nafnið ,,Edda“
1026 br. lestir. Það skip strandaði í janú-
ar 1934 og ónýttist. Keypti þá félagið
annað stærra skip, sem einnig hlaut nafn-
ið „Edda“ 1451 br. lest, og gerði það skip
út þar til Eimskipafélagið keypti skipið,
sem þá hlaut nafnið ,,Fjallfoss“. Lauk
þar með starfsemi félagsins.
Eimskipafélagið Fram var stofnað á
árinu 1934 og keypti 1185 lesta gufuskip,
sem hlaut nafnið „Columbus". Gerði fé-
lagið skip þetta út um hríð, en seldi það
til útlanda 1936.
Skipaútgerð ríkisins var sett á stofn 1
árslok 1929, og var henni falin útgerð
strandferðaskipsins „Esja“ og varðskip-
anna. Árið 1930 keypti ríkissjóður gamalt
skip til strandferða, sem var gefið nafnið
„Súðin“ 811 br. lestir, og var hér í
strandferðum á annan tug ára, en var
svo selt úr landi.
1939 var smíðað nýtt
skip til strandferða,
„Esja“ 1347 br. lest-
ir, en eldri „Esja“
var seld úr landi. —
1947—’48 bættust í
flotann strandferða-
skipin „Herðubreið",
„Skjaldbreið" og
„Hekla". Með komu
þessara skipa var
allvel séð fyrir
ferðunum. 1947 tók
skipaútgerðin við
rekstri olíuflutninga-
skipsins „Þyrill“.
sem kom í eigu rík-
issjóðs ásamt fleiri
eignum Bandaríkja-
manna hér eftir styrjaldarlokin. Á árinu
1952 var forstöðumanni landhelgisgæzl-
unnar falin dagleg stjórn varðskipanna,
en fjárreiður þeirra voru eftir sem áður
hjá skipaútgerðinni.
Árið 1935 eignaðist Útgerðarfélag
KEA á Akureyri lítið gufuskip semhlaut
nafnið „Snæfeh". Félagið hafði þetta
skip í förum til þess heimsstyrjöldin síð-
ari hófst, en þá varð skipið innligsa í
Noregi og kom ekki aftur hingað til lands.
Samband ísl. samvinnufélaga, sem hef-
ur á hendi mikla vöruflutninga að og frá
landinu, hafði lengi haft á prjónunum
ráðgerðir um að eignast eigin skip. Þetta
komst þó ekki í framkvæmd fyrr en 1946,
en þá keypti sambandið nýsmíðað flutn-
ingaskip í ftalíu, sem gefið var nafnið
„Hvassafell“ 1690 lestir, 1949 kom „Arn-
arfell“ 1381 lest, frystiskipið „Jökulfell"
972 lestir, 1951 flutningaskipið „Dísar-
fell“ 642 lestir, 1953. Olíuflutningaskipið
„Litlafell“ 764 lestir kom 1954, flutninga-
skipið „Helgafell 2194 lestir 1954 og loks
olíuskipið „Hamrafell“ 11488 lestir, sem
kom til landsins 1956. Er það langstærsta
skip flotans. „Litlafell" og „Hamrafell“
eru að nokkru eign h. f. Olíufélagið.