Ægir - 15.12.1959, Side 48
46
ÆGIR — AFMÆLISRIT
lag í Reykjavík selveiðiskip, sem fékk
nafnið ,,Skúmur“. Þá var gerður út frá
Seyðisfirði 50 lesta vélbátur til selveiða
stuttan tíma. Var það árið 1916, og veiddi
sá bátur þá 300 seli og eitt bjarndýr.
Sama ár var ,,Kópur“ gerður út til sel-
veiða og veiddi þá 2900 seli og 2 bjarn-
dýr. Árið eftir, 1917, var þetta skip gert
út til selveiða ásamt „Skúm“ og veiddu
bæði skipin 1931 sel. Ekki var þessi út-
gerð langæ. „Kópur“ fórst skömmu seinna
í flutningum. en „Skúmur“ fór úr landi.
Ekki er þeim, sem þetta ritar, kunnugt
um, að íslendingar hafi gert út skip tii
selveiða síðan.
7. Hvalveidiskip.
Þess er áður getið, að h. f. „Hvalur“,
sem rekur hvalstöð að Miðsandi í Hval-
firði, eignaðist 1951 þá 4 hvalbáta, sem
áður höfðu starfað í leigu hjá félaginu,
og 1957 eignast félagið fimmta bátinn,
en aldrei hefur félagið gert út nema
fjóra báta í senn. Þetta fyrirtæki, undir
stjórn Lofts Bjarnasonar, hefur verið
rekið af mikilli hagsýni og dugnaði, og er
það útgerðarfyrirtæki hér á landi, sem
heita má, að hafi staðið á eigin fótum.
Áður ráku íslenzkir aðilar um skeið
hvalveiðar frá Tálknafirði og höfðu tvo
norska skotbáta á leigu til veiðanna.
8. Mælingaskip.
Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari
eignaðist ríkissjóður 33ja lesta hraðbát,
sem var gefið nafnið „Týr“, og hefur sá
bátur verið notaður töluvert til sjómæl-
inga við strendur landsins.
Þá er lokið þessu yfirliti. Rúmsins
vegna hefur orðið að stikla á stóru. Vafa-
laust hefur eitthvað fallið niður, og ann-
að kann að vera mishermt, því að tími
hefur verið naumur til rannsóknar heim-
ilda. Þá hefði sjálfsagt mátt skipa efn-
inu haganlegar niður. Það er þó von mín,
að greinarkorn þetta varðveiti heimildir
sem styðjast megi við, ef þessu efni
verða gerð betri skil.
Eigi er hægt að skiljast við þetta mál,
án þess að minnast áhafna skipastólsins
á þessu tímabili. íslendingar hafa jafnan
haft vakandi auga fyrir nýjungum um
smíði fiskiskipa og veiðitækni og skip-
stjórnarmenn verið fljótir að hagnýta nýja
tækni með góðum árangri. Á fiskiskipun-
um hafa jafnan verið aflakóngar og afla-
klær, enda er fiskmagn á hvern fiski-
mann hér hærra en annarsstaðar. Yfir-
leitt hafa íslenzkir fiskimenn þótt harð-
duglegir til verka á sjónum og aflasælir.
Sama er að segja um farmennina, sem nú
sigla íslenzkum skipum víða um höf með
sóma. íslenzk fiskimanna- og farmanna-
stétt er landi sínu til sæmdar, og það er
þeim, sem sjóinn sækja, að þakka, að ís-
lendingar búa við góð kjör, því sjávarafli
er og verður væntanlega enn lengi undir-
staða í þjóðarbúskap Islendinga.