Ægir - 15.12.1959, Page 52
50
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Bjami Sæmundsson.
ust þó ekki fyrr en Bjarni Sæmundsson
kom til sögunnar 1894. Hann birti skýrsl-
ur um árangur rannsókna sinna í Andvara
og kom sú fyrsta 1897, en brátt bættust
fleiri við og höfðu komið 7 áður en Ægir
hóf göngu sína. Bjarni Sæmundsson var
einnig hægri hönd Dana við rannsóknir
þeirra hér og þekking sú og reynsla, er
hann gat miðlað Schmidt 1903 og síðar,
hefir sjálfsagt verið ómetanleg.
Fyrir 50 árum voru straumkerfin kring-
um ísland þekkt í aðalatriðum (J. N. Niel-
sen, 1904, 1905 og 1907) og allmiklar
rannsóknir á svifi höfðu þá verið gerðar
(O. Paulsen, 1904). Allir helztu nytjafisk-
arnir voru þá þekktir og margt var vitað
um lifnaðarhætti þeirra (J. Schmidt,
1904). Ekkert var þó vitað um göngur
fiska milli íslands og annarra landa, ekk-
ert um aldur fiska og engin skilyrði voru
til þess að skilja lögmál ofveiðanna. Botn-
dýralíf hafði og lítið verið rannsakað.
Þegar svona stóð kom Ægir til sögunn-
ar. Honum má þakka drjúgan þátt í þeim
framförum, sem orðið hafa síðan. Hann
varð vettvangur hins frjálsa orðs, hvort
sem það kom frá útvegsmönnum eða fiski-
fræðingum, milliganga hans varð til skiln-
ingsauka og umbóta.
II.
Framan af öldinni mjökuðust fiskirann-
sóknir frekar hægt áfram hér við land en
í mörgu var þó lagður öruggur grundvöll-
ur undir framtíðarstarf. Það merkasta má
óefað telja merkingar á þorski og skar-
kola og aldursákvarðanir á þorski, ýsu,
lýsu, flyðru og skarkola. Á þessu tímabili,
sem má láta ná fram til 1923, lögðu Danir
gjörva hönd á plóginn, en af hálfu ís-
lendinga tók aðeins einn maður þátt í
rannsóknunum, Bjarni Sæmundsson. Varð
hann þó að vinna störf þessi í ígripum
þegar tómstundir gáfust frá tímafrekum
kennslustörfum. Merkingarnar, sem
Bjarni tók þátt í, voru allyfirgripsmiklar,
og sýndu þær brátt hvernig megingöngum
þorsks og skarkola var háttað hér við land.
Aldursákvarðanirnar hvíldu nær því ein-
göngu á herðum Bjarna og var þeim að-
allega ætlað að sýna aldur og vöxt helztu
tegundanna. Umfangsmiklar aldursrann-
sóknir, er sýna mættu styrkleika árganga,
sveiflur í fiskistofnunum og árangur veið-
anna á þá, hófust fyrst löngu síðar.
Af merkum ritgjörðum frá þessu tíma-
bili má telja grein Bjarna Sæmundssonar
„Um hrygningu síldarinnar og nokkurra
fleiri fiska“ (Andvari 1908), fyrstu bók
hans um íslenzka fiska (Oversigt over Is-
lands Fiske, 1909), og ritgjörð hans um
aldur þorsksins (á ensku, 1923). Danski
fiskifræðingurinn A. C. Johansen varð
fyrstur til þess að lýsa kynþáttum íslenzku
síldarinnar, vorgotssíldar (1919) og sum-
argotssíldarinnar (1921), en P. Jespersen-
skrifaði grein um liðnaðarhætti flyðrunn-
ar (1917) og aðra um lirfur síldar og
loðnu (1920). Þá reit Johs. Schmidt hið
þekkta rit sitt um lirfur þorskfiskanna
(1909) og ritgjörðir birtust um árangur
merkinganna, ein af þeim eftir Bjarna
Sæmundsson (1913). Um sjóinn skrifuðu
I. P. Jakobsen (1916) og J. N. Nielsen
(1907, 1908), en O. Paulsen um svifið
(1909).
Árið 1923 urðu þau þáttaskil, að Bjarna
Sæmundssyni var gefin lausn frá kennslu-