Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 57

Ægir - 15.12.1959, Side 57
ÆGIR — AFMÆLISRIT 55 hækkar dánartöluna í stofninum og skef ja- laus ofveiði kann að herja stofninn eins og svartidauði. Verður þá mest af ungum fiski en minna eða lítið af eldri. Aldurs- ákvarðanir sýna þetta greinilega. En þeim er einnig ætlað annað mikil- vægt hlutverk. Með þeim er hægt að kanna hvort sá fjöldi fiska, sem kemur í heim- inn eitthvert tiltekið ár, er meiri eða minni en venjulega, hvort árgangurinn er góður eða lélegur og hvers má af honum vænta á komandi árum. Þekkingin á þessu sem og dánartölu og veiðimagni skapar grund- völl undir það, að geta dæmt um hve mikið er af fiski í sjónum. En til þess að geta sagt aflabrögð fyrir, svo nokkurn veginn öruggt sé, þarf fiskifræðingurinn að vita skil á einu enn, göngum fiskanna. Merkingar. Þessi þáttur fiskirannsókna hefir tekið geysimiklum framförum á síð- ari árum, bæði hér á landi og annars stað- ar. Gögnum til aldursrannsókna er hægt að safna þar sem fiskur berst á land, en til merkinganna þarf skip og og eru þær því einn dýrasti liður fiskirannsókna, en að sama skapi mikilvægar. Merkingar- tækni hefir fleygt fram á síðari árum og skal það eitt nefnt að fyrir nokkrum ár- um (1948) var byrjað að merkja fisk hér (og við Noreg) með innvortis merkjum úr stáli. Þegar merkingar hófust hér fyrir um 50 árum var þeim einkum ætlað að afla vitneskju um göngur fiskanna og það er ennþá annað aðalhlutverk þeirra. En auk þess gefa endurheimtur á merktum fiski greinilega vísbendingu um stærð stofns- ins eins og hann er á hverjum tíma, dánar- tölu hans, en umfram allt veiðiþolið. Þess vegna hefir verið lagt kapp á að merkja eins mikið og kostur hefir verið og aldrei láta merkingar niður falla. Aðalkappið hefir verið lagt á að merkja þorsk og síld og er sá árangur, sem náðst hefir, hinn mikilvægasti, ekki sízt til stuðnings fiski- leita og friðunaraðgerða. Við vitum nú að þorskurinn gengur víða um höf og að náið samband er á milli þorskstofnanna við Is- land og Grænland. Við vitum ennfremur, að Norðurlandssíldin hrygnir við Noreg og getur gengið þaðan, að hrygningu lok- inni, suður í Norðursjó (Fladen-grunn). Þá hafa merkingar sýnt að skarkolinn (sem og ýsan) er bundinn landgrunninu og þær hafa mjög greinilega leitt í Ijós átak veiðanna á þennan fiskistofn. Fiskileit. Fiskileit hófst hér við land 1935, þegar reynt var að finna Norður- lands-síldina, þar sem hún átti að hrygna á vorin fyrir sunnan land. Eigi bar sú til- raun neinn árangur, eins og kunnugt er orðið, en sama ár hófst leit karfamiða og fundust þá Þórsmiðin svonefndu fyrir austan. Leiðöngrum til þess að leita síld- ar, karfa og jafnvel þorsks, var haldið úti ár eftir ár þangað til styrjöldin skall á, og þegar henni var lokið var hafizt handa á nýjan leik, strax, er hentug skip fengust. Á síðari árum hefir verið lögð rík áherzla á að leita síldar og karfa, og hefir litlu verið til þess sparað. En skilyrði til síld- arleita hafa batnað stórlega síðan asdic- tækin komu til sögunnar og hefir Ægir reynzt prýðilega til þessa verkefnis. Og þótt síldveiðar við Norðurland hafi brugð- izt síðast liðin ár, má óhætt fullyrða að síldarleitin hefir skilað góðum árangri. Leit að karfa, sem framkvæmd hefir verið á leiguskipum (togurum), hefir einnig heppnazt vel og á vafalaust eftir að verða útgerðinni til blessunar þegar fram líða stundir ef haldið verður áfram eins og stofnað hefir verið til. En auk þess ár- angurs, sem leitirnar færa útveginum, bera þær annan góðan feng að landi, efni- við til vísindalegrar úrvinnslu, dýrmæta reynslu, sem ekki hefði verið hægt að afla á annan hátt. Sjófræði og sviffræði. Reynt hefir ver- ið að gera þessum tveimur greinum rann- sóknanna sem bezt skil og það í sívaxandi mæli, einkum sjófræðinni. Allt lífið í sjón- um er háð umhverfinu, hita, seltu og straumum. Sjófræðin er lykill að skiln- ingi fiskifræðinga á lifnaðarháttum fisk- anna, ekki sízt göngum þeirra. Sjófræði-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.