Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 58

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 58
56 ÆGIR — AFMÆLISRIT legar rannsóknir eru nauðsynlegur liður í starfi leiðangra til fiskileita, þar er þeirra verkefni að finna grundvallarlög- mál, sem lífið í sjónum verður að hlýða. Þær bera okkur vitneskju um samspil haf- straumanna og breytingar þær sem verða frá ári til árs, frá árabili til árabils. Fiskur í göngu er mjög háður svifinu, ekki sízt síldin, og undir magni svifsins á réttum tíma er það sjálfsagt oft komið hvernig ungviði nytjafiskanna vegnar, er það hefir klakizt úr eggi. Því hefir verið reynt að efla þessar rannsóknir, svo sem bezt má verða. Ýmis viðfangsefni. Hér að framan hef- ir verið drepið á helztu verkefni íslenzkra fiskirannsókna eins og þau eru nú. Eigi skal leitazt við að telja upp það, sem gert hefir verið síðan Fiskideildin tók til starfa 1937, en þó rétt drepið á það helzta. Á árunum 1937—45 gaf Fiskideildin sig mjög að rannsóknum í sambandi við fyrir- hugaða friSun Faxaflóa. Fiskifræðingar afgi’eiddu þetta mál endanlega á alþjóða- fundi í Stokkhólmi 1946 og mæltu með friðuninni. Árangur rannsóknanna var birtur af Alþjóðahafrannsóknaráðinu sem sérstakt rit (26 ritgjörðir). í riti þessu er fólginn efniviður, sem hægt hefir verið að nota síðar til frekari aðgerða í fiski- friðunarmálum. Þegar landhelgislínan var færð út fékk Fiskideildin ný viðfangsefni: Að fylgjast með þeim breytingum, sem urðu á fiski- stofnum og aflabrögðum vegna friðunar- innar. Þetta var lífsnauðsyn ef hafa skyldi vopn til varnar fyrst, en til sóknar síðar. Má óhætt fullyrða að árangurinn af Faxaflóarannsóknunum, sem og reynsla frá báðum heimsstyrjöldunum hafi gert sitt til þess að ráða úrslitum okkur í hag í átökum þeim, sem við áttum í um stund við aðrar þjóðir. Áður en veiðimálastjórastarfið var stofnað hafði Fiskideildin um hönd rann- sóknir á vötnum og vatnafiskum. Rann- sakað var Mývatn, vatnakerfi Elliðaánna, ölfusár—Hvítár og Blöndu, sem og lax og silungur. Rannsóknir á murtunni í Þingvallavatni leiddi í ljós að um var að ræða sérstakt afbrigði en ekki unga bleikju. Mikill hluti af árangri fiskirannsókn- anna hefir birzt í fjölda ritgerða, sem of langt yrði upp að telja, bæði á íslenzku og erlendum málum. IV. Lokaorð. Fiskirannsóknir Islendinga eiga nú að vera komnar í nokkuð fastar skoi'ður. Þó verður að sjálfsögðu ekki hægt að komast hjá breytingum á mannafla og umbótum á aðbúð og útbúnaði eftir því sem tímar líða. Verður þá að vega salt á milli þarfa rannsóknanna, vegna þeirra krafa, sem til þeirra eru gerðar og fjárhagsgetunnar á hverjum tíma. Þótt mikið hafi áunnizt eru þó ennþá mörg verkefni og mikilvæg, sem bíða úr- lausnar. En hvað sem því líður verður að hafa í huga, að sjálfar grundvallarrann- sóknirnar, svo sem sjófræði, sviffræði, aldursákvarðanir, merkingar o. fl. mega aldrei niður falla. Þær eru nauðsynlegar fyrir starfið í dag, þær eru ennþá nauð- synlegri fyrir störf komandi ára. Eitt af verkefnum næstu ára verður að rekja feril Suðurlands-síldarinnar og kynnast lífsháttum hennar sem bezt og á það bæði við sumargotssíld og vorgotssíld. — Og þá er karfinn. Ennþá eru fiskifræð- ingar ekki á eitt sáttir um það, hvei’nig megi lesa aldur hans og er þar vandasamt verk að vinna. Þá hefir ekki tekizt að merkja hann svo vel sé, en fyrr en bæði þessi vandamál eru leyst verður erfitt að komast fyrir um göngur hans og lífshlaup allt til hlítar. Bættar fiskiskýrslur og fljótfengnari eru hin brýnasta nauðsyn. Það er ekki með góðu móti hægt að vinna til fullnustu úr efnivið þeim, sem aldursrannsóknir og fiskimælingar láta í té fyrr en vitað er hve mikið veiðist af hverri tegund, miðað við svæði, veiðarfæri og mánuði. Auk þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.