Ægir - 15.12.1959, Side 61
ÆGIR — AFMÆLISRIT
59
Wár <£ti.
mon
Sjávaraflinn og útflutningsver;lunin
Ééjk JH Það, sem hér
fer á eftir má
■ e. t. v. helzt skoða
sem inngang að
þeim greinum um
fiskveiðar, fiskverkun og fiskverzl-
un, sem ýmsir höfundar hafa góð-
fúslega ritað í tilefni fimmtíu ára af-
mælis Ægis. Umræðurnar hér munu því
einkum snúast um fremur almenn sjón-
armið, sem miðast við heildarafla og
heildarútflutning, þar sem segja má, að
sérsjónarmiðum sé sinnt í ofannefndum
greinum.
Hinsvegar get ég ekki stillt mig um að
láta fljóta hér með nokkrar hugleiðingar,
sögulegs efnis, og gera einkum að um-
ræðuefni þætti úr fiskveiða- og verzlun-
arsögu okkar fyrir einokunartímabilið. —
Þótt merkilegt megi virðast ókunnug-
um, eru Islendingar ung verzlunar- og
siglingaþjóð. — Þeim mun merkilegra
má þetta heita vegna þess, að landið er
umflotið sæ, og allar samgöngur um
langan aldur urðu að fara fram með skip-
um, og eins vegna hins, að landið er
snautt að gæðum og framleiðslan því ein-
hæf, og rnikil viðskipti við aðrar þjóðir
óhjákvæmileg, ef lífskjörin eiga að heita
sæmileg og unnt á að vera að lifa menn-
ingarlífi í landinu. — Þrátt fyrir þetta
eru aðeins fáir áratugir síðan íslending-
ar ýttu frá landi á eigin farskipum, ef
frá er talið fyrsta tímabil landnámsins,
og hafa þeir látið farmenn og kaupmenn
annarra þjóða annast verzlun og siglingar
fyrir sig um aldaraðir. Þetta gekk jafn-
vel svo langt, að innanlandsverzlunin var
einnig að mestu í höndum útlendinga.
Mikil bót hefur að vísu verið ráðin á
þessu ófremdarástandi, og er nú svo kom-
ið, að verzlunin við önnur lönd er nær öll
í höndum íslenzkra aðila. og hafa orðið
miklar framfarir á því sviði, svo og sigl-
inganna, en þó minni en efni stóðu til
vegna áhrifa heimskreppunnar miklu, sem
hófst skömmu eftir að Islendingar höfðu
fleytt sér yfir mestu byrjunarörðugleik-
ana, og vegna áhrifa annarlegra kenni-
setninga um óhófleg opinber afskipti
af atvinnulífinu og þeim mönnum, sem
atvinnurekstur hafa með höndum. — Út-
flutningsverzlun okkar og siglingar eru
því ennþá með töluverðum kotungsbrag,
fremur smá í sniðum og alþjóðlega rekst-
urshætti óvíða að finna. — Enda hefur
það verið svo, að verzlunin naut óskoraðs
frelsis einungis um skammt skeið eftir að
einokun var aflétt. Og eftir að hin opin-
beru afskipti hófust fyrir alvöru, hefur
lengst af illa verið búið að þeim fram-
leiðslugreinum, sem selja afurðir sínar á
erlendum markaði.
Um fiskveiðarnar sjálfar gilti nokkuð
öðru máli að því leytinu til, að fiskveiðar
hafa verið stundaðar allt frá landnáms-
tíð, en að öðru leyti er sú saga álíka
raunaleg og saga verzlunarinnar og sigl-
inganna, að lítil breyting til framfara
varð á útgerðarháttum eða verkunarað-
ferðum fyrr en á síðari hluta 19. aldar.
Margir hafa leitt getur að því, hvers
vegna íslendingar hófu ekki fiskveiðar í
stórum stíl, strax og markaðirnir leyfðu
og um líkt leyti og aðrar Evrópuþjóðir,
og hvers vegna siglingar og verzlun Is-
lendinga lagðist niður á löngu tímabili,
sem m. a. átti sinn þátt í glötun sjálf-