Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 70
68
ÆGIR — AFMÆLISRIT
í öðru lagi ,má nefna ofveiðina; má finna
þessu stað með samanburði á ofannefnd-
um töflum um skipastól og fiskafla. Um
síldaraflann er það að segja, að aflatöl-
urnar eru að mestu leyti byggðar á skýrsl-
um Fiskifélagsins, og hefur verið reynt
að telja einungis með afla íslenzkra skipa.
Sum árin er því töluverður munur á síld-
araflanum, eins og hann kemur fram í
töflu VII og því magni, sem alls barst á
land.
Eins og sést á töflu VII. hefur árið
1930 verið eitt bezta aflaár, sem sögur
fara af, ef síldaraflinn er frátalinn
og miðað er við fyrirhöfn við veiðarn-
ar.
í töflu VIII., þar sem reynt er að
skipta aflanum eftir fisktegundum (mið-
að er við fisk upp úr sjó), verður að hafa
í huga, að á þeim árum, er mestallur afl-
inn var verkaður í salt, mun minna hafa
verið hirt um aðrar tegundir en þorsk, og
mun magn þeirra líklega hafa verið eitt-
hvað meira en kemur fram á töflunum.
— Einnig verður, að hafa í huga í sam-
bandi við töflu VIII., að þar koma ekki
á óyggjandi liátt fram upplýsingar um
hluta einstakra tegunda á vissum ára-
bi’um. -— Hluti þeirra í heildaraflanum
hefur og breytzt vegna breyttra aðferða
og aukinna möguleika til að vinna úr
þeim markaðshæfa vöru.
Af öðrum sjávarafla, sem ekki kemur
fram í töflunum um fiskaflann, má nefna
hvalfang og hákarlsafla. — Hákarlaveið-
ar voru mikilvægur atvinnuvegur fram
undir 1910, og einnig að nokkru leyti á
stríðsárunum fyrri. — Þessar veiðar voru
sem kunnugt er mest stundaðar vegna
lifrarinnar. — Efst á næsta dálki er tafla
um lifrarfenginn.
Árið 1948 hófust aftur hvalveiðar hér
við land að nokkru ráði, og hefur þeim
verið haldið áffam síðan, oftast með fjór-
um hvalveiðibátum. — Áflinn hefur verið
unriinn í Hvalfirði. — Sýnir tafla X.
árangur veiðanna.
TAFLA IX.
1897—1900 16.982 hl.
1901—1905 13.070 -
1906—1910 10.414 -
1911—1915 4.818 -
1916—1920 5.180 -
1921—1925 1.164 -
1926—1930 270 -
TAFLA X. Veiddir hvalir. W
hr ~ ’p. s , íh i
H Jo Þ? •» 5 b iJ £ jg ** tji £ cd >. CO g Búr- hvel: '2 3 íS1 s 03 m
1948 3 195 24 5 15 — 209
1950 4 226 28 — 11 — 265
1955 4 236 10 134 20 — 400
1956 4 265 8 72 95 — 440
1957 4 348 10 78 81 — 517
Hagnýting aflans.
Sem fyrr getur í þessari grein, var
mestallur fiskaflinn hertur fram eftir öld-
um, bæði til útflutnings og innanlands-
neyz'u, enda aðrar geymsluaðferðir lítt
þekktar. Lýsi mun hafa verið unnið frá
fyrstu tíð, einkum úr þorskalifur og há-
karlslifur. — Á fyrri hluta þess tímabils,
sem hér um ræðir, var sú breyting hins
vegar á orðin, að stærstur hluti aflans
var saltaður; gilti það bæði um þorsk og
síld. — Nokkurt magn síldar mun hafa
verið fryst til beitu og verðminni fisk-
tegundir aðrar, — t. d. ýsa, steinbítur og
lúða, munu hafa verið hertar.
Miklar og örar breytingar hafa átt sér
stað á tímabiiinu á þessum sviðum sem
öðrum, og eru nú bæði fleiri tegundir
fisks hagnýttar á fjölbreytilegri hátt en
áður, og hitt, að nær allur úrgangur, sem
til fellur við vinnsluna, svo og fiskur, sem
ekki þykir vinnsluhæfur á annan hátt, er
nú nýttur. — Fyrsta verulega breytingin
á hagnýtingu aflans varð, er hafin var
framleiðsla mjö's og lýsis úr síld. —
Fyrsta verksmiðjan í þeim tilgangi mun
hafa verið tekin í notkun á árinu 1911.
Önnur breytingin varð, er togararnir tóku
að flytja afla sinn ísvarinn á erlendan
markað, skömmu fyrir fyrra heimsstríð.