Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 71

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 71
ÆGIR — AFMÆLISRIT 69 Um og eftir 1930 hefst framleiðsla hrað- frysts fisks, skreiðar, fisk- og karfa- mjöls og niðursuðuvöru. í töflu XI. (í næstu opnu) er gerð til- raun til að sýna þróunina í þessum efn- um. — Miðað er við slægðan fisk með haus, þar sem aðrar tölur voru ekki að- gengilegar til samanburðar. Á stríðsárunum breyttust verulega markaðsmöguleikar fyrir aflann; saltfisk- markaðurinn lokaðist nær alveg, svo og markaðurinn fyrir saltaða síld. — Hins vegar varð markaðurinn fyrir ísaðan og síðar frystan fisk mjög hagstæður í Bretlandi, og var megnið af fiskaflanum, þegar síld er frátalin, flutt út ísvarið eða fryst á stríðsárunum. — Hraðfrysting jókst og mjög á þeim árum, og hefur framleiðsla hraðfrysts fiskmetis farið sí- vaxandi síðan. — Hins vegar er hluti hins ísvarða fisks nú óverulegur. — Hraðfrysting á karfaflökum hófst fyrir alvöru seint á árinu 1950. Lítið var saltað á stríðsárunum, en skjótlega að því loknu hófst saltfiskverk- un á ný í stórum stíl, enda þótt dregið hafi úr mikilvægi þeirrar verkunarað- ferðar hlutfallslega. Á árunum 1935—’39 var talsvert hert af fiski til útflutnings að frumkvæði Fiskimálanefndar. — Ekki varð þó um teljandi skreiðarframleiðslu að ræða fyrr en um og eftir 1950. Síðan hefur stór- aukizt það magn, sem hengt hefur verið upp. Á árunum 1935—’39 var veitt talsvert magn karfa til vinnslu í verksmiðjum, en stríðið kom í veg fyrir áframhaldandi veiðar. Með árinu 1950 hefjast þær á ný, en eftir 1950 er karfinn að mestu nýttur af hraðfrystihúsunum. — Ávallt fer tölu- vert magn úrgangsfisks til mjölvinnslu, svo og oft ufsi yfir síldveiðitímann. Útfhitningur sjávarafurSa Fáum blandast víst hugur um þýðingu sjávarútvegsins fyrir útflutninginn og þá um leið þjóðarbúskapinn, þar sem hann hefur verið sú undirstaða, sem allar fram- farir undanfarinna áratuga hafa hvað mest byggzt á og hljóta að byggjast á um næstu framtíð. — Hér að framan var þess getið, að þegar á 14. öld hefðu sjávarafurðir verið orðnar stærsti liður- inn í útflutningi landsmanna, og hefðu haldið þeim sessi síðan. Tafla XII. sýnir hluta sjávarafurða í heildarútflutningi. — Meðaltalstölurnar fram að 1950 eru fengnar úr bók Ólafs Björnssonar prófessors — Þjóðarbúskap- ur íslendinga. TAFLA XII. Ár Vcrð í þús. kr. Hundraðshluti af verðmæti heildarútfl. 1901—1905 6.178 59.3 1906—1910 8.823 64.3 1911—1915 16.574 74.1 1916—1920 36.147 74.6 1921—1925 54.664 85.1 1931—1935 43.473 89.4 1936—1940 64.806 87.4 1941—1945 211,290 92.3 1946—1950 303.446 90.0 1951—1954 692.637 94.7 1955 788.108 93.0 1956 945.406 91.7 1957 914.512 92.6 Verðmæti útfluttra hvalafurða er hér meðtalið. Eins og sést á þessu yfirliti hefur hlutur sjávarafurða í heildarút- flutningsverðmætinu farið vaxandi, þegar litið er á s. 1. 50 ár, enda þótt um nokkrar sveiflur sé að ræða. — Árið 1932 komst hlutur sjávarafurða í 92% heildarverð- mætis útflutnings, en lækkaði síðan tölu- vert á næstu árum eftir og nam 81% árið 1937; var hér einkum um að ræða auk- inn útflutning landbúnaðarafurða. Strax á árinu 1940 höfðu sjávarafurðir aftur unnið upp bilið og farið fram úr öllum fyrri hlutföllum. — Það ár voru sjávar- afurðir 95.7% heildarinnar. — Á árinu 1954 komst hlutdeild sjávarafurða í 96.99%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.