Ægir - 15.12.1959, Síða 81
ÆGIR — AFMÆLISRIT
79
Tafla II3)
Saltfiskveiöar togara.
Meöalaíli Meðaláhöfn Meðalstærð Meðalafli Meðalafli
á úthaldsda.? á togara brúttó rúml. tonn á rúmlesta:
sl.m.h. yíir á úthaldsdag (1:2) tonn
tonn úthaldstímann togara á manndag (1:3)
Ár (1) (2) (3) (4) (5)
1930 14.2 32.0 341 0.444 0.042
1931 19.3 32.8 344 0.588 0.056
1932 18.9 33.1 344 0.571 0.055
1933 19.5 33.2 338 0.587 0.058
1934 18.0 33.7 337 0.534 0.053
1935 17.1 33.4 340 0.512 0.050
1936 13.1 33.3 359 0.393 0.036
1937 12.4 32.2 363 0.385 0.034
1938 12.2 31.2 369 0.391 0.033
1950 12.4 31.2 655 0.397 0.019
1951 11.5 38.0 679 0.303 0.017
1952 12.1 40.6 677 0.298 0.018
1953 11.8 39.1 679 0.302 0.017
1954 11.7 38.2 682 0.306 0.017
1955 11.2 38.4 677 0.292 0.017
1956 12.7 39.6 678 0.321 0.019
Tafla II sýnir ýmsar niðurstöður af
saltfiskveiðum togara á árunum 1930—
1938 og 1950—1956. Athuga ber, að hér
eru úthaldsdagar lagðir til grundvallar
en ekki togdagar. Samanburður á milli ára
í þessari töflu er enn erfiðari, en saman-
burðurinn á afkastagetu togaranna í töflu
II, því að hér er ekkert tillit tekið til
hvaða veiðisvæði togararnir sóttu. Ýmsar
almennar ályktanir er þó hægt að draga
um gang saltfiskveiðanna.
Aflamagn á úthaldsdag virðist ná há-
marki 1933 og afli yfirleitt mjög góður
á árunum 1931—1935. Á þessum árum
gekk mikið af Grænlandsþorski á miðin
og var hann aðalorsök hins aukna afla þá.
Aflabrögðin á árunum 1950—1956 virðast
verri, en þegar þau voru á hraðri niður-
leið á árunum 1936—1938. Þetta þarf þó
ekki að vera alls kostar rétt. Fyrir styrj-
öldina stunduðu togararnir saltfiskveiðar
eingöngu innan tímabilsins 15. febrúar til
15. júní, þegar aðal-þorskgöngurnar voru
komnar á miðin sunnan við landið og vest-
an. Helzta veiðisvæðið var þá á Selvogs-
banka, sem var tiltölulega skammt frá út-
gerðarstöðum flestra togaranna þá. Nú
stunda togararnir saltfiskveiðar á öllum
tímum árs, enda þótt mest sé urn þær á
vetrarvertíðinni. Einnig sækja þeir fjar-
læg mið, sem lengja siglingatímann að
mun. Getur þe,tta hvort tveggja haft áhrif
á niðurstöður áranna 1950—1956 og gert
þær óhagstæðari til samanburðar við fyrra
tímabilið.
Meðalstærð togaranna og meðaláhöfn
hefir aukizt mjög mikið frá fyrra tíma-
bilinu. Hinn litli afli á úthaldsdag undan-
farin ár hefur því breikkað bilið á milli
meðalafla á manndag á hinum tveimur
tímabilum umfram fjölgun skipverja. Enn
meira hefur bilið breikkað á milli meðal-
afla á rúmlestardag. Það er augljóst, að
aukin stærð, hraði og tækni nýju togar-
anna hefur hvergi nærri vegið upp á móti
minnkandi fiski á heimamiðum né því að
þurfa að sækja fjarlægari mið. Hafa verð-
ur þó í huga, að ekki hefði verið hægt að
halda gömlu togurunum jafn mikið úti á
fjarlægum miðum og þeim nýju, og hefðu
þeir því á sumum tímum árs orðið að
sætta sig við minni afla á heimamiðum.
Þess er stundum getið í gömlum blöðum
Ægis, að togurum hafi verið lagt vegna
aflaleysis eða við borð legið að það hefði
verið gert. Mun það óþekkt fyrirbæri nú.