Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 94

Ægir - 15.12.1959, Page 94
92 ÆGIR — AFMÆLISRIT bátaútvegsmenn eiga eigi lítið undir því, að vel takizt með afurðasöluna. Reynslan hefir einmitt ávallt verið sú — og er það kannske ekki með öllu óeðlilegt — að verðsveiflur hafa að lokum komið niður á hráefnisverðinu. Þá má og rif ja það upp, að á þeim tíma, er S. í. F. var stofnað, voru það yfirleitt útvegsmenn sjálfir, sem verkuðu afla báta sinna og áttu allt undir skynsamlegu sölufyrirkomulagi, og ein- mitt þeir beittu sér fyrir stofnun sölu- samtakanna. Svo sem kunnugt er var Fiskifélag Is- lands stofnað 1911. Þegar á öndverðri þessari öld voru stofnuð útgerðarmanna- félög í öllum fjórðungum landsins. Til- vist þeirra auðveldaði mjög stofnun Fiski- féiagsins. Áhugi á viðgangi þess varð þeg- ar mikill og meðlimafjöldi fiskideildanna víðsvegar um land var ótrúlega mikill strax í upphafi. Kom þar þegar í ljós fé- lagsþroski útvegsmanna og þar með það, að þeim var ljóst, hvílík lyftistöng alls- herjarfélagssamtök þeirra gætu orðið sj ávarútveginum. Mörg verkefni kölluðu á starf Fiskifé- lags íslands. Var þar þegar ofarlega á baugi að fylgjast með og kynna útvegs- mönnum og fiskimönnum tæknilegar nýj- ungar og síðar meir umfangsmikil rann- sóknarstarfsemi svo og gagnaöflun um fiskafla og skýrslugerð þar um. Eins og sjálfsagt var, naut F. í. þegar frá upp- hafi fjárhagslegs stuðnings ríkisvaldsins og nýtur hans enn í dag. Kynningar og rannsóknarstarf F. I. hefir orðið mikil- vægur þáttur í starfi þess og hefir það þar með tekizt á hendur starfsemi, sem ríkisvaldið hefði ella óhjákvæmilega þurft að sjá um eftir öðrum leiðum. En almenn hagsmunamál sjávarútvegsins hefir F. í. alltaf látið öll til sín taka, aðallega á vett- vangi fiskiþinganna, sem háð em annað hvert ár, og voru þau þannig lengi vel helzti vettvangur hagsmunabaráttu út- vegsmanna. — Hér ber þó þegar að geta þess, að snemma árs 1916 stofn- uðu togaraeigendur með sér félag, Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda. Starfar það enn í dag og hefir verkefni þess að sjálf- sögðu ætíð verið það,. að sjá sem bezt borgið hagsmunum togaraútvegsins. — En þegar S. I. F. kom til sögunnar, fór svo, að þar sameinuðust af sjálfu sér flestallir útvegsmenn landsins í einu og sama félagi. Lengi síðan var það helzti vettvangur félagsmálabaráttu útvegs- manna og er í því sambandi minnistæð- ust baráttan um fiskverðlag á árunum 1938 til 1939, sem endaði með gengis- breytingunni 1939. En S. I. F. var í eðli sínu fyrst og fremst afurðasölufélag. Kom því að því, að útvegsmönnum varð ljós þörfin á stofnun frjálsra og óháðra félagssamtaka, sem væru eingöngu vett- vangur hagsmunabaráttu þeirra, þ. e. legðu áherzlu á að gæta þess, að hags- munir útvegsins yrðu ekki fyrir borð born- ir í hinni stöðugu togstreitu um tekju- skiptinguna í þjóðfélaginu. Leiddi þetta til stofnunar Landssambans ísl. útvegs- manna árið 1939. Aðilar að því urðu tog- araútvegsmenn, þ. e. F. I. B. og bátaút- vegsmannafélög víðsvegar á landinu. Hér skal eigi fjölyrt um starfsemi þess- ara samtaka. í fáum orðum sagt hafa þau verið aðalvettvangur útvegsmanna á sviði félagsmála og látið sér, ef svo má segja, ekkert óviðkomandi varðandi hag og af- komu báta- og togaraútvegsins. Hafa þau líka reynzt útvegsmönnum mikil hjálpar- hella, enda hefir reynslan sýnt, að útvegs- mönnum er þess full þörf að standa sam- an um hag sinn. Það er ekki ofsögum sagt, að sjávarútvegurinn og alveg sérstaklega bátaútvegurinn, hefir lengst af átt í vök að verjast vegna þess að af honum hefir verið krafizt meira en réttmætt er. Til fróðleiks má geta þess, að þegar árið 1913 er rituð grein í Ægi um hag bátaútvegs- ins, og hann beinlínis nefndur olnboga- barn. Þau tiltölulega fáu ár á þessari öld, sem hægt er að telja, að um sæmilega af- komu hafi verið að ræða hjá bátaútvegin- um, hafa yfirleitt til komið sérstakar að- stæður. í þessu efni hafa góð aflabrögð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.