Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 94
92
ÆGIR — AFMÆLISRIT
bátaútvegsmenn eiga eigi lítið undir því,
að vel takizt með afurðasöluna. Reynslan
hefir einmitt ávallt verið sú — og er það
kannske ekki með öllu óeðlilegt — að
verðsveiflur hafa að lokum komið niður
á hráefnisverðinu. Þá má og rif ja það upp,
að á þeim tíma, er S. í. F. var stofnað,
voru það yfirleitt útvegsmenn sjálfir, sem
verkuðu afla báta sinna og áttu allt undir
skynsamlegu sölufyrirkomulagi, og ein-
mitt þeir beittu sér fyrir stofnun sölu-
samtakanna.
Svo sem kunnugt er var Fiskifélag Is-
lands stofnað 1911. Þegar á öndverðri
þessari öld voru stofnuð útgerðarmanna-
félög í öllum fjórðungum landsins. Til-
vist þeirra auðveldaði mjög stofnun Fiski-
féiagsins. Áhugi á viðgangi þess varð þeg-
ar mikill og meðlimafjöldi fiskideildanna
víðsvegar um land var ótrúlega mikill
strax í upphafi. Kom þar þegar í ljós fé-
lagsþroski útvegsmanna og þar með það,
að þeim var ljóst, hvílík lyftistöng alls-
herjarfélagssamtök þeirra gætu orðið
sj ávarútveginum.
Mörg verkefni kölluðu á starf Fiskifé-
lags íslands. Var þar þegar ofarlega á
baugi að fylgjast með og kynna útvegs-
mönnum og fiskimönnum tæknilegar nýj-
ungar og síðar meir umfangsmikil rann-
sóknarstarfsemi svo og gagnaöflun um
fiskafla og skýrslugerð þar um. Eins og
sjálfsagt var, naut F. í. þegar frá upp-
hafi fjárhagslegs stuðnings ríkisvaldsins
og nýtur hans enn í dag. Kynningar og
rannsóknarstarf F. I. hefir orðið mikil-
vægur þáttur í starfi þess og hefir það
þar með tekizt á hendur starfsemi, sem
ríkisvaldið hefði ella óhjákvæmilega þurft
að sjá um eftir öðrum leiðum. En almenn
hagsmunamál sjávarútvegsins hefir F. í.
alltaf látið öll til sín taka, aðallega á vett-
vangi fiskiþinganna, sem háð em annað
hvert ár, og voru þau þannig lengi vel
helzti vettvangur hagsmunabaráttu út-
vegsmanna. — Hér ber þó þegar að
geta þess, að snemma árs 1916 stofn-
uðu togaraeigendur með sér félag, Félag
ísl. botnvörpuskipaeigenda. Starfar það
enn í dag og hefir verkefni þess að sjálf-
sögðu ætíð verið það,. að sjá sem bezt
borgið hagsmunum togaraútvegsins. —
En þegar S. I. F. kom til sögunnar, fór
svo, að þar sameinuðust af sjálfu sér
flestallir útvegsmenn landsins í einu og
sama félagi. Lengi síðan var það helzti
vettvangur félagsmálabaráttu útvegs-
manna og er í því sambandi minnistæð-
ust baráttan um fiskverðlag á árunum
1938 til 1939, sem endaði með gengis-
breytingunni 1939. En S. I. F. var í eðli
sínu fyrst og fremst afurðasölufélag.
Kom því að því, að útvegsmönnum varð
ljós þörfin á stofnun frjálsra og óháðra
félagssamtaka, sem væru eingöngu vett-
vangur hagsmunabaráttu þeirra, þ. e.
legðu áherzlu á að gæta þess, að hags-
munir útvegsins yrðu ekki fyrir borð born-
ir í hinni stöðugu togstreitu um tekju-
skiptinguna í þjóðfélaginu. Leiddi þetta
til stofnunar Landssambans ísl. útvegs-
manna árið 1939. Aðilar að því urðu tog-
araútvegsmenn, þ. e. F. I. B. og bátaút-
vegsmannafélög víðsvegar á landinu.
Hér skal eigi fjölyrt um starfsemi þess-
ara samtaka. í fáum orðum sagt hafa þau
verið aðalvettvangur útvegsmanna á sviði
félagsmála og látið sér, ef svo má segja,
ekkert óviðkomandi varðandi hag og af-
komu báta- og togaraútvegsins. Hafa þau
líka reynzt útvegsmönnum mikil hjálpar-
hella, enda hefir reynslan sýnt, að útvegs-
mönnum er þess full þörf að standa sam-
an um hag sinn. Það er ekki ofsögum sagt,
að sjávarútvegurinn og alveg sérstaklega
bátaútvegurinn, hefir lengst af átt í vök
að verjast vegna þess að af honum hefir
verið krafizt meira en réttmætt er. Til
fróðleiks má geta þess, að þegar árið 1913
er rituð grein í Ægi um hag bátaútvegs-
ins, og hann beinlínis nefndur olnboga-
barn. Þau tiltölulega fáu ár á þessari öld,
sem hægt er að telja, að um sæmilega af-
komu hafi verið að ræða hjá bátaútvegin-
um, hafa yfirleitt til komið sérstakar að-
stæður. í þessu efni hafa góð aflabrögð