Ægir - 15.12.1959, Síða 98
96
JEGIR — ÁFMÆLISEÍT
vísu hafa þar ekki nærri allir unnið sem
starfsmenn ríkisins, en þessi breyting
hefir eflt dug ýmissa einstaklinga og eink-
um sölusamtaka fiskframleiðenda í af-
urðasölu til annarra landa.
Þannig mætti lengi ræða margvísleg
mál, sem mikilsverð eru í sambandi við
bátaútveginn. Væri vissulega æskilegt, að
hinum ýmsu þáttum yrðu gerð rækilegri
skil og verður það vonandi gert í fyllingu
tímans. —
Hér að framan hefir verið reynt að
drepa á nokkur höfuðatriði varðandi báta-
útveginn. Mörgu hefir að sjálfsögðu verið
sleppt og mun þykja skorta í greinarkorn
þetta. Eins mun þykja, að einstökum þátt-
um hafi ekki verið gerð þau skil, sem
vert væri og öðrum þá e. t. v. gert of
hátt undir höfði. Valið er þó engan veg-
inn vandalaust. Hér skal því þó slegið
föstu, að tvennt sé það sem úrslitum ráði
um hag og afkomu útvegsmanna: Véltækni
og verðlag. Varðandi verðlagið kemur
fyrst og fremst til álita verðlag á þeim
afurðum, sem flotinn ber að landi. Hefir
nokkuð verið vikið að markmiðum og
stefnu útvegsmanna í þá átt að tryggja
það sem bezt. En það skiptir bátaútveg-
inn einnig miklu máli, að verðlag á veið-
arfærum og öðrum rekstrarvörum sé hag-
stætt. Á því sviði hafa útvegsmenn einnig
að nokkru leitazt við að sjá hag sínum
borgið með stofnun olíusamlaga og rekstri
eigin innkaupastofnunar fyrir veiðarfæri.
Verður að telja, að hvort tveggja hafi gef-
ið góða raun og reynzt bæði báta- og tog-
araútvegi gagnlegt.
Eins og áður segir mun þess vafalaust
gæta við lestur þessarar greinar, að margs
er ógetið, sem verulegu máli skiptir í sam-
bandi við bátaútveginn. Verður naumast
við slíku gert m. a. vegna þess, að grein
þessari eru að sjálfsögðu takmörk sett í
riti þessu. Þó hefi ég leitazt við að
drepa á það helzta, sem fyrr getur. Ég
hefi þó ekki orðið fjölorður um hlutdeild
bátaútvegsins í þjóðarbúskapnum. Til þess
er sú ástæða, að um þetta efni hefir nú
um langt skeið verið deilt. Samt læt ég
ekki undir höfuð leggjast að staðhæfa, að
bátaútvegurinn ásamt sjávarútveginum í
heild er sú kjölfesta, sem íslenzkt nútíma-
þjóðfélag byggir fyrst og fremst á. Sjáv-
arútvegurinn hefir á hálfri öld skapað nú-
tímaþjóðfélag á íslandi. —
Ég hefi aðeins vitnað í Ægi hér að
framan og þó aðeins mjög lítið. Þessar
ívitnanir eru ekki af tilviljun sprottnar.
Ritið er einmitt merkasta opinber heim-
ild um íslenzkan sjávarútveg á þessari
öld. Mér er þetta því kærkomið tækifæri
til að færa þessu öndvegisriti þakkir og
árnaðaróskir á þessum merku tímamót-
um, er nú nýlega hafa komið út af því
fimmtíu árgangar. Það er afmælisósk mín
ekki aðeins til Ægis heldur og vegna báta-
útvegsins og alls sjávarútvegsins, að ritið
eigi sér langa og gifturíka framtíð.
Ritaö í ágústmánuði 1957.
SJOMENN
NOTIÐ AÐEINS
B O S C H dieselverk
FYRIR DIESELHREYFILINN OG
G (í L D l\l E R • diesel í BÁTINN
Bræðurnir Ormsson h.f. vesturgötu 3 - síuú íwe?