Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 105
ÆGIR — AFMÆLISRIT
103
oft hart niður á verkafólki og sjómönn-
um ekki síður en atvinnurekendum.
Með lögum frá Alþingi árið 1928 var
svo Síldareinkasala íslands stofnuð og tók
hún þá þegar til starfa. Skyldi hún koma
betra skipulagi á síldarframleiðsluna og
síldarverzlunina. Einkasalan starfaði til
ársins 1931, en var þá lögð niður.
Á dögum einkasölunnar var töluvert
gert að því að athuga markaðsmöguleika
í löndum, sem síld hafði áður ekki verið
seld til. M. a. fóru þeir Einar Olgeii-sson,
Pétur A. Ólafsson, Matthías Þórðarson
fyrrv. ritstj. Ægis o. fl. til fjölmargra
landa í þeim tilgangi. Matthías ritaði á
sínum tíma bók um þessi ferðalög sín.
Hann ritaði einnig „Síldarsögu íslands",
sem hefur að geyma merkan fróðleik um
síldveiðar og síldariðnað landsmanna.
★
Síldarútvegsnefnd var stofnuð með
lögum frá Alþingi 29. desember 1934 og
tók til starfa 1. marz, 1935.
Um starfssvið nefndarinnar segir m. a.
svo í lögunum:
„2. gr. Síldarútvegsnefnd liefir meö liönd-
um úthlutun útflutningslevfa, veiðileyfa til
verkunar, söltunarleyfa á síld og löggildir
síldarútflytjendur. Hún skal gera ráSstafanir
til þess, að ger'ðar séu tilraunir með nýjar
veiðiaðferöir og útflutning á síld með öðrum
verkunaraðferðum en nú eru tíðkaðar. Hún
skal hafa forgöngu um markaðsleit og tilraun-
ir til að selja síld á nýja markaði og annað
það, er lýtur að viðgangi síldarútvegsins“.
Eitt af vei'kefnum nefndarinnar skyldi
vera að koma í veg fyrir verðfall og sölu-
tregðu af völdum offramleiðslu. Um það
segir svo í lögunum:
„7. gr. Nú verður það nauðsynlegt, að
dómi Síldarútvegsnefndar, til þess að tryggja
gœði síldar eða sölu á síldarframleiðslu lands-
manna, að takmarka veiði, og er nefndinni
lieimilt að ákveða, hvenœr söltun megi liefjast,
svo og að takmarka cða banna söltun um
skemmri eða lengri tíma og ákveða hámark
söltunar á hverju skipi“.
Finnur Jónsson Sófus Blöndal
Á árunum fyrir síðustu styrjöld ann-
aðist nefndin sjálf ekki sölu á annarri
síld en léttverkaðri eða matjessíld
eins og hún er venjulega kölluð, en síðan
1945 hefur Síldarútvegsnefnd verið einka-
útflytjandi allrar saltaðrar síldar. Jafn-
framt hefur hún á því tímabili annazt
öll innkaup á tunnum, salti, sykri, kryddi
og öðrum síldarsöltunarvórum. Síðustu
10 árin hefur Síldarútvegsnefnd séð um
rekstur tunnuverksmiðja ríkisins á Siglu-
firði og Akureyri. Framleiðsla þeirra á
næsta vetri er ráðgerð 150 þús. tunnur
samtals.
Er Síldarútvegsnefnd kom saman í
fyrsta skipti, skipuðu nefndina þeir Finn-
ur Jónsson, alþm., skipaður formaður,
Jakob Frímannsson, kaupfél.stj., Ak-
ureyri og Sigurður Kristjánsson, kaup-
maður á Siglufirði, allir kosnir af Al-
þingi. Kosinn af útgerðarmönnum: Jó-
Sig. Kristjánsson Erl. Þorsteinsson