Ægir - 15.12.1959, Page 106
104
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Jón L. Þórðarson Jón Stefánsson
hann Þ. Jósefsson, alþm., kjörinn vara-
formaður. Tilnefndur af Alþýðusambandi
Islands: Óskar Jónsson, framkv.stj. í
Hafnarfirði.
Síldarútvegsnefnd er í dag skipuð sem
hér segir: Kosnir af Alþingi: Erlendur
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Reykja-
vík, skipaður formaður, Jón L. Þórðar-
son, forstjóri, Reykjavík og Björn Krist-
jánsson. frv. alþm. frá Kópaskeri. Af
útgerðarmönnum er nú kjörinn Guðmund-
ur Jörundsson, útgm. á Akureyri, og af
Alþýðusambandi Islands er tilnefndur
Hannibal Valdimarsson, fyrrv. ráðherra.
Gunnar Jóhannsson, alþm., varamaður
Hannibals, hefur gegnt störfum aðal-
manns í nefndinni.
Finnur Jónsson var formaður nefndar-
innar til ársins 1943, en þá tók við Sig-
urður Kristjánsson. Var hann formaður
til ársins 1947. Jón L. Þórðarson var for-
maður nefndarinnar næstu 11 árin eða
til 1958, en það ár var Erlendur Þor-
steinsson, núverandi formaður, skipaður
í starfið.
Fyrsti framkvæmdastjóri Síldarútvegs-
nefndur var Sófus Blöndal. Því miður
naut nefndin starfskrafta hans aðeins
skamman tíma. Sófus lézt árið 1935. Við
starfi hans tók Erlendur Þorsteinsson.
Var Erlendur framkvæmdastjóri nefnd-
arinnar um langt árabil. Núverandi
framkvæmdastjórar eru þeir Jón Stefáns-
son á Siglufirði og Gunnar Flóvenz í
Reykjavík.
Frá því að Síldarútvegsnefnd tók til
starfa og fram að heimsstyrjöldinni var
saltsíldarframleiðslan mjög mikil að und-
anteknu árinu 1935, en það ár brást veiði
norðanlands að verulegu lejd;i. Meðalsölt-
un þessara ára var rúml. 200 þús. tunnur.
Mest var framleitt af kverkaðri og gróf-
saltaðri síld. Aðalmarkaðslönd þeirrar
síldar voru Svíþjóð og Danmörk. Einnig
keyptu þessi sömu lönd all mikið magn
af kryddaðri síld. Upp úr 1930 hófst
verkun á matjessíld. Varð þessi verkun-
araðferð ti! þess að opna allstóra mai'kaði
fyrir íslenzka síld í Þýzkalandi, Póllandi
og Bandaríkjunum.
Umsvifamesti síldarsaltandi og síldar-
útgerðarmaður á árunum fyrir síðustu
styrjöld var Ingvar Guðjónsson. Mun eng-
inn síldarsaltandi fram að þessu hafa
verkað jafn mikið magn síldar til út-
flutnings á einu ári og hann.
Varla er hægt að minnast á síldarsölt-
un á þessu tímabili án þess að geta Ósk-
ars Halldórssonar, en hann rak um ára-
tugi umfangsmikla söltun á Siglufirði og
víðar. Ástæða væri til að nefna fjölda
annarra dugandi athafnamanna, er störf-
uðu um þessar mundir í þágu síldarfram-
leiðslunnar, en því miður er ekki tæki-
færi til þess hér.
Á styrjaldarárunum lokuðust allir salt-
síldarmarkaðirnir nema Bandaríkin. Var
því síldarsöltunin á stríðsárunum hverf-
andi lítil miðað við það, sem áður var,
eða tæpl. 40 þús. tunnur að meðaltali á
árunum 1941—1945.
Eftir styrjöldina, er samband komst
aftur á við hin gömlu markaðslönd á
meginlandi Evrópu, hófst síldarleysis -
tímabilið við Norðurland. Fyrst eftir
styrjöldina voru Svíar stærsti kaup-
andinn, eins og verið hafði að jafnaði
fyrir 1940. Einnig var fljótlega aftur
farið að selja síld til flestra hinna
fyrri markaðslanda svo sem Dan-
merkur, Bandaríkjanna og Póllands. Aft-
ur á móti tókst ekki að koma íslenzku
saltsíldinni aftur inn á þýzka markaðinn.