Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 131
ÆGIR — AFMÆLISRIT
129
Skreið í hjöllum.
ar í blöðum og út-
varpi gasprað mikið
hér um.
En Norðmenn, sem
er mesta skreiðar-
framleiðsluþjóð ver-
aldar og búnir að
stunda iðnina heila
öld eða meira, selja
eins og við lang-
mestan hluta skreið-
arinnar í þriðj a
flokki til Afríku.
Þess má geta, að
ennþá gengur verzl-
unin þannig fyrir
sér í Nigeríu, að
fyrsta flokks fiskur
yrði ekki greiddur
einu penny hærra
verði en þriðji flokk-
ur.
Hins vegar liggur
í augum uppi, að
leggja ber mikla á-
herzlu á vöruvöndun. hvert sem fiskurinn
annars fer.
Fulltrúi skreiðarsamlagsins og einnig
hr. stórkaupm. Þóroddur E. Jónsson, sean
báðir hafa dvalið oftar en einu sinni þar
suður frá, fullyrða að íslenzka skreiðin
sé betur séð en sú norska, bæði hvað gæði
og stærðargreiningu snertir, enda ekki
tíðar umkvartanir nú orðið um lélega
vöru.
Ýmsir spámenn hafa komið fram á
sjónarsviðið og talið sig geta verkað
skreið á einfaldari og öruggari hátt en nú
er, t. d. í margra hæða fisktrönum. með
yfirbreiðslum, í þurrkhúsmn o. s. frv. En
allt hefur þetta sína galla, sem ekki verð-
ur rakið hér rúmsins vegna. En slíkir
spámenn hafa einnig verið að skjóta upp
kollinum í Noregi.
Þegar einhver þjóð hefur tekið ást-
fóstri við vörutegund, eins og Italir við
góða skreið, Negrarnir við venjulega
Afríkuskreið og vanizt hinu sérstaka
bragði, þá þýðir ekki í harðri samkeppni
að koma með skreið, sem hefur annað
bragð en hin venjulega útiþurrkaða
skreið, sem náttúran sjálf, vindur, sól
regn o. fl. o. fl. hafa lagt henni til.
Öll „kunstþurrkun", yfirbreiðslur og
þurrkun inni í húsum, gefur henni ann-
að bragð, sem hinn kenjótti neytandi
sættir sig ekki við og kaupir frekar aðra
skreið, jafnvel þótt útlitsljótari sé.
Skal geta þess, að nú eru gerðar um
þessar mundir nýjar tilraunir á íslandi
með verkun skreiðar í húsum inni á fljót-
an og öruggan hátt, eru þær, að ég held,
alveg sérstæðar, og ef þær lánast, myndi
miklar líkur vera til að hægt verði að
framleiða gæðavöru aðeins ef hráefnið er
gott, en úr þessu fæst skorið bráðlega,
en eins og áður segir er hinn erlendi neyt-
andi jafnan hæstiréttur.
Þetta er margra tuga ára reynsla Norð-
rnanna, og því miður er þetta einnig enn-
þá reynsla okkar Islendinga.