Ægir - 15.12.1959, Page 132
130
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Það háir talsvert framleiðslu á góðri
skreið á Islandi, að mestar kröfur um
vörugæði eru gerðar til þess fisks, sem
fer í frystingu en minni kröfur til fisks,
sem fer í skreið og til saltfiskverkunar
til Suður-Ameríku, Kúbu o. fl. staða. Við
þetta verður ekki ráðið, og enn er ein
hætta á versnandi framleiðslu að línuveiði
minnkar ár frá ári, en netjafiskur eykst,
en þar eru jafnan vörugæðin minnst.
Með því að hafa ekki of mörg net í sjó
geta bátar betur vandað vöruna en ella.
Nú má geta þess hér til fróðleiks, að
skreiðin er jafnan greidd í frjálsum
gjaldeyri, (sterlingspundum) og er það
mikil búbót að geta keypt hvaða vöru sem
er fyrir andvirði skreiðar. Ég held, að
allar aðrar framleiðsluvörur sjávarút-
vegsins séu greiddar að meira eða minna
leyti í „clearing". Væri því ástæða til að
ætla að íslendingar nýttu þessa ágætu
markaði fyrir skreið af fremsta megni,
þegar jafnmikill hörgull og nú er á góð-
um gjaldeyri.
Ein er sú tegund fisks, sem mjög er
eftirsótt í Nigeríu, og er það hörð keila,
er hún nú borguð þar hæsta verði. Áður
fyrr var keilan tæplega hirt en gefur nr
milljónir króna í góðum gjaldeyri.
Nú á allra síðustu tímum spyrja svert-
ingjarnir mjög eftir þorskhausum hörð-
um, en verðið er ennþá of lágt, sem þeir
bjóða.
Segja má að verkun, sala og útflutn-
ingur skreiðar á íslandi sé ennþá í
bernsku og því ekki full reynsla fyrir af-
komu og tilveru þessarar framleiðslu, en
Norðmenn telja að allt frá s.l. aldamótum
hafi norska skreiðin verið sá þáttur í út-
flutningi sjávarafurða, sem svo að segja
aldrei hafi brugðizt. Verðlag verið ör-
uggara og atvinna viss og stöðug við
skreiðina og einmitt á þeim tíma árs. þeg-
ar lítið er um aðra atvinnu.
Og þegar þorskaflinn minnkar hjá
Norðmönnum, eins og 2 s. 1. ár, þá leggja
þeir höfuð áherzlu á að verka skreiðina.
Þetta ætti að vera
nokkur lærdómur.
Við Islendingar
byggjum tilveru okk-
ar ennþá á sjávar-
afla og verðum sjálf-
sagt að gera það um
næstu framtíð. Þess
vegna er það höfuð
nauðsyn að vörunni
sé deilt á þá markaði
erlendis, sem gefa
beztan árangur og
einnig tryggð af-
setning síðar, og þá
er það einnig nauð-
synlegt og sjálfsagt,
að hinnar fyllstu
vöruvöndunar sé
gætt í hvívetna, ásjó
og á landi.
Frá fiski'ðnaðarsýningu í Kaupmannahöfn 1956.