Ægir - 15.12.1959, Side 140
138
ÆGIR — AFMÆLISRIT
mann sem 1905 hafi látið verka upp und-
ir 2000 skpd. Einnig nefnir hann þessa
menn: Sigurð Jónsson í Görðunum, Pétur
Sigurðsson í Hrólfsskála, Guðmund Ólafs-
son í Nýjabæ, Þórð Jónsson í Ráðagerði,
Ágúst Flygenring og Brydesverzlun í
Hafnarfirði.
Þorsteinn Guðmundsson ritaði oft
greinar í blöðin til vakningar og leiðbein-
ingar, t. d. í Isafold. Einnig í Ægi, þeg-
ar hann kemur til sögunnar. I marz-
blaði Ægis 1906 getur Þorsteinn þess, að
á sl. ári hafi „komið í Ijós talsverð al-
menn viðleitni í þá átt, að vanda verkun
á fiskinum, og ber það vott um vaxandi
áhuga og skilning á nauðsyn þess“. I
þessari gi’ein segist hann hafa orðið var
við sérstaklega góða meðferð á fiski hjá
eftirfarandi skútu-skipstjórum: Finni
Finnssyni, Hjalta Jónssyni, og Jafet Sig-
urðssyni. Hann telur verkunina jrfirleitt
bezta, þar sem mest sé verkað í einu.
Þarna segist hann hafa tekið á móti 200
skpd. af fiski frá Finnboga Lárussyni,
sem hann telur jafnbeztan fisk, er hann
hafi séð af Suðurlandi fyrr og síðar.
Thor Jensen var og meðal þeirra, sem
gerðu sér mikið far um að auka vöruvönd-
unina, mun Guðmundur Guðmundsson
skipstjóri hans t. d. hafa gert mikið til
að bæta meðferð fisksins um borð. Þor-
steinn Guðmundsson lofar einnig Hjalta
Jónsson mjög fyrir vöruvöndun um borð
í þeim togara, er hann stjórnaði.
Hann er ekki ánægður með fiskinn af
togurunum, enda sé sá veiðiskapur í
bvrjun. Þar segir hann, að það sé ekki
„nóg að hausa fislvinn við tækifæri, því
að það þurfi að skera hann á háls undir
eins og hann komi úr vörpunni, meðan
hann enn er lifandi, svo blóðið geti runn-
ið úr honum“.
Á fiskisýningu sem haldin var í Kaup-
mannahöfn 1912 sýndu nokkrir íslenzkir
kaupmenn íslenzkar vörur, saltfisk, lýsi
og hrogn o. fl. Þessir menn voru: P. J.
Thorsteinsson & Co. (Milljónafélagið),
Th. Thorsteinsson og Gísli J. Johnsen í
Vestmannaeyjum. Allir hlutu þeir verð-
laun fyrir, hinn fyrstnefndi gullmedalíu,
en hinir silfurmedalíu. Th. Thorsteinsson
fékk einnig verðlaun fyrir íslenzkan salt-
fisk á sýningu, sem haldin var í Noregi
1908. Þetta nægir til að sýna, að ísl. salt-
fiskur var þegar á góðri leið með að
vinna sér gott álit. Ekkert annað gat
heldur hjálpað í þessum efnum, og nauð-
synin var rík, þar sem undir verkun og
sölu þessara afurða var utanríkisverzl-
unin að mestu komin.
Norðmenn hafa vaknað við vondan
draum og virðist vera mikið í mun að
verða ekki undir í samkeppninni um fisk-
markaðinn. Árið 1913 hafa þeir skipað
nefnd til „að athuga endurbætur á verk-
un og meðferð á fiski og fiskafurðum".
Er þar gert ráð fyrir, að samin verði leið-
ai-vísir um beztu verkun á saltfiski, er sé
mjög rækilegur og vel úr garði gerður
o. fl., o. fl. Það lítur út fyrir, að þeim
virðist eldcei't megi spara til þess að koma
hér lagi á.
Margir vildu hafa frjálsar hendur.
Á aðalfundi Fiskifélags íslands 1914
var kosin nefnd valinna manna til þess
að athuga hvort rétt væri eða mögulogt,
að breyta fiskmatslögunum. Þetta koim
til af því að ýmsir menn í Reykjavík
vildu fá undanþágu til þess að „senda
smærri sendingar af fiski beina leið til
Spánar og Ítalíu, án þess að honum
fylgdi vottorð um gæði hans frá hinum
lögskipuðu matsmönnum, en á hinn bóg-
inn slcyldu lögin standa óhögguð hvað
við kemur heilum förmum“.
I nefndarálitinu segir, að matslögin
hafi nú staðið í 10 ár, og að þau hafi
fært fiskimönnum, kaupmönnum og öllu
landinu milcinn hagnað í vöruvöndun og
þar af leiðandi verðhækkun. Gera þeir
svofelda grein fyrir staðreyndum, með
því að sýna verðlag á fiski næstliðin 22
ár: