Ægir - 15.12.1959, Síða 141
ÆGIR — AFMÆLISRIT
139
Ár 1892 skprl. 32 kr. Ár 1903 skpcl. 60 kr.
— 1893 — 36 — — 1904 — 65 —
— 1894 — 40 — — 1905 — 76 —
— 1895 — 52 — — 1906 — 66 —
— 1896 — 45 — — 1907 — 76 —
— 1897 — 48 ■— — 1908 — 58 —
— 1898 — 40 — — 1909 — 56 —
— 1899 — 60 — — 1910 — 65 —
— 1900 — 55 — — 1911 — 58 —
— 1901 — 52 — — 1912 — 60 —
— 1902 — 60 — — 1913 — 72 —
1914 — 78 —
Þá taka þeir fram, að fisksalan til
Spánar og Ítalíu hafi aukizt mjög undan-
farin ár, og sé það tvímælalaust að þakka
fiskmatinu og þarafleiðandi betri vöru.
Sé það bezta sönnunin fyrir þessu, að
annar fiskur hafi ekki sclzt eins vel á
þessum slóðum síðan.
Að þessu athuguðu ráða þeir eindrogið
til, að lögunum verði ekki breytt, og að
engar undanþágur verði gefnar. Undir
álit þetta rita:
Hannes Hafliðason Geir Sigurðsson
Jón Ólafsson Þorsteinn Guðmundsson
Jón Magnússon
Þetta sjónarmið, sem hér kernur fram
undirstrikar Fiskiþingið 1915 svo kröft-
uglega með ítarlegu áliti, þar sem matinu
verði stranglega fylgt, og að ríkissjóður
kosti ferðir matsmanna til viðskiptaland-
anna á hverju fjárhagsári.
Fiskifélagifi vakir á verðinum■
Fiskifélagið hefur frá upphafi verið
árvakur og óþreytandi aðili i' því að
standa vörð um málefni útvegsins á öll-
um sviðum. Auk stjórnarinnar, hafa
fiskiþingin verið skeleggur aðili í þessari
baráttu og haft vakandi auga með öllu
því, er stuðla mætti að aukinni mennt og
öryggi á þessum vettvangi. Einnig hefur
ritstjórn tímaritsins Ægis fylgzt vel með
á þessu sviði og barizt hinni góðu bar-
áttu fyrir öllum hagsmunamálum sjó-
manna og útvegsins yfirleitt.
Það var að frumkvæði fyrsta íorseta
Fiskifélagsins, Matthíasar Þórðarsonar,
og stjórnar þess, sem ráðinn var sérstakur
erindreki til starfs erlendis. Aðalútflutn-
ingur landsins var saltfiskur, aðalmark-
aðurinn í Suðurlöndum álfunnar. Þar
voru keppinautarnir vel á verði. og því
betur sem varan varð betri hjá íslending-
unum og salan jókst. Ríkisstjórninni
þótti þetta svo hyggilega gert og svo nauð-
synlegt, að það greiddi verulegan hluta
launa þessa manns (þótt þau væru lítil),
en til starfans var ráðinn (1914) fyrr-
nefndur Matthías Þórðarson. Með þessu
var lagður grundvöllur að nánari kynn-
um milli seljanda annars vegar og kaup-
enda og neytenda hins vegar. Hafði
Matthías þennan starfa á hendi í nokkur
ár, og gaf félaginu nákvæmar og mikils-
verðar skýrslur, sem jafnan voru birtar
í Ægi.
Næsti erindreki félagsins erlendis var
Matthías Ólafsson alþingismaður. Var
hann það einnig í nokkur ár. Fór hann
fyrst þessara erinda til Vesturheims, en
síðar til Englands, Spánar, ítalíu og víð-
ar. Fiskifélagið lagði fé til þessa erind-
reksturs og fylgdist vel með starfi þeirra.
Um gagn þess og gildi skal ekki rætt hér.
Fiskifélagið hafði trú á nauðsyn og gagn-
semi þess. Það bendir og eindregið til að
svo hafi verið, að nú fer ríkisstjórnin að
hafa sinn eigin fulltrúa í aðalviðskipta-
löndunum. Til þessa starfs völdust ýmsir
ágætir menn, en þeir voru: Gunnar Eg-
ilson, Helgi Guðmundsson, síðar banka-
stjóri, og Helgi P. Briem, síðar sendi-
herra.
íslenzki fiskurinn vex í áliti.
Norðmenn fylgjast vel með hverri
hræringu þar syðra gagnvart íslenzka
fiskinum. Árið 1922 segir E. Eidsvaag
m. a. svo um þetta efni: „Það ber öllum
saman um, að íslenzki saltfiskurinn hafi
rutt sér til rúms í Barcelona og í Kata-
loníu, og að lítil eftirspurn sé þar eftir
norskum saltfiski".
Um þetta ritar Sveinbjörn Egilson langa