Ægir - 15.12.1959, Page 142
140
ÆGIR — AFMÆLISRIT
grein í Ægi 23. apríl 1922, og segir þar
m. a.: „Eftir öllu útliti á fiskur héðan
góða framtíð á Spáni og í Portúgal, að
því geta allir stutt, með því að vanda
verkun og meðferð alla á fiskinum“.
I skýrslu fiskifulitrúans á Spáni, Helga
Guðmundssonar. sem birt er í maíhefti
Ægis 1930 segir svo: „Okkur er það
gleðiefni, að geta sagt frá því, að yfir
leitt voru innflytjendur allsstaðar ánægð-
ari með verkun og mat á fiskinum okkar
síðastliðið ár heldur en undanfarin, þó
menn væru varla nokkursstaðar fyllilega
ánægðir með það enn“. Eru aðalaðfinnsl-
urnar þessar: Roði á fiskinum bæði full-
verkuðum og léttverkuðum. Of mikið salt
sjáist á fiskinum, og að of misjafnar
stærðir séu í pakka.
í grein um norska fiskmatið í þessu
sama hefti Ægis segir svo m. a.: „Nú er
íslenzki fiskurinn, sem er fallegri en sá
norski, að ryðja sér til rúms, bæði í
Lissabon og Vigo, og sala okkar verður
æ minni. Meðan ég dvaldi þar (þ.e. E. L.
yfirfiskimatsm.) heyrði ég oft, að smá-
salarnir spurðu eftir íslenzkum fiski og
sögðu um leið við kaupmenn: „Ekki hinn
ljóta norska fisk, meðan hinn fallegri, ís-
lenzki fiskur er á boðstólum".
Helgi Guðmundsson, síðar bankastjóri,
var lengi fiskifulltrúi á Spáni og gat sér
þar hið bezta orð. 1 skýrslum hans er
oft að finna ýmsar góðar leiðbeiningar,
þar sem hann segir skorinort frá því, sem
var að gerast, hvort sem það var til hins
betra eða verra. Þrátt fyrir þá staðreynd,
sem hér hefur verið getið um, og Norð-
mennirnir bera mjög upp í sér, að ísl.
fiskurinn sé að útrýma hinum norska af
markaðnum, segir Helgi oft frá ýmsum
vandkvæðum. í skýrslu sinni í Ægi í
febr. 1931 segir hann t. d., að það sé
óverjandi að meta þrælsprunginn fisk nr.
1, og eins sé ófyrirgefanlegt að telja
skakkt í pakkana, en hvorstveggja þessa
hafi hann orðið var. Hann segir auðvitað,
að í öllum tilfellum sé þetta óverjandi, og
megi ekki koma fyrir, en þegar mark-
aðsástandið sé eins og það sé nú orðið,
hafi þetta ófyrirsjáanlegar afleiðingar,
og skaði meira en nokkurn grunar.
Övæntir erfiMeikar.
Um 1930 skellur á hin ægilegasta fjár-
kreppa, (heimskreppa) sem ekki fór hér
hjá garði. Þessi mikli vágestur hafði
geigvænlegar afleiðingar gagnvart fisk-
veiðum okkar og utanríkisverzlun, en
meginhluti hennar byggðist á saltfisk-
framleiðslunni. Það aflaðist hér mikið á
árinu 1931, en verðfallið og sölutregðan
varð svo ægileg, að raunverulega mátti
segja, að útvegurinn legðist í rúst. Marg-
ir útgerðarmenn töpuðu of fjár, og þeir
mestu, sem mestan höfðu aflann, því að
nú var verra að eiga mikinn afla en
lítinn, svo gífurlegt var verðfallið.
Þessarar kreppu og afleiðinga hennar
gætti í ís’enzkri útgerð allan þennan ára-
tug 1930—1940 markvíslega, og kom þar
enn fleira til. Kreppan hafði lamandi á-
hrif í þeim löndum, sem kevptu af okkur
fiskinn, svo og langvinn borgarastyrjöld
í aðalfiskkaupalandinu Spáni. Enn alvar-
legri hlutur var svo það, að aflabrögð
fóru nú ört minnkandi, en erlendum fiski-
skipum fjölgaði á miðunum, en aðstaða
þeirra til fiskveiða batnaði með ári
hverju sem leið. þar sem þau voru stærri
og betur búin en hinn íslenzki floti, sem
nú var óðum að ganga úr sér.
Garnalt máltæki segir, að sjaldan sé
ein báran stök. I viðbót við allt þetta
bættist svo það, að nú fóru að berast
hingað frá Spáni miklar kvartanir um
jarðslaga í fiskinum, bæði brúnan og
rauðan. Auk þess hve fiskurinn varð ljót-
ur af þessum sökum og óútgengilegur,
geymdist hann svo illa, er hann hafði
tekið þessa „rauðu hunda“. Þetta var
mikið áfall fyrir hið ágæta isl. mat, er
hafði unnið sér mikið álit í öllum löndum.
Þetta var þó matinu algerlega óviðráðan-
legt, því að þótt ekkert sæist á fiskinum,
er hann var metinn, gat þetta komið
fram í honum á leiðinni.