Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 144

Ægir - 15.12.1959, Page 144
142 ÆGIR — AFMÆLISRIT var þeim ljúft að verða að gefa þau upp fyrir íslendingum. Það er í rauninni einstætt afrek, sem örfáir íslendingar unnu, er þeir tóku sjálfir snemma á 19 öld að sigla með saltfisk sinn til Suðurlanda og verzla með hann þar á eigin spýtur. Eftir síðustu aldamót færist verzlunin ört á íslenzkar hendur. Fjölgar nú ísl. kaupmönnum og fiskframleiðendum. sem halda uppi meira eða minna beinum verzlunarsamböndum við fiskkaupmenn viðkomandi landa. Þannig var verzlunin Edinborg (Ásgeir Sigurðsson) um síð- ustu aldamót farin að selja héðan salt- fisk beint til Spánar og Ítalíu. Um skeið höfðu Bretar mikil fiskkaup á hendi frá íslandi til Suðurlanda, sér- staklega frá 1912—1930. Þeir, sem mest komu þar við sögu voru: Berrie, Cope- land, Booldes Bros og Haws & Co. Allir þessir menn — nema Haws — munu hafa verið að mestu hættir 1930, en nokkur hin næstu ár mun Haws hafa verið kaup- andi að saltfiski héðan, að magni sem nam um 10% af heildarframleiðslunni. f stríðinu 1914—1918 gerðu Englend- ingar kröfu til forgangsréttar um kaup á afurðum landsmanna, þar sem þeir skömmtuðu verðið, en vildu þó vera laus- ir við að taka nema það, sem þeir þóttust hafa not fyrir á bverjum tíma. Sett var á stofn Útflutningsnefnd sem t. d. ráð- stafaði saltfisksölu þeirri sem Bretar keyptu ekki sjálfir. Upp úr því öngþveiti og erfiðleikum, sem stríð þetta skapaði t. d. gagnvart saltfisksölunni, tóku innlendir fiskfram- leiðendur sig sarnan — undir erlendri eða innlendri forystu — um samsölu á saltfiski. Þessi félagssamtök verða ekki rakin hér, en urðu íslendingum dýrkeypt, því að margir þcirra töpuðu aleigu sinni í þeim félagsskap og báru ekki sitt barr eftir það. Af því sem nú hefur verið sagt, má sjá vakandi áhuga manna fyrir því að koma verzluninni sem mest á innlend- ar hendur, þó að það tæki langan tíma, og væri jafnan við ýmsa erfiðleika að etja í þeim tilraunum. Á þessum tíma seldu ýmsir stórir framleiðendur fisk sinn beint til við- skiptalandanna, svo sem Kveldúlfur hf. Alliance h.f., Fisksölusamlögin við Faxa- flóa o. fl. Með skírskotun til þess sem sagt hefur verið um kreppuna eftii 1930 og afleið- ingar hennar, var fiskframleiðendum nauðugur einn kostur, að berjast fyrir lífi sínu með því að sameinast til átaka um samræmt, skipulegt söluform og fram- boð á fiskframleiðslunni. Þrátt fyrir sérstaklega góð'a aðstöðu nýnefndra aðila um sölu á eigin fiski, töldu þeir, að hér væri svo mikið í húfi fyrir heildina, að þeir vildu gjarnan beita sér fyrir samsölu allra á þessum vettvangi, enda voru aðalbankar landsins þessari tilhögun mjög fylgjandi og hafa stutt hana æ síðan. Hér til liggja þau rök, að sumarið 1932 var stofnað Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda. Það kom fljótt í ljós, að hér var ekki til einskis barizt, því að fiskurinn hækk- aði verulega í verði, beinlínis fyrir sam- tökin. í fyrstu skýrslu samtakanna fyrir starfsárið 1933—1934, segir, að beinn hagnaður af þessu nemi mörgum milljón- um icróna. Fyrstu stjórn sölusambands- ins skipuðu: Kristján Einarsson, Ólafur Proppé og Richard Thors, sem var for- maður, þar til félagið var endurskipulagt, en meðstjórnendur voru bankastjórarnir Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmunds- son. Allt frá upphafi til þessa dags hefur samlagið starfað á grundvelli frjálsra samtaka útvegsmanna. Með lögum um Fiskimálanefnd 1934 voru sett sérstök á- kvæði um saltfiskverzlunina og Sölusam- bandinu sett nokkur skilyrði fyrir áfram- haldandi starfsemi. Olli þetta nokkurri óánægju, sem síðar náðist þó samkomu- lag um í maí 1935. Æ síðan hefur sam- laginu verið falið að fara áframhaldandi með þessi mál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.