Ægir - 15.12.1959, Page 144
142
ÆGIR — AFMÆLISRIT
var þeim ljúft að verða að gefa þau upp
fyrir íslendingum.
Það er í rauninni einstætt afrek, sem
örfáir íslendingar unnu, er þeir tóku
sjálfir snemma á 19 öld að sigla með
saltfisk sinn til Suðurlanda og verzla með
hann þar á eigin spýtur.
Eftir síðustu aldamót færist verzlunin
ört á íslenzkar hendur. Fjölgar nú ísl.
kaupmönnum og fiskframleiðendum. sem
halda uppi meira eða minna beinum
verzlunarsamböndum við fiskkaupmenn
viðkomandi landa. Þannig var verzlunin
Edinborg (Ásgeir Sigurðsson) um síð-
ustu aldamót farin að selja héðan salt-
fisk beint til Spánar og Ítalíu.
Um skeið höfðu Bretar mikil fiskkaup
á hendi frá íslandi til Suðurlanda, sér-
staklega frá 1912—1930. Þeir, sem mest
komu þar við sögu voru: Berrie, Cope-
land, Booldes Bros og Haws & Co. Allir
þessir menn — nema Haws — munu hafa
verið að mestu hættir 1930, en nokkur
hin næstu ár mun Haws hafa verið kaup-
andi að saltfiski héðan, að magni sem
nam um 10% af heildarframleiðslunni.
f stríðinu 1914—1918 gerðu Englend-
ingar kröfu til forgangsréttar um kaup
á afurðum landsmanna, þar sem þeir
skömmtuðu verðið, en vildu þó vera laus-
ir við að taka nema það, sem þeir þóttust
hafa not fyrir á bverjum tíma. Sett var
á stofn Útflutningsnefnd sem t. d. ráð-
stafaði saltfisksölu þeirri sem Bretar
keyptu ekki sjálfir.
Upp úr því öngþveiti og erfiðleikum,
sem stríð þetta skapaði t. d. gagnvart
saltfisksölunni, tóku innlendir fiskfram-
leiðendur sig sarnan — undir erlendri
eða innlendri forystu — um samsölu á
saltfiski. Þessi félagssamtök verða ekki
rakin hér, en urðu íslendingum dýrkeypt,
því að margir þcirra töpuðu aleigu sinni
í þeim félagsskap og báru ekki sitt barr
eftir það. Af því sem nú hefur verið sagt,
má sjá vakandi áhuga manna fyrir því
að koma verzluninni sem mest á innlend-
ar hendur, þó að það tæki langan tíma,
og væri jafnan við ýmsa erfiðleika að etja
í þeim tilraunum.
Á þessum tíma seldu ýmsir stórir
framleiðendur fisk sinn beint til við-
skiptalandanna, svo sem Kveldúlfur hf.
Alliance h.f., Fisksölusamlögin við Faxa-
flóa o. fl.
Með skírskotun til þess sem sagt hefur
verið um kreppuna eftii 1930 og afleið-
ingar hennar, var fiskframleiðendum
nauðugur einn kostur, að berjast fyrir
lífi sínu með því að sameinast til átaka
um samræmt, skipulegt söluform og fram-
boð á fiskframleiðslunni.
Þrátt fyrir sérstaklega góð'a aðstöðu
nýnefndra aðila um sölu á eigin fiski,
töldu þeir, að hér væri svo mikið í húfi
fyrir heildina, að þeir vildu gjarnan
beita sér fyrir samsölu allra á þessum
vettvangi, enda voru aðalbankar landsins
þessari tilhögun mjög fylgjandi og hafa
stutt hana æ síðan. Hér til liggja þau rök,
að sumarið 1932 var stofnað Sölusam-
band ísl. fiskframleiðenda.
Það kom fljótt í ljós, að hér var ekki
til einskis barizt, því að fiskurinn hækk-
aði verulega í verði, beinlínis fyrir sam-
tökin. í fyrstu skýrslu samtakanna fyrir
starfsárið 1933—1934, segir, að beinn
hagnaður af þessu nemi mörgum milljón-
um icróna. Fyrstu stjórn sölusambands-
ins skipuðu: Kristján Einarsson, Ólafur
Proppé og Richard Thors, sem var for-
maður, þar til félagið var endurskipulagt,
en meðstjórnendur voru bankastjórarnir
Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmunds-
son.
Allt frá upphafi til þessa dags hefur
samlagið starfað á grundvelli frjálsra
samtaka útvegsmanna. Með lögum um
Fiskimálanefnd 1934 voru sett sérstök á-
kvæði um saltfiskverzlunina og Sölusam-
bandinu sett nokkur skilyrði fyrir áfram-
haldandi starfsemi. Olli þetta nokkurri
óánægju, sem síðar náðist þó samkomu-
lag um í maí 1935. Æ síðan hefur sam-
laginu verið falið að fara áframhaldandi
með þessi mál.