Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 149

Ægir - 15.12.1959, Page 149
ÆGIR — AFMÆLISRIT 147 fiór&ur j-^orljarnaróon Þróun fiskmjöls- og lysisframleiöslunnar Það er ekki fjarri lagi, að ár- lega sé framleitt í landinu lýsi og fiskmjöl, þar með taldar síldarafurðir, sem að útflutn- ingsverðmæti jafngilda kr. 150—200 milljónum, en það eru 15—20% af heild- ar útflutningsverðmæti þjóðarinnar. Þeg- ar þess er gætt, að verulegur hluti af þessum verðmætum er framleiddur úr hráefnum, sem fyrir fáum áratugum voru illa nýtt eða jafnvel alls ekki og almennt gengu undir nafninu fiskúrgang- ur, er Ijóst, að hér hefur verið unnið mikið verk. Vitaskuld hefur fleira stuðl- að að þessari þróun en bætt nýtni. Má í því sambandi nefna stóraukna flökun í frystihúsunum, en hún hefur haft í för með sér stórum meira úrgangsmagn en áður var, þegar aflinn var að mestu salt- aður. Þá hafa og komið til skjalanna nýjar fisktegundir, eins og karfinn, sem ýmist hefur farið óskiptur í bræðslu eða verið flakaður og um 75% hans farið í bræðslu. Það er ekki ófróðlegt á þessum tíma- mótum að rifja upp í stórum dráttum þróun lýsis- og fiskmjölsframleiðslunnar hér á landi. Þorskalýsi. Þorskalýsi hefur trúlega vei’ið fram- leitt hér á landi frá fyrstu tíð íslands byggðar. í aðalatriðum hafa framleiðslu- aðferðirnar lítið breytzt fyrr en kom fram á 20. öldina. í höfuðdráttum var framleiðslan fólgin í því, að lifrinni var safnað í keröld og hún látin sjálfrenna, en lýsið fleytt ofan af kerjunum jafnóð- um og það flaut upp. Stundum voru í stað kerjanna notaðar gryfjur, grafnar í fastan og þéttan j arðveg. Lýsi úr þeim var kallað grafarlýsi. Síðan kom til skjal- anna hin svokallaða steinbræðsla. Hún var framkvæmd þannig, að grúturinn undan lifrarkerjunum var hitaður í und- irkyntum járnpottum og þannig unnið úr honum meira lýsi. Á þessu stigi var lifrarbræðsla hér á landi um síðustu aldamót. Um það leyti fluttist gufubræðslutæknin hingað til lands með Norðmönnum. Á vegum Islend- inga var fyrst gufubrætt hér á landi hjá Gísla Johnsen í Vestmannaeyjum, og mun það hafa verið 1904. Brætt var í tvöföld- um járnpottum og var haft vatn í kápu þeirra, en kynnt undir. 1 Keflavík er far- ið að bræða með þessari aðferð 1907. Gufubræðsla með gufu frá katli í þeirri mynd, sem við þekkjum hana nú, mun einnig fyrst hafa verið framkvæmd hjá Gísla Johnsen í Vestmannaeyjum árið 1912. I Keflavík var hins vegar ekki farið að bræða lifur með gufu frá katli fyrr en 1928. Þótt gufubræðslan ynni stöðugt á á næstu árum, fór því fjarri, að sjálfruninn og steinbræðslan legðist niður. Þannig var mikill meiri hluti tog- aralifrarinnar látinn sjálfrenna í landi og grúturinn síðan steinbræddur allt fram að því, að gufubræðslur voru settar í togarana, en það mun hafa verið 1927. Verulegur hluti togaralifrarinnar var þá gufubræddur, einkum lifur frá fyrri hluta vertíðar. en hún var síður runnin, þegar henni var Iandað. Grút frá gufubræðslunni var safnað í þrær og lýsinu, sem losnaði úr honum, haldið til haga. Þegar grúturinn hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.