Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 149
ÆGIR — AFMÆLISRIT
147
fiór&ur j-^orljarnaróon
Þróun fiskmjöls- og lysisframleiöslunnar
Það er ekki
fjarri lagi, að ár-
lega sé framleitt
í landinu lýsi og
fiskmjöl, þar með
taldar síldarafurðir, sem að útflutn-
ingsverðmæti jafngilda kr. 150—200
milljónum, en það eru 15—20% af heild-
ar útflutningsverðmæti þjóðarinnar. Þeg-
ar þess er gætt, að verulegur hluti af
þessum verðmætum er framleiddur úr
hráefnum, sem fyrir fáum áratugum
voru illa nýtt eða jafnvel alls ekki og
almennt gengu undir nafninu fiskúrgang-
ur, er Ijóst, að hér hefur verið unnið
mikið verk. Vitaskuld hefur fleira stuðl-
að að þessari þróun en bætt nýtni. Má í
því sambandi nefna stóraukna flökun í
frystihúsunum, en hún hefur haft í för
með sér stórum meira úrgangsmagn en
áður var, þegar aflinn var að mestu salt-
aður. Þá hafa og komið til skjalanna
nýjar fisktegundir, eins og karfinn, sem
ýmist hefur farið óskiptur í bræðslu eða
verið flakaður og um 75% hans farið í
bræðslu.
Það er ekki ófróðlegt á þessum tíma-
mótum að rifja upp í stórum dráttum
þróun lýsis- og fiskmjölsframleiðslunnar
hér á landi.
Þorskalýsi.
Þorskalýsi hefur trúlega vei’ið fram-
leitt hér á landi frá fyrstu tíð íslands
byggðar. í aðalatriðum hafa framleiðslu-
aðferðirnar lítið breytzt fyrr en kom
fram á 20. öldina. í höfuðdráttum var
framleiðslan fólgin í því, að lifrinni var
safnað í keröld og hún látin sjálfrenna,
en lýsið fleytt ofan af kerjunum jafnóð-
um og það flaut upp. Stundum voru í
stað kerjanna notaðar gryfjur, grafnar
í fastan og þéttan j arðveg. Lýsi úr þeim
var kallað grafarlýsi. Síðan kom til skjal-
anna hin svokallaða steinbræðsla. Hún
var framkvæmd þannig, að grúturinn
undan lifrarkerjunum var hitaður í und-
irkyntum járnpottum og þannig unnið úr
honum meira lýsi.
Á þessu stigi var lifrarbræðsla hér á
landi um síðustu aldamót. Um það leyti
fluttist gufubræðslutæknin hingað til
lands með Norðmönnum. Á vegum Islend-
inga var fyrst gufubrætt hér á landi hjá
Gísla Johnsen í Vestmannaeyjum, og mun
það hafa verið 1904. Brætt var í tvöföld-
um járnpottum og var haft vatn í kápu
þeirra, en kynnt undir. 1 Keflavík er far-
ið að bræða með þessari aðferð 1907.
Gufubræðsla með gufu frá katli í þeirri
mynd, sem við þekkjum hana nú, mun
einnig fyrst hafa verið framkvæmd hjá
Gísla Johnsen í Vestmannaeyjum árið
1912. I Keflavík var hins vegar ekki
farið að bræða lifur með gufu frá katli
fyrr en 1928. Þótt gufubræðslan ynni
stöðugt á á næstu árum, fór því fjarri,
að sjálfruninn og steinbræðslan legðist
niður. Þannig var mikill meiri hluti tog-
aralifrarinnar látinn sjálfrenna í landi
og grúturinn síðan steinbræddur allt
fram að því, að gufubræðslur voru settar
í togarana, en það mun hafa verið 1927.
Verulegur hluti togaralifrarinnar var þá
gufubræddur, einkum lifur frá fyrri hluta
vertíðar. en hún var síður runnin, þegar
henni var Iandað.
Grút frá gufubræðslunni var safnað í
þrær og lýsinu, sem losnaði úr honum,
haldið til haga. Þegar grúturinn hafði